Kunni að flokka rusl við lausn úr fangelsi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. september 2019 08:44 Halldór segir að fangelsið glími við sömu úrgangsvandamál og sjúkrahús. Fréttablaðið/Stefán Rétt eins og margar aðrar opinberar stofnanir erum við að skoða hvaða skref við getum tekið,“ segir Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður Litla-Hrauns. „Við hugsum þetta bæði út frá okkur sjálfum og vinnu fanga.“ Litla-Hraun er stærsti vinnustaðurinn á Eyrarbakka. Þar starfa 60 manns og fangar geta verið allt að 87. Halldór segir að ýmis atvinnutækifæri fyrir fanga felist í endurvinnsluverkefnum og þegar séu nokkur slík í gangi. Til dæmis starfa fangar við flokkun á málmum fyrir Íslenska gámafélagið og laga stikur fyrir Vegagerðina. Með þessum hætti skilar Litla-Hraun, sem vinnustaður, ábata í umhverfismálum fyrir samfélagið allt. Halldór segir að verkefninu fylgi áskoranir. „Hérna inni er mikið af mönnum sem eru misvel þjálfaðir í að flokka rusl. Rétt eins og sjúkrahúsin sitjum við uppi með sóttmengaðan úrgang. Við þurfum að gæta ítrasta hreinlætis og notum mikið af plasti og einnota hlutum. Það getur verið flókið að samþætta þetta við umhverfissjónarmið,“ segir hann. Í dag fer fram kvikmyndahátíðin Brim, þar sem umhverfismál og sérstaklega plastnotkun er meginumfjöllunarefnið. Halldór mun flytja erindi á hátíðinni um umhverfismál og fangelsi. „Við höfum ekki enn tekið stór skref í endurvinnslu í okkar daglega lífi. Með þátttökunni erum við að setja þrýsting á okkur sjálf að taka stærri skref,“ segir Halldór. „Það er hröð þróun í endurvinnsluhugsun í öllu samfélaginu og við berum kannski töluverða ábyrgð á okkar skjólstæðingum, að þeir kunni að henda rusli þegar þeir koma út.“ Guðmundur Ármann Pétursson hratt kvikmyndahátíðinni af stað. „Við erum ekki með neitt kvikmyndahús þannig að við sýnum hér og þar um allt þorpið. Þetta er orðið eins konar samfélagsverkefni,“ segir hann. Þrjár erlendar heimildamyndir verða sýndar, Bag It, A Plastic Ocean og Albatross, og einnig mun unglingastig Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri sýna eigin stuttmynd um plastmengun. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra opnar hátíðina og auk Halldórs verða fleiri fyrirlesarar. Þá mun sveitarfélagið Árborg standa að strandhreinsunardeginum í samstarfi við björgunarsveitina Björg. Aðgangur á alla viðburði er ókeypis. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Umhverfismál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Rétt eins og margar aðrar opinberar stofnanir erum við að skoða hvaða skref við getum tekið,“ segir Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður Litla-Hrauns. „Við hugsum þetta bæði út frá okkur sjálfum og vinnu fanga.“ Litla-Hraun er stærsti vinnustaðurinn á Eyrarbakka. Þar starfa 60 manns og fangar geta verið allt að 87. Halldór segir að ýmis atvinnutækifæri fyrir fanga felist í endurvinnsluverkefnum og þegar séu nokkur slík í gangi. Til dæmis starfa fangar við flokkun á málmum fyrir Íslenska gámafélagið og laga stikur fyrir Vegagerðina. Með þessum hætti skilar Litla-Hraun, sem vinnustaður, ábata í umhverfismálum fyrir samfélagið allt. Halldór segir að verkefninu fylgi áskoranir. „Hérna inni er mikið af mönnum sem eru misvel þjálfaðir í að flokka rusl. Rétt eins og sjúkrahúsin sitjum við uppi með sóttmengaðan úrgang. Við þurfum að gæta ítrasta hreinlætis og notum mikið af plasti og einnota hlutum. Það getur verið flókið að samþætta þetta við umhverfissjónarmið,“ segir hann. Í dag fer fram kvikmyndahátíðin Brim, þar sem umhverfismál og sérstaklega plastnotkun er meginumfjöllunarefnið. Halldór mun flytja erindi á hátíðinni um umhverfismál og fangelsi. „Við höfum ekki enn tekið stór skref í endurvinnslu í okkar daglega lífi. Með þátttökunni erum við að setja þrýsting á okkur sjálf að taka stærri skref,“ segir Halldór. „Það er hröð þróun í endurvinnsluhugsun í öllu samfélaginu og við berum kannski töluverða ábyrgð á okkar skjólstæðingum, að þeir kunni að henda rusli þegar þeir koma út.“ Guðmundur Ármann Pétursson hratt kvikmyndahátíðinni af stað. „Við erum ekki með neitt kvikmyndahús þannig að við sýnum hér og þar um allt þorpið. Þetta er orðið eins konar samfélagsverkefni,“ segir hann. Þrjár erlendar heimildamyndir verða sýndar, Bag It, A Plastic Ocean og Albatross, og einnig mun unglingastig Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri sýna eigin stuttmynd um plastmengun. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra opnar hátíðina og auk Halldórs verða fleiri fyrirlesarar. Þá mun sveitarfélagið Árborg standa að strandhreinsunardeginum í samstarfi við björgunarsveitina Björg. Aðgangur á alla viðburði er ókeypis.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Umhverfismál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira