Gylfi: Ekki búið fyrr en í nóvember Anton Ingi Leifsson skrifar 10. september 2019 21:12 Gylfi Þór Sigurðsson var á skotskónum í kvöld er Ísland tapaði 4-2 fyrir Albaníu ytra. Gylfi segir þó að möguleiki Íslands á að komast á EM sé ekki farinn úr þeirra höndum. „Gríðarleg vonbrigði. Mjög slakir heilt yfir, bæði varnar og sóknarlega. Það var lítið að gerast fram á við. Við áttum skot í fyrri hálfleik en Albanir voru betri og áttu þetta skilið,“ sagði Gylfi við Óskar Ófeig Jónsson í Albaníu. Hvað var eiginlega í gangi í fyrri hálfleik? „Við vorum í erfiðleikum með þriggja manna varnarlínuna og háu bakverðina. Við skorum snemma í síðari hálfleik og jöfnum í 2-2. Við kannski sækjum aðeins of mikið til að skora þriðja markið og þetta er opið hjá okkur. Við urðum að sækja þrjú stig en heilt yfir var þetta slakt.“ Íslenska liðið kom tvisvar til baka og segir Gylfi að liðið hafi viljað sækja stigin þrjú. „Við áttum 30 mínútur eftir er staðan var 2-2 og við trúðum því að við værum að fara skora þriðja markið en þetta gengur ekki alltaf upp.“ „Við vissum að þetta yrði ekkert auðvelt. Þetta verður erfiðara núna en við höfum áður farið til Tyrklands og sótt í þrjú stig og viljum gera það aftur núna.“ Hafnfirðingurinn segir þó að möguleikinn á að komast á EM sé enn til staðar en næstu tveir leikir fara fram í næsta mánuði og riðillinn klárast svo í nóvember. „Það eru fjórir leikir eftir og tólf stig. Það er nóg eftir. Við getum misstigið okkur eins og öll hin liðin. Þetta er ekki búið fyrr en í nóvember svo ef við förum til Tyrklands og náum í þrjú stig er allt opið,“ sagði Gylfi. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Albanía - Ísland 4-2 | Eltingarleikur í Elbasan og allt önnur og erfiðari staða í baráttunni um sæti á EM Íslendingar náðu sér engan veginn á strik gegn Albönum og töpuðu 4-2. 10. september 2019 21:00 Twitter eftir leik: „Lykilmenn í ruglinu“ og mamma Birkis Más tjáir sig Íslenska landsliðið lá í valnum í kvöld er liðið tapaði 4-2 fyrir Albaníu á útivelli er liðin mættust í undankeppni EM 2020. 10. september 2019 20:50 Einkunnir eftir tapið í Albaníu: Hjörtur tvistaður Íslenska karlalandsliðinu var skellt niður á jörðina í Albaníu. 10. september 2019 20:52 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson var á skotskónum í kvöld er Ísland tapaði 4-2 fyrir Albaníu ytra. Gylfi segir þó að möguleiki Íslands á að komast á EM sé ekki farinn úr þeirra höndum. „Gríðarleg vonbrigði. Mjög slakir heilt yfir, bæði varnar og sóknarlega. Það var lítið að gerast fram á við. Við áttum skot í fyrri hálfleik en Albanir voru betri og áttu þetta skilið,“ sagði Gylfi við Óskar Ófeig Jónsson í Albaníu. Hvað var eiginlega í gangi í fyrri hálfleik? „Við vorum í erfiðleikum með þriggja manna varnarlínuna og háu bakverðina. Við skorum snemma í síðari hálfleik og jöfnum í 2-2. Við kannski sækjum aðeins of mikið til að skora þriðja markið og þetta er opið hjá okkur. Við urðum að sækja þrjú stig en heilt yfir var þetta slakt.“ Íslenska liðið kom tvisvar til baka og segir Gylfi að liðið hafi viljað sækja stigin þrjú. „Við áttum 30 mínútur eftir er staðan var 2-2 og við trúðum því að við værum að fara skora þriðja markið en þetta gengur ekki alltaf upp.“ „Við vissum að þetta yrði ekkert auðvelt. Þetta verður erfiðara núna en við höfum áður farið til Tyrklands og sótt í þrjú stig og viljum gera það aftur núna.“ Hafnfirðingurinn segir þó að möguleikinn á að komast á EM sé enn til staðar en næstu tveir leikir fara fram í næsta mánuði og riðillinn klárast svo í nóvember. „Það eru fjórir leikir eftir og tólf stig. Það er nóg eftir. Við getum misstigið okkur eins og öll hin liðin. Þetta er ekki búið fyrr en í nóvember svo ef við förum til Tyrklands og náum í þrjú stig er allt opið,“ sagði Gylfi.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Albanía - Ísland 4-2 | Eltingarleikur í Elbasan og allt önnur og erfiðari staða í baráttunni um sæti á EM Íslendingar náðu sér engan veginn á strik gegn Albönum og töpuðu 4-2. 10. september 2019 21:00 Twitter eftir leik: „Lykilmenn í ruglinu“ og mamma Birkis Más tjáir sig Íslenska landsliðið lá í valnum í kvöld er liðið tapaði 4-2 fyrir Albaníu á útivelli er liðin mættust í undankeppni EM 2020. 10. september 2019 20:50 Einkunnir eftir tapið í Albaníu: Hjörtur tvistaður Íslenska karlalandsliðinu var skellt niður á jörðina í Albaníu. 10. september 2019 20:52 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Umfjöllun: Albanía - Ísland 4-2 | Eltingarleikur í Elbasan og allt önnur og erfiðari staða í baráttunni um sæti á EM Íslendingar náðu sér engan veginn á strik gegn Albönum og töpuðu 4-2. 10. september 2019 21:00
Twitter eftir leik: „Lykilmenn í ruglinu“ og mamma Birkis Más tjáir sig Íslenska landsliðið lá í valnum í kvöld er liðið tapaði 4-2 fyrir Albaníu á útivelli er liðin mættust í undankeppni EM 2020. 10. september 2019 20:50
Einkunnir eftir tapið í Albaníu: Hjörtur tvistaður Íslenska karlalandsliðinu var skellt niður á jörðina í Albaníu. 10. september 2019 20:52