Markaveisla á velli heilagrar Maríu | Ronaldo með fernu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. september 2019 22:06 Jadon Sancho skoraði sín fyrstu mörk fyrir enska landsliðið í kvöld. vísir/getty England er enn með fullt hús stiga í undankeppni EM 2020 eftir sigur á Kósóvó, 5-3, á St. Mary's vellinum í Southampton í kvöld. Þetta var fyrsta tap Kósóvóa í 16 leikjum. Þeir byrjuðu leikinn reyndar af krafti og komust yfir eftir 34 sekúndur þegar Valon Berisha nýtti sér mistök Michaels Keane og skoraði. Þá tóku Englendingar yfir og skoruðu fimm mörk fyrir hálfleik. Jadon Sancho skoraði tvö mörk, sín fyrstu fyrir landsliðið, og þeir Raheem Sterling og Harry Kane sitt markið hvor. Mergim Vojvoda, varnarmaður Kósóvó, skoraði einnig sjálfsmark. Kósóvó byrjaði seinni hálfleikinn vel og minnkaði muninn í 5-3 með mörkum frá Berisha og Vedat Muriqi. Kane klúðraði síðan vítaspyrnu en fleiri urðu mörkin ekki. Kósóvó er í 3. sæti A-riðils með átta stig, einu stigi á eftir Tékklandi sem vann 0-3 útisigur á Svartfjallalandi. Cristiano Ronaldo skoraði fernu þegar Evrópumeistarar Portúgals unnu Litháen, 1-5, í B-riðli. Þetta er í áttunda sinn sem Ronaldo skorar þrjú mörk eða meira í landsleik. Alls eru landsliðsmörk hans 93 talsins. William Carvalho var einnig á skotskónum fyrir Portúgal sem er með átta stig í 2. sæti riðilsins. Litháen er á botninum með eitt stig. Í hinum leik kvöldsins í B-riðli vann Serbía Lúxemborg, 1-3. Aleksandar Mitrovic skoraði tvö mörk fyrir Serba sem eru í 3. sæti riðilsins með sjö stig. Lúxemborgarar eru í því fjórða með fjögur stig.Úrslit kvöldsins:A-riðill England 5-3 Kósóvó Svartfjallaland 0-3 TékklandB-riðill Litháen 1-5 Portúgal Lúxemborg 1-3 SerbíaH-riðill Albanía 4-2 Ísland Frakkland 3-0 Andorra Moldóva 0-4 Tyrkland EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Albanía - Ísland 4-2 | Eltingarleikur í Elbasan og allt önnur og erfiðari staða í baráttunni um sæti á EM Íslendingar náðu sér engan veginn á strik gegn Albönum og töpuðu 4-2. 10. september 2019 21:00 Öruggt hjá Frökkum og Tyrkjum Frakkland og Tyrkland styrktu stöðu sína í H-riðli undankeppni EM 2020 með sigrum í kvöld. 10. september 2019 21:09 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Fleiri fréttir „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Sjá meira
England er enn með fullt hús stiga í undankeppni EM 2020 eftir sigur á Kósóvó, 5-3, á St. Mary's vellinum í Southampton í kvöld. Þetta var fyrsta tap Kósóvóa í 16 leikjum. Þeir byrjuðu leikinn reyndar af krafti og komust yfir eftir 34 sekúndur þegar Valon Berisha nýtti sér mistök Michaels Keane og skoraði. Þá tóku Englendingar yfir og skoruðu fimm mörk fyrir hálfleik. Jadon Sancho skoraði tvö mörk, sín fyrstu fyrir landsliðið, og þeir Raheem Sterling og Harry Kane sitt markið hvor. Mergim Vojvoda, varnarmaður Kósóvó, skoraði einnig sjálfsmark. Kósóvó byrjaði seinni hálfleikinn vel og minnkaði muninn í 5-3 með mörkum frá Berisha og Vedat Muriqi. Kane klúðraði síðan vítaspyrnu en fleiri urðu mörkin ekki. Kósóvó er í 3. sæti A-riðils með átta stig, einu stigi á eftir Tékklandi sem vann 0-3 útisigur á Svartfjallalandi. Cristiano Ronaldo skoraði fernu þegar Evrópumeistarar Portúgals unnu Litháen, 1-5, í B-riðli. Þetta er í áttunda sinn sem Ronaldo skorar þrjú mörk eða meira í landsleik. Alls eru landsliðsmörk hans 93 talsins. William Carvalho var einnig á skotskónum fyrir Portúgal sem er með átta stig í 2. sæti riðilsins. Litháen er á botninum með eitt stig. Í hinum leik kvöldsins í B-riðli vann Serbía Lúxemborg, 1-3. Aleksandar Mitrovic skoraði tvö mörk fyrir Serba sem eru í 3. sæti riðilsins með sjö stig. Lúxemborgarar eru í því fjórða með fjögur stig.Úrslit kvöldsins:A-riðill England 5-3 Kósóvó Svartfjallaland 0-3 TékklandB-riðill Litháen 1-5 Portúgal Lúxemborg 1-3 SerbíaH-riðill Albanía 4-2 Ísland Frakkland 3-0 Andorra Moldóva 0-4 Tyrkland
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Albanía - Ísland 4-2 | Eltingarleikur í Elbasan og allt önnur og erfiðari staða í baráttunni um sæti á EM Íslendingar náðu sér engan veginn á strik gegn Albönum og töpuðu 4-2. 10. september 2019 21:00 Öruggt hjá Frökkum og Tyrkjum Frakkland og Tyrkland styrktu stöðu sína í H-riðli undankeppni EM 2020 með sigrum í kvöld. 10. september 2019 21:09 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Fleiri fréttir „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Sjá meira
Umfjöllun: Albanía - Ísland 4-2 | Eltingarleikur í Elbasan og allt önnur og erfiðari staða í baráttunni um sæti á EM Íslendingar náðu sér engan veginn á strik gegn Albönum og töpuðu 4-2. 10. september 2019 21:00
Öruggt hjá Frökkum og Tyrkjum Frakkland og Tyrkland styrktu stöðu sína í H-riðli undankeppni EM 2020 með sigrum í kvöld. 10. september 2019 21:09