iPhone 11 er með tvær myndavélar á bakhliðinni en iPhone 11 Pro og Pro Max er með þrjár. Þar að auki hefur útliti símanna verið hönnun verið breytt.
Auk þess notast símarnir við A13 Bionic – örgjörva en forsvarsmenn Apple segja flöguna þá háþróuðustu í bransanum. Þar að auki eru flagan sögð lengja endingu hleðslu símanna. Rafhlaða iPhone Pro er sögð endast fjórum tímum lengur en hleðsla rafhlöðu iPhone XS.
11 Pro mun kosta 999 dali og 11 Pro Max mun kosta 1.099. Skjár Pro-símans er 5,8 tommur en Pro Max er 6,5.
iPhone 11 mun kosta 699 dali og verður hægt að fá hann í svörtum, grænum, gulum, fjólubláum, rauðum eða hvítum lit. Skjár símans er 6,1 tomma.
Hér má sjá kynningarmyndbönd fyrir iPhone 11 og 11 Pro.