Kunni að flokka rusl við lausn úr fangelsi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. september 2019 08:44 Halldór segir að fangelsið glími við sömu úrgangsvandamál og sjúkrahús. Fréttablaðið/Stefán Rétt eins og margar aðrar opinberar stofnanir erum við að skoða hvaða skref við getum tekið,“ segir Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður Litla-Hrauns. „Við hugsum þetta bæði út frá okkur sjálfum og vinnu fanga.“ Litla-Hraun er stærsti vinnustaðurinn á Eyrarbakka. Þar starfa 60 manns og fangar geta verið allt að 87. Halldór segir að ýmis atvinnutækifæri fyrir fanga felist í endurvinnsluverkefnum og þegar séu nokkur slík í gangi. Til dæmis starfa fangar við flokkun á málmum fyrir Íslenska gámafélagið og laga stikur fyrir Vegagerðina. Með þessum hætti skilar Litla-Hraun, sem vinnustaður, ábata í umhverfismálum fyrir samfélagið allt. Halldór segir að verkefninu fylgi áskoranir. „Hérna inni er mikið af mönnum sem eru misvel þjálfaðir í að flokka rusl. Rétt eins og sjúkrahúsin sitjum við uppi með sóttmengaðan úrgang. Við þurfum að gæta ítrasta hreinlætis og notum mikið af plasti og einnota hlutum. Það getur verið flókið að samþætta þetta við umhverfissjónarmið,“ segir hann. Í dag fer fram kvikmyndahátíðin Brim, þar sem umhverfismál og sérstaklega plastnotkun er meginumfjöllunarefnið. Halldór mun flytja erindi á hátíðinni um umhverfismál og fangelsi. „Við höfum ekki enn tekið stór skref í endurvinnslu í okkar daglega lífi. Með þátttökunni erum við að setja þrýsting á okkur sjálf að taka stærri skref,“ segir Halldór. „Það er hröð þróun í endurvinnsluhugsun í öllu samfélaginu og við berum kannski töluverða ábyrgð á okkar skjólstæðingum, að þeir kunni að henda rusli þegar þeir koma út.“ Guðmundur Ármann Pétursson hratt kvikmyndahátíðinni af stað. „Við erum ekki með neitt kvikmyndahús þannig að við sýnum hér og þar um allt þorpið. Þetta er orðið eins konar samfélagsverkefni,“ segir hann. Þrjár erlendar heimildamyndir verða sýndar, Bag It, A Plastic Ocean og Albatross, og einnig mun unglingastig Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri sýna eigin stuttmynd um plastmengun. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra opnar hátíðina og auk Halldórs verða fleiri fyrirlesarar. Þá mun sveitarfélagið Árborg standa að strandhreinsunardeginum í samstarfi við björgunarsveitina Björg. Aðgangur á alla viðburði er ókeypis. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Umhverfismál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Rétt eins og margar aðrar opinberar stofnanir erum við að skoða hvaða skref við getum tekið,“ segir Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður Litla-Hrauns. „Við hugsum þetta bæði út frá okkur sjálfum og vinnu fanga.“ Litla-Hraun er stærsti vinnustaðurinn á Eyrarbakka. Þar starfa 60 manns og fangar geta verið allt að 87. Halldór segir að ýmis atvinnutækifæri fyrir fanga felist í endurvinnsluverkefnum og þegar séu nokkur slík í gangi. Til dæmis starfa fangar við flokkun á málmum fyrir Íslenska gámafélagið og laga stikur fyrir Vegagerðina. Með þessum hætti skilar Litla-Hraun, sem vinnustaður, ábata í umhverfismálum fyrir samfélagið allt. Halldór segir að verkefninu fylgi áskoranir. „Hérna inni er mikið af mönnum sem eru misvel þjálfaðir í að flokka rusl. Rétt eins og sjúkrahúsin sitjum við uppi með sóttmengaðan úrgang. Við þurfum að gæta ítrasta hreinlætis og notum mikið af plasti og einnota hlutum. Það getur verið flókið að samþætta þetta við umhverfissjónarmið,“ segir hann. Í dag fer fram kvikmyndahátíðin Brim, þar sem umhverfismál og sérstaklega plastnotkun er meginumfjöllunarefnið. Halldór mun flytja erindi á hátíðinni um umhverfismál og fangelsi. „Við höfum ekki enn tekið stór skref í endurvinnslu í okkar daglega lífi. Með þátttökunni erum við að setja þrýsting á okkur sjálf að taka stærri skref,“ segir Halldór. „Það er hröð þróun í endurvinnsluhugsun í öllu samfélaginu og við berum kannski töluverða ábyrgð á okkar skjólstæðingum, að þeir kunni að henda rusli þegar þeir koma út.“ Guðmundur Ármann Pétursson hratt kvikmyndahátíðinni af stað. „Við erum ekki með neitt kvikmyndahús þannig að við sýnum hér og þar um allt þorpið. Þetta er orðið eins konar samfélagsverkefni,“ segir hann. Þrjár erlendar heimildamyndir verða sýndar, Bag It, A Plastic Ocean og Albatross, og einnig mun unglingastig Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri sýna eigin stuttmynd um plastmengun. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra opnar hátíðina og auk Halldórs verða fleiri fyrirlesarar. Þá mun sveitarfélagið Árborg standa að strandhreinsunardeginum í samstarfi við björgunarsveitina Björg. Aðgangur á alla viðburði er ókeypis.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Umhverfismál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira