Árneshreppur aldrei vinsælli hjá Íslendingum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. september 2019 11:20 Aldrei fleiri Íslendingar hafa sótt Árneshrepp heim og í ár að sögn oddvita sveitarfélagsins. Vísir7Stöð 2 Oddviti í einu minnsta byggðarlagi landsins segir ferðaþjónustuna á svæðinu blómstra þrátt fyrir ekki endilega jákvæða umfjöllun um svæðið á undanförum misserum. Tækifæri liggja í að efla ferðaþjónustuna með frekari afþreyingu á svæðinu. Árneshreppur hefur mikið verið til umfjöllunar í fjölmiðlum vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar en í aðdraganda síðustu sveitarstjórnakosninga skapaðist mikil umræða um fjölgun íbúa vegna lögheimilisflutninga til svæðisins. Sú umræða var ekki jákvæð og ekki hefur hún verið betri vegna deilu og kærumála vegna vegaframkvæmda og uppbyggingar fyrirhugaðrar virkjunar. Oddviti hreppsins og eigandi Hótel Djúpuvíkur, segir Íslendinga aldrei hafa sýnt svæðinu eins mikinn áhuga. „Til dæmis í fyrra, það var nú kosninga árið okkar og mikið talað um Árneshrepp þá í aðdraganda kosninga og eftir þær, og við fengum meira að Íslendingum þá hérna inn í sveitina en nokkurn tímann áður. Það er eiginlega sama sagan núna. Íslendingum hefur fjölgað frá því í fyrra, þannig að við erum mjög sátt,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti í Árneshreppi og eigandi Hótel Djúpavíkur.Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti í Árneshreppi.Vísir/Stöð 2Stundum stútfullt í sumar Hjá hótel Djúpavík eru fjórtán herbergi en þrír aðilar að auki bjóða upp á gistingu og þá hefur verið boðið uppá svefnpokagistingu í skólanum. „Þetta hefur stundum bara verið stútfullt í sumar,“ segir Eva. Eva segir að tækifæri liggi í ferðaþjónustunni á svæðinu. „Við þurfum bara aðeins að setja niður fyrir okkur hvað okkur finnst vanta. Það vantar aðeins afþreyingu,“ segir Eva. Eva segir að reynt sé að koma upp ákveðnum venjum og hefðum til framtíðar litið. Gróflega reiknað segir hún að á bilinu fjögur til fimmþúsund manns hafi komið í hreppinn í sumar.Vegurinn um Veiðileysu hefur jafnan þótt erfiður yfirferðar.Vísir/Stöð 2Vona að mokað verði oftar í vetur Nú styttist í veturinn, það er að detta í september, haustið nálgast. Hvernig sjáið þið fyrir ykkur veturinn? Haldið þið að þið verðið innilokuð þegar það fer að snjóa? „Það hefur nú verið svoleiðis áratugum saman, en við erum alltaf svo bjartsýn, að minnsta kosti ég. Ég ætla að reyna að fá eitthvað rýmri mokstursreglur fyrir veturinn heldur en verið hefur, ég er alveg ákveðin í því. Ertu búin að ræða það við ráðherra? Nei ekki ennþá, en hann var nú hérna í sumar samgönguráðherra og hann var að tala um svona hluti eru framundan og vonandi verður það fljótlega. Til dæmis Veiðileysuhálsinn sem að við erum búin að vera berjast við í að minnsta kosti þrjátíu ár,“ segir Eva. Árneshreppur Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Gerir ráð fyrir að uppbygging vegar í Árneshreppi ljúki ekki í haust Uppbygging vegarins um Ingólfs- og Ófeigsfjörð er í fullum gangi. Barna- og félagsmálaráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins skoðuðu aðstæður á dögunum. 2. september 2019 21:00 Slökkva á vélunum og kalla til lögreglu ef þess þarf Birna Lárusdóttir, talsmaður Vesturverks, segist ekki reikna með neinum átökum við landeigendur í Seljanesi og að fyrirtækið muni vitaskuld forðast allt slíkt. 14. ágúst 2019 06:00 Fólkið í Árneshreppi sagt með eindæmum þrjóskt og þrautseigt Svartsýni ríkir í Árneshreppi um framtíð heilsársbúsetu en í fyrsta sinn í 89 ár er ekkert skólahald þar í vetur. Íbúarnir tóku sig þó til fyrir helgi og stofnuðu verslunarfélag. 4. febrúar 2019 21:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Oddviti í einu minnsta byggðarlagi landsins segir ferðaþjónustuna á svæðinu blómstra þrátt fyrir ekki endilega jákvæða umfjöllun um svæðið á undanförum misserum. Tækifæri liggja í að efla ferðaþjónustuna með frekari afþreyingu á svæðinu. Árneshreppur hefur mikið verið til umfjöllunar í fjölmiðlum vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar en í aðdraganda síðustu sveitarstjórnakosninga skapaðist mikil umræða um fjölgun íbúa vegna lögheimilisflutninga til svæðisins. Sú umræða var ekki jákvæð og ekki hefur hún verið betri vegna deilu og kærumála vegna vegaframkvæmda og uppbyggingar fyrirhugaðrar virkjunar. Oddviti hreppsins og eigandi Hótel Djúpuvíkur, segir Íslendinga aldrei hafa sýnt svæðinu eins mikinn áhuga. „Til dæmis í fyrra, það var nú kosninga árið okkar og mikið talað um Árneshrepp þá í aðdraganda kosninga og eftir þær, og við fengum meira að Íslendingum þá hérna inn í sveitina en nokkurn tímann áður. Það er eiginlega sama sagan núna. Íslendingum hefur fjölgað frá því í fyrra, þannig að við erum mjög sátt,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti í Árneshreppi og eigandi Hótel Djúpavíkur.Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti í Árneshreppi.Vísir/Stöð 2Stundum stútfullt í sumar Hjá hótel Djúpavík eru fjórtán herbergi en þrír aðilar að auki bjóða upp á gistingu og þá hefur verið boðið uppá svefnpokagistingu í skólanum. „Þetta hefur stundum bara verið stútfullt í sumar,“ segir Eva. Eva segir að tækifæri liggi í ferðaþjónustunni á svæðinu. „Við þurfum bara aðeins að setja niður fyrir okkur hvað okkur finnst vanta. Það vantar aðeins afþreyingu,“ segir Eva. Eva segir að reynt sé að koma upp ákveðnum venjum og hefðum til framtíðar litið. Gróflega reiknað segir hún að á bilinu fjögur til fimmþúsund manns hafi komið í hreppinn í sumar.Vegurinn um Veiðileysu hefur jafnan þótt erfiður yfirferðar.Vísir/Stöð 2Vona að mokað verði oftar í vetur Nú styttist í veturinn, það er að detta í september, haustið nálgast. Hvernig sjáið þið fyrir ykkur veturinn? Haldið þið að þið verðið innilokuð þegar það fer að snjóa? „Það hefur nú verið svoleiðis áratugum saman, en við erum alltaf svo bjartsýn, að minnsta kosti ég. Ég ætla að reyna að fá eitthvað rýmri mokstursreglur fyrir veturinn heldur en verið hefur, ég er alveg ákveðin í því. Ertu búin að ræða það við ráðherra? Nei ekki ennþá, en hann var nú hérna í sumar samgönguráðherra og hann var að tala um svona hluti eru framundan og vonandi verður það fljótlega. Til dæmis Veiðileysuhálsinn sem að við erum búin að vera berjast við í að minnsta kosti þrjátíu ár,“ segir Eva.
Árneshreppur Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Gerir ráð fyrir að uppbygging vegar í Árneshreppi ljúki ekki í haust Uppbygging vegarins um Ingólfs- og Ófeigsfjörð er í fullum gangi. Barna- og félagsmálaráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins skoðuðu aðstæður á dögunum. 2. september 2019 21:00 Slökkva á vélunum og kalla til lögreglu ef þess þarf Birna Lárusdóttir, talsmaður Vesturverks, segist ekki reikna með neinum átökum við landeigendur í Seljanesi og að fyrirtækið muni vitaskuld forðast allt slíkt. 14. ágúst 2019 06:00 Fólkið í Árneshreppi sagt með eindæmum þrjóskt og þrautseigt Svartsýni ríkir í Árneshreppi um framtíð heilsársbúsetu en í fyrsta sinn í 89 ár er ekkert skólahald þar í vetur. Íbúarnir tóku sig þó til fyrir helgi og stofnuðu verslunarfélag. 4. febrúar 2019 21:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Gerir ráð fyrir að uppbygging vegar í Árneshreppi ljúki ekki í haust Uppbygging vegarins um Ingólfs- og Ófeigsfjörð er í fullum gangi. Barna- og félagsmálaráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins skoðuðu aðstæður á dögunum. 2. september 2019 21:00
Slökkva á vélunum og kalla til lögreglu ef þess þarf Birna Lárusdóttir, talsmaður Vesturverks, segist ekki reikna með neinum átökum við landeigendur í Seljanesi og að fyrirtækið muni vitaskuld forðast allt slíkt. 14. ágúst 2019 06:00
Fólkið í Árneshreppi sagt með eindæmum þrjóskt og þrautseigt Svartsýni ríkir í Árneshreppi um framtíð heilsársbúsetu en í fyrsta sinn í 89 ár er ekkert skólahald þar í vetur. Íbúarnir tóku sig þó til fyrir helgi og stofnuðu verslunarfélag. 4. febrúar 2019 21:00