Lýsir eftirmálum nauðgunar í áhrifamikilli stuttmynd Sylvía Hall skrifar 28. september 2019 15:34 Chanel Miller steig nýlega fram undir nafni eftir að hafa verið nafnlaus í máli sem vakti heimsathygli. Skjáskot Chanel Miller, fórnarlamb nauðgarans Brock Turner, segir frá reynslu sinni af kynferðisofbeldi í nýrri stuttmynd sem hún gaf út nú á dögunum. Myndin heitir I Am With You og er skreytt með teikningum Miller þar sem hún fer yfir afleiðingar nauðgunar. Miller steig nýlega fram undir nafni en áður hafði hún verið þekkt sem Emily Doe, fórnarlamb Brock Turners. Turner nauðgaði Miller á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í Kaliforníu í janúar 2015 þegar hún var meðvitundarlaus.Sjá einnig: Fórnarlamb nauðgarans Brocks Turners stígur fram undir nafni í fyrsta skipti Málið vakti heimsathygli fyrir þær sakir að hann var dæmdur í sex mánaða fangelsi og afplánaði aðeins helming dómsins. Saksóknari fór fram á sex ára fangelsi yfir Turner en hámarksrefsing fyrir glæpinn er 14 ára fangelsi. Aaron Persky, dómarinn í málinu, taldi hins vegar viðeigandi að dæma Turner í aðeins sex mánaða fangelsi, þar af þrjá skilorðsbundna. Persky bar því fyrir sig að þyngri dómur hefði alvarlegar afleiðingar fyrir Turner.Brock Turner. Mál hans vakti mikla reiði í Bandaríkjunum, og um heim allan, eftir að dómur yfir honum var kveðinn upp árið 2016.Vísir/GettyLýsir átakanlegum réttarhöldum Í stuttmyndinni fer Miller yfir eftirmála nauðgunarinnar. Hún lýsir því hvernig hún þorði varla út úr húsi og skömmin hafi elt hana hvert sem hún fór. Hún hafi ekki þorað að tala um árásina vegna ótta um að hún yrði að eilífu dæmd út frá því sem gerðist. „Í dómsal notaði dómari orð eins og: „vægt, ekki jafn alvarlegt“ til þess að lýsa glæpnum. Ég man eftir réttarhöldunum þegar verjandinn stóð fyrir framan kviðdóminn og sagði: „Chanel veit hvernig þú verður meðvitundarlaus. Þú drekkur mikið áfengi, og það var það sem hún gerði þetta kvöld – og mörg önnur kvöld til að vera hreinskilinn“,“ segir Miller í stuttmyndinni. Hún sagðist hafa skrifað tólf blaðsíðna vitnisburð sem hún las upp í dómsal og horfðist í augu við árásarmann sinn. Hún segir dómarann ekki hafa hlustað. Það var ekki fyrr en hún birti vitnisburðinn opinberlega að hún fór að finna fyrir alvöru stuðningi. Hún vilji því reyna að berjast gegn þeirri skömm sem fórnarlömb kynferðisbrota finna fyrir og biðlar til fólks að sýna stuðning. „Láttu heyra í þér þegar þau reyna að þagga niður í þér. Stattu upp þegar þau reyna að halda aftur af þér. Enginn fær að skilgreina þig, þú færð að gera það.“ Hér að neðan má sjá stuttmyndina í fullri lengd. Bandaríkin Tengdar fréttir Stanford-nauðgarinn áfrýjar: „Það sem gerðist er ekki glæpur“ Brock Turner sat þrjá mánuði í fangelsi fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar árið 2015. 2. desember 2017 21:26 Ætlaði ekki að nauðga konunni heldur stunda með henni „utanklæðakynlíf“ Lögmenn Brock Turners, sem kallaður hefur verið Stanford-nauðgarinn, áfrýjuðu dómnum yfir honum seint á síðasta ári. Við réttarhöld í Kaliforníu í gær fór lögmaður hans fram á að dómnum yrði snúið við. 25. júlí 2018 23:15 Sakar Stanford-háskóla um að hafa ítrekað hunsað kvartanir kvenna um kynferðisbrot Stanford-háskóli í Bandaríkjunum hunsaði kvartanir um kynferðisbrot, vísaði frá einstaklingum sem settu fram ásakanir um kynferðisbrot og refsaði ekki nemanda sem þekktur var fyrir að brjóta gegn konum. 8. desember 2016 14:26 Stanford-nauðgunin: Nauðgarinn hló að Svíunum tveim sem komu að honum þar sem hann lá ofan á rænulausri konunni Gögn úr réttarhöldum yfir Brock Turner, sem fyrr á árinu var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga rænulausri skólasystur sinni á bakvið ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, sýna að hann hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á konunni. 26. ágúst 2016 23:42 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Chanel Miller, fórnarlamb nauðgarans Brock Turner, segir frá reynslu sinni af kynferðisofbeldi í nýrri stuttmynd sem hún gaf út nú á dögunum. Myndin heitir I Am With You og er skreytt með teikningum Miller þar sem hún fer yfir afleiðingar nauðgunar. Miller steig nýlega fram undir nafni en áður hafði hún verið þekkt sem Emily Doe, fórnarlamb Brock Turners. Turner nauðgaði Miller á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í Kaliforníu í janúar 2015 þegar hún var meðvitundarlaus.Sjá einnig: Fórnarlamb nauðgarans Brocks Turners stígur fram undir nafni í fyrsta skipti Málið vakti heimsathygli fyrir þær sakir að hann var dæmdur í sex mánaða fangelsi og afplánaði aðeins helming dómsins. Saksóknari fór fram á sex ára fangelsi yfir Turner en hámarksrefsing fyrir glæpinn er 14 ára fangelsi. Aaron Persky, dómarinn í málinu, taldi hins vegar viðeigandi að dæma Turner í aðeins sex mánaða fangelsi, þar af þrjá skilorðsbundna. Persky bar því fyrir sig að þyngri dómur hefði alvarlegar afleiðingar fyrir Turner.Brock Turner. Mál hans vakti mikla reiði í Bandaríkjunum, og um heim allan, eftir að dómur yfir honum var kveðinn upp árið 2016.Vísir/GettyLýsir átakanlegum réttarhöldum Í stuttmyndinni fer Miller yfir eftirmála nauðgunarinnar. Hún lýsir því hvernig hún þorði varla út úr húsi og skömmin hafi elt hana hvert sem hún fór. Hún hafi ekki þorað að tala um árásina vegna ótta um að hún yrði að eilífu dæmd út frá því sem gerðist. „Í dómsal notaði dómari orð eins og: „vægt, ekki jafn alvarlegt“ til þess að lýsa glæpnum. Ég man eftir réttarhöldunum þegar verjandinn stóð fyrir framan kviðdóminn og sagði: „Chanel veit hvernig þú verður meðvitundarlaus. Þú drekkur mikið áfengi, og það var það sem hún gerði þetta kvöld – og mörg önnur kvöld til að vera hreinskilinn“,“ segir Miller í stuttmyndinni. Hún sagðist hafa skrifað tólf blaðsíðna vitnisburð sem hún las upp í dómsal og horfðist í augu við árásarmann sinn. Hún segir dómarann ekki hafa hlustað. Það var ekki fyrr en hún birti vitnisburðinn opinberlega að hún fór að finna fyrir alvöru stuðningi. Hún vilji því reyna að berjast gegn þeirri skömm sem fórnarlömb kynferðisbrota finna fyrir og biðlar til fólks að sýna stuðning. „Láttu heyra í þér þegar þau reyna að þagga niður í þér. Stattu upp þegar þau reyna að halda aftur af þér. Enginn fær að skilgreina þig, þú færð að gera það.“ Hér að neðan má sjá stuttmyndina í fullri lengd.
Bandaríkin Tengdar fréttir Stanford-nauðgarinn áfrýjar: „Það sem gerðist er ekki glæpur“ Brock Turner sat þrjá mánuði í fangelsi fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar árið 2015. 2. desember 2017 21:26 Ætlaði ekki að nauðga konunni heldur stunda með henni „utanklæðakynlíf“ Lögmenn Brock Turners, sem kallaður hefur verið Stanford-nauðgarinn, áfrýjuðu dómnum yfir honum seint á síðasta ári. Við réttarhöld í Kaliforníu í gær fór lögmaður hans fram á að dómnum yrði snúið við. 25. júlí 2018 23:15 Sakar Stanford-háskóla um að hafa ítrekað hunsað kvartanir kvenna um kynferðisbrot Stanford-háskóli í Bandaríkjunum hunsaði kvartanir um kynferðisbrot, vísaði frá einstaklingum sem settu fram ásakanir um kynferðisbrot og refsaði ekki nemanda sem þekktur var fyrir að brjóta gegn konum. 8. desember 2016 14:26 Stanford-nauðgunin: Nauðgarinn hló að Svíunum tveim sem komu að honum þar sem hann lá ofan á rænulausri konunni Gögn úr réttarhöldum yfir Brock Turner, sem fyrr á árinu var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga rænulausri skólasystur sinni á bakvið ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, sýna að hann hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á konunni. 26. ágúst 2016 23:42 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Stanford-nauðgarinn áfrýjar: „Það sem gerðist er ekki glæpur“ Brock Turner sat þrjá mánuði í fangelsi fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar árið 2015. 2. desember 2017 21:26
Ætlaði ekki að nauðga konunni heldur stunda með henni „utanklæðakynlíf“ Lögmenn Brock Turners, sem kallaður hefur verið Stanford-nauðgarinn, áfrýjuðu dómnum yfir honum seint á síðasta ári. Við réttarhöld í Kaliforníu í gær fór lögmaður hans fram á að dómnum yrði snúið við. 25. júlí 2018 23:15
Sakar Stanford-háskóla um að hafa ítrekað hunsað kvartanir kvenna um kynferðisbrot Stanford-háskóli í Bandaríkjunum hunsaði kvartanir um kynferðisbrot, vísaði frá einstaklingum sem settu fram ásakanir um kynferðisbrot og refsaði ekki nemanda sem þekktur var fyrir að brjóta gegn konum. 8. desember 2016 14:26
Stanford-nauðgunin: Nauðgarinn hló að Svíunum tveim sem komu að honum þar sem hann lá ofan á rænulausri konunni Gögn úr réttarhöldum yfir Brock Turner, sem fyrr á árinu var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga rænulausri skólasystur sinni á bakvið ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, sýna að hann hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á konunni. 26. ágúst 2016 23:42