Þriðji þjóðaröryggisráðgjafi Trump horfinn á braut Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2019 16:07 Bolton hefur verið einn helsti harðlínumaður í utanríkis- og varnarmálum Bandaríkjanna undanfarna áratugi. Hann varð ekki langlífur í starfi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa rekið John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa sinn, í gærkvöldi. Forsetinn tilkynnti um þetta í tísti í dag og sagðist þar hafa verið afar ósammála Bolton um margar tillögur hans. Bolton var þriðji þjóðaröryggisráðgjafi Trump en forsetinn segist ætla að tilnefna þann fjórða í næstu viku. Bolton þrætir fyrir lýsingu forsetans og segist hafa sagt af sér að eigin frumkvæði. „Ég upplýsti John Bolton í gærkvöldi um að þjónustu hans væri ekki lengur þarfnast í Hvíta húsinu. Ég var afar ósammála mörgum tillögum hans, eins og aðrir í ríkisstjórninni og þess vegna óskaði ég eftir afsögn Johns sem hann hann afhenti mér í morgun,“ tísti Trump. Bolton tók við starfinu í mars í fyrra eftir að Trump lét H.R. McMaster fara. Sjálfur gegndi McMaster starfinu aðeins í rúmt ár eða frá því að Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sagði af sér þegar í ljós kom að hann hafði logið um samskipti sín við rússneskan sendiherra.I informed John Bolton last night that his services are no longer needed at the White House. I disagreed strongly with many of his suggestions, as did others in the Administration, and therefore....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 10, 2019 Bolton tísti skömmu eftir að Trump greindi frá brottrekstrinum og virtist þar gefa nokkuð aðra mynd af hvernig starfslok hans bar að en forsetinn. „Ég bauðst til þess að segja af mér í gærkvöldi og Trump forseti sagði: „Tölum um það á morgun.““I offered to resign last night and President Trump said, "Let's talk about it tomorrow."— John Bolton (@AmbJohnBolton) September 10, 2019 Á Fox-sjónvarpsstöðinni lýsti Brian Kilmeade, þáttastjórnandi, smáskilaboðasamskiptum sínum við Bolton eftir að Trump tilkynnti um að hann hyrfi á braut. Bolton vildi halda því til haga að hann hefði sagt af sér. Robert Costa, blaðamaður Washington Post, lýsir sambærilegum samskiptum við Bolton. „Bolton sendiherra sendi mér smáskilaboð rétt í þessu: „Látum það vera skýrt, ég sagði af mér eftir að ég bauðst til þess í gærkvöldi“,“ tísti Costa.„Ég mun hafa mitt að segja þegar þar að kemur en ég hef gefið þér staðreyndirnar um afsögn mína. Það eina sem mér er hugað um er þjóðaröryggi Bandaríkjanna,“ sagði Bolton við Costa.Ambassador Bolton sends me a text message just now: “Let's be clear, I resigned, having offered to do so last night.”— Robert Costa (@costareports) September 10, 2019 New York Times setur brottrekstur Bolton í samhengi við tilraunir Trump til friðkaupa við tvo helstu óvini Bandaríkjanna, Norður-Kóreu og talibana í Afganistan. Bolton hefur verið nafntogaðasti harðlínumaðurinn í utanríkis- og varnarmálum í Bandaríkjunum um áratugaskeið, ekki síst gagnvart Norður-Kóreu og Íran. Trump hefur þrátt fyrir það haldið áfram að vingast við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og horft í gegnum fingur sér þegar Norður-Kóreumenn halda eldflaugatilraunum sínum áfram. Nú síðast hafði hann boðið fulltrúum talibana til friðarviðræðna á forsetabúgarðinn Camp David. Trump er talinn vilja fækka verulega í herliði Bandaríkjanna í Afganistan en Bolton var mótfallinn því að það gerðist í krafti samningaviðræðna við talibana.Fréttin verður uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30 Segja þjóðaröryggisráðgjafa Trump vera fáfróðan „stríðsbrjálæðing“ Yfirvöld Norður-Kóreu segja John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, vera fáfróðan „stríðsbrjálæðing“ og gallaðan mann. 27. maí 2019 12:16 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa rekið John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa sinn, í gærkvöldi. Forsetinn tilkynnti um þetta í tísti í dag og sagðist þar hafa verið afar ósammála Bolton um margar tillögur hans. Bolton var þriðji þjóðaröryggisráðgjafi Trump en forsetinn segist ætla að tilnefna þann fjórða í næstu viku. Bolton þrætir fyrir lýsingu forsetans og segist hafa sagt af sér að eigin frumkvæði. „Ég upplýsti John Bolton í gærkvöldi um að þjónustu hans væri ekki lengur þarfnast í Hvíta húsinu. Ég var afar ósammála mörgum tillögum hans, eins og aðrir í ríkisstjórninni og þess vegna óskaði ég eftir afsögn Johns sem hann hann afhenti mér í morgun,“ tísti Trump. Bolton tók við starfinu í mars í fyrra eftir að Trump lét H.R. McMaster fara. Sjálfur gegndi McMaster starfinu aðeins í rúmt ár eða frá því að Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sagði af sér þegar í ljós kom að hann hafði logið um samskipti sín við rússneskan sendiherra.I informed John Bolton last night that his services are no longer needed at the White House. I disagreed strongly with many of his suggestions, as did others in the Administration, and therefore....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 10, 2019 Bolton tísti skömmu eftir að Trump greindi frá brottrekstrinum og virtist þar gefa nokkuð aðra mynd af hvernig starfslok hans bar að en forsetinn. „Ég bauðst til þess að segja af mér í gærkvöldi og Trump forseti sagði: „Tölum um það á morgun.““I offered to resign last night and President Trump said, "Let's talk about it tomorrow."— John Bolton (@AmbJohnBolton) September 10, 2019 Á Fox-sjónvarpsstöðinni lýsti Brian Kilmeade, þáttastjórnandi, smáskilaboðasamskiptum sínum við Bolton eftir að Trump tilkynnti um að hann hyrfi á braut. Bolton vildi halda því til haga að hann hefði sagt af sér. Robert Costa, blaðamaður Washington Post, lýsir sambærilegum samskiptum við Bolton. „Bolton sendiherra sendi mér smáskilaboð rétt í þessu: „Látum það vera skýrt, ég sagði af mér eftir að ég bauðst til þess í gærkvöldi“,“ tísti Costa.„Ég mun hafa mitt að segja þegar þar að kemur en ég hef gefið þér staðreyndirnar um afsögn mína. Það eina sem mér er hugað um er þjóðaröryggi Bandaríkjanna,“ sagði Bolton við Costa.Ambassador Bolton sends me a text message just now: “Let's be clear, I resigned, having offered to do so last night.”— Robert Costa (@costareports) September 10, 2019 New York Times setur brottrekstur Bolton í samhengi við tilraunir Trump til friðkaupa við tvo helstu óvini Bandaríkjanna, Norður-Kóreu og talibana í Afganistan. Bolton hefur verið nafntogaðasti harðlínumaðurinn í utanríkis- og varnarmálum í Bandaríkjunum um áratugaskeið, ekki síst gagnvart Norður-Kóreu og Íran. Trump hefur þrátt fyrir það haldið áfram að vingast við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og horft í gegnum fingur sér þegar Norður-Kóreumenn halda eldflaugatilraunum sínum áfram. Nú síðast hafði hann boðið fulltrúum talibana til friðarviðræðna á forsetabúgarðinn Camp David. Trump er talinn vilja fækka verulega í herliði Bandaríkjanna í Afganistan en Bolton var mótfallinn því að það gerðist í krafti samningaviðræðna við talibana.Fréttin verður uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30 Segja þjóðaröryggisráðgjafa Trump vera fáfróðan „stríðsbrjálæðing“ Yfirvöld Norður-Kóreu segja John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, vera fáfróðan „stríðsbrjálæðing“ og gallaðan mann. 27. maí 2019 12:16 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30
Segja þjóðaröryggisráðgjafa Trump vera fáfróðan „stríðsbrjálæðing“ Yfirvöld Norður-Kóreu segja John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, vera fáfróðan „stríðsbrjálæðing“ og gallaðan mann. 27. maí 2019 12:16