Fordæmalaus fjölgun á íbúum í Árborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. september 2019 19:30 Íbúum í Sveitarfélaginu Árborg hefur fjölgað um eitt þúsund manns á síðustu tólf mánuðum, langmest á Selfossi. Bæjarstjórinn segir fjölgunina fordæmalausa og reiknar með enn frekari fjölgun íbúa næstu árin. Rótgrónir Selfyssingar þekkja sig varla í bænum í öllu nýju hverfunum, hvað þá brottfluttir Selfyssingar sem koma í heimsókn, þá rekur í rogastans að sjá hvernig nýju hverfin hafa byggst upp nánast á ljóshraða. „Að meðaltali er okkur að fjölga núna um 6 prósent á ári en vegna skorts á framboði á skipulögðum lóðum þá kanna það að falla niður í 4 til 5 prósent á næsta ári en eftir það er ég ansi hræddur um að fjölgunin verði gott betur og miklu nær 10 prósentum“, segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Gísli segir að þessi mikla fjölgun íbúa hafi komið aftan að bæjaryfirvöldum, fjölgun um 20% íbúa á síðustu þremur árum hafi verið fjölgun, sem engin átti von á. Nú eru íbúar í Árborg orðnir um 10 þúsund. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En er þetta ekki fordæmalaus fjölgun? „Jú, hún er í sjálfum sér fordæmalaus en engu að síður er það þannig að frá stríðslokum þá hefur íbúum fjölgað hér á Selfossi um sirka 3 til 3,5% á ári, allan þennan tíma, þannig að vöxturinn hefur allan þennan tím, eða frá 1940 verið gífurlegur.“ Vignir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Höfuðstöðvar Suðurlands, sem er sjálfseignarstofnun á svæðinu.Þrátt fyrir þessar miklu fjölgun íbúa þá er hafið sérstakt kynningarátak sem gengur út á vekja athygli á Selfossi, sem góðum búsetukosti og öflugum bæ. Sveitarfélagið og fyrirtæki á staðnum standa að átakinu, sem kostar 35 milljónir króna. „Það er margt um að vera, það eru nýjar lóðir, nýjar fasteignir og nýr miðbær. Það var talin þörf á því að fara í svona markaðsátak þar sem við erum að reyna að sýna Selfoss í nýju ljósi og gefa bænum nýja ásýnd þar sem við leggjum áherslu á það sem skapar honum sérstöðu“, segir Vignir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Höfuðstöðvar Suðurlands, sem er sjálfseignarstofnun, sen var búin til vegna markaðsátaksins. Kynningarefni markaðsátaksins Árborg Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Íbúum í Sveitarfélaginu Árborg hefur fjölgað um eitt þúsund manns á síðustu tólf mánuðum, langmest á Selfossi. Bæjarstjórinn segir fjölgunina fordæmalausa og reiknar með enn frekari fjölgun íbúa næstu árin. Rótgrónir Selfyssingar þekkja sig varla í bænum í öllu nýju hverfunum, hvað þá brottfluttir Selfyssingar sem koma í heimsókn, þá rekur í rogastans að sjá hvernig nýju hverfin hafa byggst upp nánast á ljóshraða. „Að meðaltali er okkur að fjölga núna um 6 prósent á ári en vegna skorts á framboði á skipulögðum lóðum þá kanna það að falla niður í 4 til 5 prósent á næsta ári en eftir það er ég ansi hræddur um að fjölgunin verði gott betur og miklu nær 10 prósentum“, segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Gísli segir að þessi mikla fjölgun íbúa hafi komið aftan að bæjaryfirvöldum, fjölgun um 20% íbúa á síðustu þremur árum hafi verið fjölgun, sem engin átti von á. Nú eru íbúar í Árborg orðnir um 10 þúsund. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En er þetta ekki fordæmalaus fjölgun? „Jú, hún er í sjálfum sér fordæmalaus en engu að síður er það þannig að frá stríðslokum þá hefur íbúum fjölgað hér á Selfossi um sirka 3 til 3,5% á ári, allan þennan tíma, þannig að vöxturinn hefur allan þennan tím, eða frá 1940 verið gífurlegur.“ Vignir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Höfuðstöðvar Suðurlands, sem er sjálfseignarstofnun á svæðinu.Þrátt fyrir þessar miklu fjölgun íbúa þá er hafið sérstakt kynningarátak sem gengur út á vekja athygli á Selfossi, sem góðum búsetukosti og öflugum bæ. Sveitarfélagið og fyrirtæki á staðnum standa að átakinu, sem kostar 35 milljónir króna. „Það er margt um að vera, það eru nýjar lóðir, nýjar fasteignir og nýr miðbær. Það var talin þörf á því að fara í svona markaðsátak þar sem við erum að reyna að sýna Selfoss í nýju ljósi og gefa bænum nýja ásýnd þar sem við leggjum áherslu á það sem skapar honum sérstöðu“, segir Vignir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Höfuðstöðvar Suðurlands, sem er sjálfseignarstofnun, sen var búin til vegna markaðsátaksins. Kynningarefni markaðsátaksins
Árborg Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira