Tökum ákvarðanir fyrir fjöldann – ekki fáa Drífa Snædal skrifar 27. september 2019 12:48 Eftir að hafa greitt fráfarandi bankastjóra Aríon 150 milljónir í starfslokasamning sagði bankinn 100 starfsmönnum upp störfum í gær. Viðbrögð fjármálakerfisins er að fara fram á skattalækkun á bankana. Þetta eru undarleg viðbrögð svo ekki sé meira sagt, svo ekki sé talað um skort á margumtalaðri samfélagsábyrgð stórfyrirtækja. Í mínum huga felst samfélagsábyrgð í því að taka ákvarðanir út frá hagsmunum heildarinnar en ekki fárra einstaklinga. Að lækka bankaskattinn þýðir minni tekjur í ríkissjóð sem þýðir minna úr að spila til að halda uppi velferð allra. Þetta gengur þvert á þá áherslu vinnandi fólks að fyrirtæki og einstaklingar sem eru aflögufærir greiði meira til samfélagsins en aðrir minna. Það er sérstaklega kaldhæðnislegt að fara fram á lækkun bankaskattsins þegar við sjáum merki þess að atvinnulausum fjölgar – meðal annars fyrir tilstilli bankanna. Eitt það besta sem hægt er að gera þegar atvinnulausu fólki fjölgar er að efla fullorðinsfræðslu, gefa fólki tækifæri til að menntast og fræðast til að auka færni sína og möguleika á vinnumarkaði. Í fjárlögum er ekki aukið í fullorðinsfræðslu heldur þvert á móti. Það væri nær að veita hluta af bankaskatti í aukna fræðslu, svo ekki sé talað um atvinnuleysisbætur, í stað þess að lækka hann. Þá hnaut ég um að ríkið ætlaði að selja Keldnaland til að fjármagna samgönguumbætur. Það má hins vegar ekki missa sjónar á því að ríkið leggur til Keldnaland einmitt til að leysa úr húsnæðisvanda með því að byggja hagkvæmara en við höfum gert. Það er aðalmarkmiðið enda er húsnæðiskostnaður það sem hefur afdrifaríkustu áhrifin á afkomu fólks, ekki til að vera tekjulind fyrir ríkið á kostnað hærri leigu eða húsnæðiskostnaðar. Tökum ákvarðanir fyrir fjöldann, ekki fáa. Góðar kveðjur frá þingi Alþýðusambands Norðurlands á Illugastöðum í Fnjóskadal, Drífa.Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Eftir að hafa greitt fráfarandi bankastjóra Aríon 150 milljónir í starfslokasamning sagði bankinn 100 starfsmönnum upp störfum í gær. Viðbrögð fjármálakerfisins er að fara fram á skattalækkun á bankana. Þetta eru undarleg viðbrögð svo ekki sé meira sagt, svo ekki sé talað um skort á margumtalaðri samfélagsábyrgð stórfyrirtækja. Í mínum huga felst samfélagsábyrgð í því að taka ákvarðanir út frá hagsmunum heildarinnar en ekki fárra einstaklinga. Að lækka bankaskattinn þýðir minni tekjur í ríkissjóð sem þýðir minna úr að spila til að halda uppi velferð allra. Þetta gengur þvert á þá áherslu vinnandi fólks að fyrirtæki og einstaklingar sem eru aflögufærir greiði meira til samfélagsins en aðrir minna. Það er sérstaklega kaldhæðnislegt að fara fram á lækkun bankaskattsins þegar við sjáum merki þess að atvinnulausum fjölgar – meðal annars fyrir tilstilli bankanna. Eitt það besta sem hægt er að gera þegar atvinnulausu fólki fjölgar er að efla fullorðinsfræðslu, gefa fólki tækifæri til að menntast og fræðast til að auka færni sína og möguleika á vinnumarkaði. Í fjárlögum er ekki aukið í fullorðinsfræðslu heldur þvert á móti. Það væri nær að veita hluta af bankaskatti í aukna fræðslu, svo ekki sé talað um atvinnuleysisbætur, í stað þess að lækka hann. Þá hnaut ég um að ríkið ætlaði að selja Keldnaland til að fjármagna samgönguumbætur. Það má hins vegar ekki missa sjónar á því að ríkið leggur til Keldnaland einmitt til að leysa úr húsnæðisvanda með því að byggja hagkvæmara en við höfum gert. Það er aðalmarkmiðið enda er húsnæðiskostnaður það sem hefur afdrifaríkustu áhrifin á afkomu fólks, ekki til að vera tekjulind fyrir ríkið á kostnað hærri leigu eða húsnæðiskostnaðar. Tökum ákvarðanir fyrir fjöldann, ekki fáa. Góðar kveðjur frá þingi Alþýðusambands Norðurlands á Illugastöðum í Fnjóskadal, Drífa.Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun