Framtíðarskólar í mótun Skúli Helgason skrifar 11. september 2019 07:00 Borgarstjórn hefur samþykkt að efna til hugmyndasamkeppni um byggingu nýrra skóla í Vogabyggð og Skerjafirði. Byggðar verða 1.100-1.200 íbúðir og skólar fyrir um 600 börn í hvoru hverfi. Þar verður byggt á kostum nýrrar menntastefnu Reykjavíkur, sem fléttar saman formlegt og óformlegt nám, með sterkri áherslu á hæfniþættina fimm í forgangi stefnunnar: félagsfærni, sjálfseflingu, sköpun, læsi og heilbrigði. Hreyft hefur verið hugmyndum um að nýju skólarnir í Vogabyggð og jafnvel Skerjafirði verði samþættir leik- og grunnskólar með frístundastarfi fyrir annars vegar 1-9 ára börn og hins vegar nemendur á aldrinum 10-15 ára með fjölbreyttu vali, félagsstarfi og viðfangsefnum sem hæfa styrkleikum og áhuga hvers og eins. Framtíðarskólinn getur orðið öflug eining sem nýtir styrkleika leikskóla, grunnskóla og frístundar. Styrkur leikskólans hefur m.a. legið í frjálsa leiknum og sveigjanleika. Leikskólastarf í borginni er á heimsmælikvarða og 95% foreldra eru ánægð með starfið sem þar fer fram samkvæmt nýjustu mælingum. Styrkur frístundaheimila hefur verið að bjóða yngstu grunnskólabörnunum upp á óformlegt nám í hvetjandi umhverfi þar sem frumkvæði og sköpunargleði ráða för. Félagsmiðstöðvarnar hafa byggt á sams konar styrkleikum fyrir eldri börn og ungmenni ekki síst með áherslu á að byggja upp félagsfærni og sjálfstraust. Styrkur grunnskólans liggurekki síst í fjölda fagmenntaðs starfsfólks og markvissri vinnu á ólíkum námssviðum. Til dæmis er mikil fagþekking í grunnskólum á máli og læsi sem mikilvægt er að nýta sem best m.a. í þágu barna með annað móðurmál en íslensku. Ný samþykkt lög um eitt leyfisbréf kennara óháð skólastigi skapa tækifæri fyrir aukið samstarf leik- og grunnskólakennara sem við hljótum að skoða vandlega í góðu samstarfi við samtök kennara. Framsækinn skóli sem fléttar saman það besta úr menningu leikskóla, grunnskóla og frístundar er spennandi hugmynd sem við viljum þróa áfram í samtali við menntasamfélagið nú þegar við leggjum grunn að framtíðinni í nýjum og eldri hverfum borgarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skúli Helgason Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Borgarstjórn hefur samþykkt að efna til hugmyndasamkeppni um byggingu nýrra skóla í Vogabyggð og Skerjafirði. Byggðar verða 1.100-1.200 íbúðir og skólar fyrir um 600 börn í hvoru hverfi. Þar verður byggt á kostum nýrrar menntastefnu Reykjavíkur, sem fléttar saman formlegt og óformlegt nám, með sterkri áherslu á hæfniþættina fimm í forgangi stefnunnar: félagsfærni, sjálfseflingu, sköpun, læsi og heilbrigði. Hreyft hefur verið hugmyndum um að nýju skólarnir í Vogabyggð og jafnvel Skerjafirði verði samþættir leik- og grunnskólar með frístundastarfi fyrir annars vegar 1-9 ára börn og hins vegar nemendur á aldrinum 10-15 ára með fjölbreyttu vali, félagsstarfi og viðfangsefnum sem hæfa styrkleikum og áhuga hvers og eins. Framtíðarskólinn getur orðið öflug eining sem nýtir styrkleika leikskóla, grunnskóla og frístundar. Styrkur leikskólans hefur m.a. legið í frjálsa leiknum og sveigjanleika. Leikskólastarf í borginni er á heimsmælikvarða og 95% foreldra eru ánægð með starfið sem þar fer fram samkvæmt nýjustu mælingum. Styrkur frístundaheimila hefur verið að bjóða yngstu grunnskólabörnunum upp á óformlegt nám í hvetjandi umhverfi þar sem frumkvæði og sköpunargleði ráða för. Félagsmiðstöðvarnar hafa byggt á sams konar styrkleikum fyrir eldri börn og ungmenni ekki síst með áherslu á að byggja upp félagsfærni og sjálfstraust. Styrkur grunnskólans liggurekki síst í fjölda fagmenntaðs starfsfólks og markvissri vinnu á ólíkum námssviðum. Til dæmis er mikil fagþekking í grunnskólum á máli og læsi sem mikilvægt er að nýta sem best m.a. í þágu barna með annað móðurmál en íslensku. Ný samþykkt lög um eitt leyfisbréf kennara óháð skólastigi skapa tækifæri fyrir aukið samstarf leik- og grunnskólakennara sem við hljótum að skoða vandlega í góðu samstarfi við samtök kennara. Framsækinn skóli sem fléttar saman það besta úr menningu leikskóla, grunnskóla og frístundar er spennandi hugmynd sem við viljum þróa áfram í samtali við menntasamfélagið nú þegar við leggjum grunn að framtíðinni í nýjum og eldri hverfum borgarinnar.
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar