Áunnið traust Sighvatur Arnmundsson skrifar 10. september 2019 07:00 Illa hefur gengið að endurheimta traust á stjórnmálum og Alþingi á þeim tæpu ellefu árum sem liðin eru frá hruninu. Þetta ætti að vera alþingismönnum ofarlega í huga í dag þegar þeir koma til setningar 150. löggjafarþingsins. Samkvæmt könnun Gallup sem gerð var í febrúar síðastliðnum bera aðeins rúm 18 prósent mikið traust til Alþingis. Á árunum fyrir hrun var traustið yfirleitt í kringum 40 prósent en féll að vísu niður í 29 prósent árið 2007. Svo virtist sem hlutirnir væru á réttri leið og var traustið komið á sama stað og 2007 í mælingu síðasta árs. Klaustursmálið og eftirmálar þess gerðu hins vegar út um þær vonir að hlutirnir væru að þróast í rétta átt. Því þingi sem lauk formlega í byrjun síðustu viku verður minnst fyrir umræður um þriðja orkupakkann. Alls var rætt um málið í þingsal í rúmar 147 klukkustundir, en það eru tæp 17 prósent alls ræðutíma þingsins, og ekkert mál í allri þingsögunni hefur verið rætt lengur. Ekki skal gert lítið úr mikilvægi málsins en það er samt í engu samræmi við allan þann tíma sem fór í umræðurnar. Staðan var þannig um tíma að Alþingi var í raun óstarfhæft og lét þingforseti meðal annars þau orð falla að völdum hafi verið rænt af Miðflokksmönnum. Ef takast á að endurvekja traust almennings á Alþingi sem stofnun væri ekki úr vegi að dusta rykið af rúmlega sex ára gamalli skýrslu sem þingið lét Félagsvísindastofnun gera. Þar var rýnt í ástæður lítils trausts til Alþingis. Helstu niðurstöðurnar fyrir vantraustinu reyndust vera samskiptamáti og framkoma þingmanna, vinnulag á þingi og ómálefnaleg umræða. Þessu er öllu hægt að breyta ef vilji er fyrir hendi en því miður hefur lítið áunnist á þeim árum sem liðin eru. Málþóf eru enn alltof tíð, virðing fyrir pólitískum andstæðingum er oft á tíðum lítil sem engin og það heyrir til algerra undantekninga að þingmenn taki ábyrgð á mistökum sínum eða viðurkenni þau. Þá þarf orðræðan, sem einkennist oft af miklum gífuryrðum, að breytast. Það er hættulegt til lengri tíma í lýðræðisríki að almenningur treysti ekki grunnstofnunum lýðræðisins. Alþingi fer ekki bara með löggjafar- og fjárveitingarvaldið heldur gegnir einnig mikilvægu eftirlitshlutverki gagnvart framkvæmdarvaldinu. Á Íslandi hefur verið þingræði frá árinu 1904 en það grundvallast á þeirri reglu að ríkisstjórn sitji í skjóli meirihluta þings. Veruleikinn er hins vegar sá að þingið stendur veikt gagnvart þeirri ríkisstjórn sem situr á hverjum tíma. Það er þess vegna jákvætt skref að í fjárlagafrumvarpinu sé gert ráð fyrir bættri aðstoð við þingmenn og þingflokka sem og eflingu sérfræðiaðstoðar við þingnefndir. Þingmenn vita það jafn vel og aðrir að traust er áunnið. Traust á Alþingi verður ekki aukið á einum degi heldur þurfa þingmenn að sýna vilja í verki til lengri tíma. Einhvers staðar þarf að hefja þá vegferð. Dagurinn í dag er tilvalinn til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sighvatur Arnmundsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Illa hefur gengið að endurheimta traust á stjórnmálum og Alþingi á þeim tæpu ellefu árum sem liðin eru frá hruninu. Þetta ætti að vera alþingismönnum ofarlega í huga í dag þegar þeir koma til setningar 150. löggjafarþingsins. Samkvæmt könnun Gallup sem gerð var í febrúar síðastliðnum bera aðeins rúm 18 prósent mikið traust til Alþingis. Á árunum fyrir hrun var traustið yfirleitt í kringum 40 prósent en féll að vísu niður í 29 prósent árið 2007. Svo virtist sem hlutirnir væru á réttri leið og var traustið komið á sama stað og 2007 í mælingu síðasta árs. Klaustursmálið og eftirmálar þess gerðu hins vegar út um þær vonir að hlutirnir væru að þróast í rétta átt. Því þingi sem lauk formlega í byrjun síðustu viku verður minnst fyrir umræður um þriðja orkupakkann. Alls var rætt um málið í þingsal í rúmar 147 klukkustundir, en það eru tæp 17 prósent alls ræðutíma þingsins, og ekkert mál í allri þingsögunni hefur verið rætt lengur. Ekki skal gert lítið úr mikilvægi málsins en það er samt í engu samræmi við allan þann tíma sem fór í umræðurnar. Staðan var þannig um tíma að Alþingi var í raun óstarfhæft og lét þingforseti meðal annars þau orð falla að völdum hafi verið rænt af Miðflokksmönnum. Ef takast á að endurvekja traust almennings á Alþingi sem stofnun væri ekki úr vegi að dusta rykið af rúmlega sex ára gamalli skýrslu sem þingið lét Félagsvísindastofnun gera. Þar var rýnt í ástæður lítils trausts til Alþingis. Helstu niðurstöðurnar fyrir vantraustinu reyndust vera samskiptamáti og framkoma þingmanna, vinnulag á þingi og ómálefnaleg umræða. Þessu er öllu hægt að breyta ef vilji er fyrir hendi en því miður hefur lítið áunnist á þeim árum sem liðin eru. Málþóf eru enn alltof tíð, virðing fyrir pólitískum andstæðingum er oft á tíðum lítil sem engin og það heyrir til algerra undantekninga að þingmenn taki ábyrgð á mistökum sínum eða viðurkenni þau. Þá þarf orðræðan, sem einkennist oft af miklum gífuryrðum, að breytast. Það er hættulegt til lengri tíma í lýðræðisríki að almenningur treysti ekki grunnstofnunum lýðræðisins. Alþingi fer ekki bara með löggjafar- og fjárveitingarvaldið heldur gegnir einnig mikilvægu eftirlitshlutverki gagnvart framkvæmdarvaldinu. Á Íslandi hefur verið þingræði frá árinu 1904 en það grundvallast á þeirri reglu að ríkisstjórn sitji í skjóli meirihluta þings. Veruleikinn er hins vegar sá að þingið stendur veikt gagnvart þeirri ríkisstjórn sem situr á hverjum tíma. Það er þess vegna jákvætt skref að í fjárlagafrumvarpinu sé gert ráð fyrir bættri aðstoð við þingmenn og þingflokka sem og eflingu sérfræðiaðstoðar við þingnefndir. Þingmenn vita það jafn vel og aðrir að traust er áunnið. Traust á Alþingi verður ekki aukið á einum degi heldur þurfa þingmenn að sýna vilja í verki til lengri tíma. Einhvers staðar þarf að hefja þá vegferð. Dagurinn í dag er tilvalinn til þess.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun