Eitt ár frá sýknu Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar 27. september 2019 07:16 Í dag er eitt ár liðið frá því að afi minn og nafni, auk fjögurra annarra, var sýknaður af röngum dómi sem hann bar stærstan hluta ævi sinnar. Hvaða þýðingu hefur dagurinn – og hvaða þýðingu gæti hann haft – í samhengi þeirrar löngu sögu sem kennd er við hvörf Guðmundar og Geirfinns Einarssona? Punktur í dagatalinu hjálpar við að raungera atburð eða atburðarás í hugum þeirra sem minnast hans. Áhersla á einn dag greiðir jafnframt úr flókinni sögu og beinir athyglinni að einhverju einföldu. Með framvindu áranna skapast þannig náttúrlegt flæði þekkingar, skilningur fer stigvaxandi á sumu – vonandi því mikilvæga – á meðan annað gleymist. Dagatal þeirra okkar sem höfum persónulega tengingu við málið er nú þegar uppfullt af tímasetningum og tímaskeiðum, skurðpunktum sem við rifjum upp og speglum við líðandi stund, núverandi árferði. Við lifum að sjálfsögðu í þessari sögu á mismunandi hátt, en það þjónar okkur sjálfum verst, held ég, að forðast eða smætta ofbeldið sem hvílir í kjarna hennar: fullkomin aðför íslenska ríkisins gegn fullkomlega varnalausum ungmennum, sem ómögulega gátu framkallað atburðarásir tengdum hvörfum Guðmundar og Geirfinns, og skrifuðu því, niðurbrotin og nauðbeygð, undir falsskýrslur kúgara sinna. Í dag er eitt ár liðið frá því að þetta mál færðist frá embættismönnum dómskerfisins yfir á borð ríkisstjórnarinnar og inn í forsætisráðuneytið. Óháð því hversu ómerkilegur úrskurður Hæstaréttar var, og ófullægjandi aðdragandi hans, hefði mátt ætla að slíkt spor yrði til velfarnaðar fyrir alla málsaðila, enda dómskerfið sjálft sýnt dæmalausa tregðu til að fjalla um og gera upp eigin brot, og stundað þolendaskömmun og þöggun óslitið síðastliðin ár og áratugi. Í nýrri stöðu og á nýjum stað hlytum við að mæta öðru og örlátara viðmóti en kvíslar dómsvaldsins hafa sýnt okkur.Ef beðist er afsökunar Meðal þess sem við fjölskyldan gerðum á síðastliðnu ári var að kynna fyrir forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, tillögur um aðgerðir, utan bótagreiðslna, sem ríkið gæti farið í til að sýna í verki vilja til að gera upp og minnast misbeitingar ríkisvalds og réttarspjalla í fortíð, til hagsbóta fyrir framtíðarkynslóðir. Höfðu forsætisráðherra og formaður nefndar um sáttaumleitanir, Kristrún Heimisdóttir, báðar gefið okkur tilefni til að trúa því að hlustað yrði á okkar hugmyndir. Tillögurnar okkar grundvallast á reynslu afa míns sem varnarlauss þolanda ríkisofbeldis og þeirri sannfæringu að hér á landi séu mun fleiri einstaklingar sem hafa verið barnir með sama ranglætisvendi og hann – ef til vill ekki jafn harkalega, en þeim vendi þarf að vísu ekki að beita af fyllstu hörku til að af hljótist varanlegt sár. Og auðvitað brýtur það manneskju niður að fá aldrei minnstu viðurkenningu fyrir þjáninguna, hvað þá afsökunarbeiðni. Það verður að rýmka heimildir til endurupptöku mála þar sem játningar voru gefnar í trássi við hlutlæg sönnunargögn eða þegar algjör skortur var á slíkum gögnum. Það þarf líka að auðvelda rannsóknarvinnu á réttarkerfinu fyrir og eftir tímabilið sem um ræðir, 8. áratug síðustu aldar, en öflun upplýsinga gengur ekki sem skyldi sökum manneklu og fjárskorts hjá Þjóðskjalasafni, sem á sínum tíma tók m.a. við óreiðukenndum bunkum frá sakadómi Reykjavíkur, þeirrar stofnunnar sem mest þarf á vandlegri sagnfræðirannsókn að halda. Þá starfar safnið við alltof þröngan lagaramma um afgreiðslu gagna úr sínum hirslum sem gagnast engum meira en sjálfum stofnunum réttarvörslukerfisins. Eins hefur alls ekki næg greining farið fram á vettvangi fræðanna um mótun og framfylgni þeirrar eftirlits- og refsistefnu sem íslenska ríkið rak í málefnum „erfiðra“ barna og unglinga á eftirstríðsárunum, en úr þessu mætti bæta, lögðum við til, með útdeilingu rannsóknarstyrkja sem miða að því að kortleggja þá sögu. Okkur fjölskyldunni finnst eðlilegt að líta til framtíðar við uppgjör fortíðar. Við höfum lagt til að grunnskólanemar á unglingastigi verði kynntir fyrir réttindum sem þau hafa gagnvart ríkisvaldinu og hverskyns saksóknum sem þau kunna að þurfa að verjast á lífsleiðinni. Framhaldskólanemar ættu að fá að öðlast grunnþekkingu á stofnunum réttarvörslukerfisins, sem beinast lægi við að fræðast um einmitt í gegnum sögu Guðmundar- og Geirfinnsmála. Ríkið mætti svo bjóða núverandi starfsmönnum kerfisins upp á reglubundin námskeið um helstu ástæður fyrir og afleiðingum – bæði samfélagslegum og persónulegum – sem hljótast af ranglátum málsmeðferðum og röngum dómum. Tvö markmið, nátengd og samofin, liggja hér að baki: í fyrsta lagi að afhjúpa og leiðrétta brot gegn ungu fólki í fortíðinni og síðan koma nýjum kynslóðum Íslendinga í sterkari stöðu til að skilja sinn rétt og sína sögu. Slík markmið ætti ekki að draga í sundur ef hámarka á árangurinn. Þessar tillögur teygðust víðar en hægt er að fara yfir hér, en ætla ég að nefna eitt atriði í viðbót sem vel hefði komið til greina af okkar hálfu: að tiltekinn dagur yrði eyrnamerktur til minningar um þolendur ofríkis hins opinbera, þar sem ríkisstarfsmenn yrðu hvattir til þess að horfa, hlusta, og veita verðskuldaða athygli því sem þau vildu kannski síst eyða tíma sínum í. Slíku frumkvæði hefði mátt pakka inn sem sársaukafullri en þarfri sjálfskoðun í boði þeirra hugrökku pólitíkusa sem sitja í núverandi ríkisstjórn. Hugsa ég að dagurinn í dag, þegar gamla dómnum var loksins hnekkt, hefði vel komið til greina hvað þetta varðar: sjáið, hefði verið hægt að segja, leitin að réttlæti endaði í sátt.Falsuppgjör Það sem við höfum hins vegar horft upp á eru aðgerðir huglausra pólitíkusa, með Katrínu Jakobsdóttur í fararbroddi, til þess að losna við þetta mál sem fyrst og á sem fyrirferðaminnstan máta, sama hvaða brögðum þyrfti til þess að beita. Sem aldrei fyrr keppist yfirstjórn landsins við að breiða þagnarhulu yfir ofbeldið og glæpina sem ríkið ber ábyrgð á. En tilraun rangnefndrar sáttanefndar ríkisstjórnarinnar um skjóta heildarlokun mislukkaðist ekki síst, langar mig að fullyrða, vegna samheldni og samhugar í hópi okkar fyrrum dómþolanna og fjölskyldna þeirra. Við stóðum í lappirnar; sáttanefndin var lögð niður. Nú hafa andstæðingar réttlætisins loksins verið afhjúpaðir sem slíkir. Ekkert er lengur að marka yfirhylmingu og afneitun forsætisráðherra í fjölmiðlum á því sem raunverulega hefur verið í gangi síðastliðið ár. Hvað varðar hið stærra kerfislæga samhengi þessarar margslungnu sögu getum við því sagst vera reynslunni ríkari. Við höfum fengið betri skilning á djúpstæðri tilhneigingu stjórnmála-, embættis-, fjölmiðla-, lögmanna og annars áhrifafólks í samfélaginu að vilja smætta, þagga og líta undan þegar valdamiklir einstaklingar og opinberar stofnanir eru í stöðu gerandans. Engu máli virðist skipta hvort fólk komi úr röðum réttarvörslukerfisins, úr ráðuneytunum eða stjórnmálaflokkunum. Það hentar augljóslega engum að sýsla með ríkisofbeldi í okkar litla og lagskipta samfélagi.Dagurinn sem hefði getað orðið Það ætti ekki að vera neitt vafaatriði að þungi og þýðing þessarar sögu gera hana að kandídat einhvers sem minnast mætti með sérstökum, eyrnamerktum degi. En þessi tiltekni dagur, 27. september, verður úr þessu aldrei meira en punktur í okkar dagatali um uppgjörið sem hefði getað orðið. Kerfisþjónkun ríkisstjórnarinnar – ef ekki einfaldlega skortur ráðherra á samúð með þolendum ríkisofbeldis – hefur gert það að verkum að við erum mun lengra frá því að geta talað um réttlæti fyrir þolendur en við vorum fyrir nákvæmlega ári síðan. Frá mínum bæjardyrum séð hefur Katrín Jakobsdóttir þó enn færi á að opna eyrun og lofa því að þær tillögur sem ég nefni hér að ofan muni rata í réttan farveg. Þá væri gott að vita um afstöðu hennar til framkominnar þingsályktunartillögu um stofnun rannsóknarnefndar. Vonandi heyrum við frá forsætisráðherra sem fyrst um þessi efni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tryggvi Rúnar Brynjarsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í dag er eitt ár liðið frá því að afi minn og nafni, auk fjögurra annarra, var sýknaður af röngum dómi sem hann bar stærstan hluta ævi sinnar. Hvaða þýðingu hefur dagurinn – og hvaða þýðingu gæti hann haft – í samhengi þeirrar löngu sögu sem kennd er við hvörf Guðmundar og Geirfinns Einarssona? Punktur í dagatalinu hjálpar við að raungera atburð eða atburðarás í hugum þeirra sem minnast hans. Áhersla á einn dag greiðir jafnframt úr flókinni sögu og beinir athyglinni að einhverju einföldu. Með framvindu áranna skapast þannig náttúrlegt flæði þekkingar, skilningur fer stigvaxandi á sumu – vonandi því mikilvæga – á meðan annað gleymist. Dagatal þeirra okkar sem höfum persónulega tengingu við málið er nú þegar uppfullt af tímasetningum og tímaskeiðum, skurðpunktum sem við rifjum upp og speglum við líðandi stund, núverandi árferði. Við lifum að sjálfsögðu í þessari sögu á mismunandi hátt, en það þjónar okkur sjálfum verst, held ég, að forðast eða smætta ofbeldið sem hvílir í kjarna hennar: fullkomin aðför íslenska ríkisins gegn fullkomlega varnalausum ungmennum, sem ómögulega gátu framkallað atburðarásir tengdum hvörfum Guðmundar og Geirfinns, og skrifuðu því, niðurbrotin og nauðbeygð, undir falsskýrslur kúgara sinna. Í dag er eitt ár liðið frá því að þetta mál færðist frá embættismönnum dómskerfisins yfir á borð ríkisstjórnarinnar og inn í forsætisráðuneytið. Óháð því hversu ómerkilegur úrskurður Hæstaréttar var, og ófullægjandi aðdragandi hans, hefði mátt ætla að slíkt spor yrði til velfarnaðar fyrir alla málsaðila, enda dómskerfið sjálft sýnt dæmalausa tregðu til að fjalla um og gera upp eigin brot, og stundað þolendaskömmun og þöggun óslitið síðastliðin ár og áratugi. Í nýrri stöðu og á nýjum stað hlytum við að mæta öðru og örlátara viðmóti en kvíslar dómsvaldsins hafa sýnt okkur.Ef beðist er afsökunar Meðal þess sem við fjölskyldan gerðum á síðastliðnu ári var að kynna fyrir forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, tillögur um aðgerðir, utan bótagreiðslna, sem ríkið gæti farið í til að sýna í verki vilja til að gera upp og minnast misbeitingar ríkisvalds og réttarspjalla í fortíð, til hagsbóta fyrir framtíðarkynslóðir. Höfðu forsætisráðherra og formaður nefndar um sáttaumleitanir, Kristrún Heimisdóttir, báðar gefið okkur tilefni til að trúa því að hlustað yrði á okkar hugmyndir. Tillögurnar okkar grundvallast á reynslu afa míns sem varnarlauss þolanda ríkisofbeldis og þeirri sannfæringu að hér á landi séu mun fleiri einstaklingar sem hafa verið barnir með sama ranglætisvendi og hann – ef til vill ekki jafn harkalega, en þeim vendi þarf að vísu ekki að beita af fyllstu hörku til að af hljótist varanlegt sár. Og auðvitað brýtur það manneskju niður að fá aldrei minnstu viðurkenningu fyrir þjáninguna, hvað þá afsökunarbeiðni. Það verður að rýmka heimildir til endurupptöku mála þar sem játningar voru gefnar í trássi við hlutlæg sönnunargögn eða þegar algjör skortur var á slíkum gögnum. Það þarf líka að auðvelda rannsóknarvinnu á réttarkerfinu fyrir og eftir tímabilið sem um ræðir, 8. áratug síðustu aldar, en öflun upplýsinga gengur ekki sem skyldi sökum manneklu og fjárskorts hjá Þjóðskjalasafni, sem á sínum tíma tók m.a. við óreiðukenndum bunkum frá sakadómi Reykjavíkur, þeirrar stofnunnar sem mest þarf á vandlegri sagnfræðirannsókn að halda. Þá starfar safnið við alltof þröngan lagaramma um afgreiðslu gagna úr sínum hirslum sem gagnast engum meira en sjálfum stofnunum réttarvörslukerfisins. Eins hefur alls ekki næg greining farið fram á vettvangi fræðanna um mótun og framfylgni þeirrar eftirlits- og refsistefnu sem íslenska ríkið rak í málefnum „erfiðra“ barna og unglinga á eftirstríðsárunum, en úr þessu mætti bæta, lögðum við til, með útdeilingu rannsóknarstyrkja sem miða að því að kortleggja þá sögu. Okkur fjölskyldunni finnst eðlilegt að líta til framtíðar við uppgjör fortíðar. Við höfum lagt til að grunnskólanemar á unglingastigi verði kynntir fyrir réttindum sem þau hafa gagnvart ríkisvaldinu og hverskyns saksóknum sem þau kunna að þurfa að verjast á lífsleiðinni. Framhaldskólanemar ættu að fá að öðlast grunnþekkingu á stofnunum réttarvörslukerfisins, sem beinast lægi við að fræðast um einmitt í gegnum sögu Guðmundar- og Geirfinnsmála. Ríkið mætti svo bjóða núverandi starfsmönnum kerfisins upp á reglubundin námskeið um helstu ástæður fyrir og afleiðingum – bæði samfélagslegum og persónulegum – sem hljótast af ranglátum málsmeðferðum og röngum dómum. Tvö markmið, nátengd og samofin, liggja hér að baki: í fyrsta lagi að afhjúpa og leiðrétta brot gegn ungu fólki í fortíðinni og síðan koma nýjum kynslóðum Íslendinga í sterkari stöðu til að skilja sinn rétt og sína sögu. Slík markmið ætti ekki að draga í sundur ef hámarka á árangurinn. Þessar tillögur teygðust víðar en hægt er að fara yfir hér, en ætla ég að nefna eitt atriði í viðbót sem vel hefði komið til greina af okkar hálfu: að tiltekinn dagur yrði eyrnamerktur til minningar um þolendur ofríkis hins opinbera, þar sem ríkisstarfsmenn yrðu hvattir til þess að horfa, hlusta, og veita verðskuldaða athygli því sem þau vildu kannski síst eyða tíma sínum í. Slíku frumkvæði hefði mátt pakka inn sem sársaukafullri en þarfri sjálfskoðun í boði þeirra hugrökku pólitíkusa sem sitja í núverandi ríkisstjórn. Hugsa ég að dagurinn í dag, þegar gamla dómnum var loksins hnekkt, hefði vel komið til greina hvað þetta varðar: sjáið, hefði verið hægt að segja, leitin að réttlæti endaði í sátt.Falsuppgjör Það sem við höfum hins vegar horft upp á eru aðgerðir huglausra pólitíkusa, með Katrínu Jakobsdóttur í fararbroddi, til þess að losna við þetta mál sem fyrst og á sem fyrirferðaminnstan máta, sama hvaða brögðum þyrfti til þess að beita. Sem aldrei fyrr keppist yfirstjórn landsins við að breiða þagnarhulu yfir ofbeldið og glæpina sem ríkið ber ábyrgð á. En tilraun rangnefndrar sáttanefndar ríkisstjórnarinnar um skjóta heildarlokun mislukkaðist ekki síst, langar mig að fullyrða, vegna samheldni og samhugar í hópi okkar fyrrum dómþolanna og fjölskyldna þeirra. Við stóðum í lappirnar; sáttanefndin var lögð niður. Nú hafa andstæðingar réttlætisins loksins verið afhjúpaðir sem slíkir. Ekkert er lengur að marka yfirhylmingu og afneitun forsætisráðherra í fjölmiðlum á því sem raunverulega hefur verið í gangi síðastliðið ár. Hvað varðar hið stærra kerfislæga samhengi þessarar margslungnu sögu getum við því sagst vera reynslunni ríkari. Við höfum fengið betri skilning á djúpstæðri tilhneigingu stjórnmála-, embættis-, fjölmiðla-, lögmanna og annars áhrifafólks í samfélaginu að vilja smætta, þagga og líta undan þegar valdamiklir einstaklingar og opinberar stofnanir eru í stöðu gerandans. Engu máli virðist skipta hvort fólk komi úr röðum réttarvörslukerfisins, úr ráðuneytunum eða stjórnmálaflokkunum. Það hentar augljóslega engum að sýsla með ríkisofbeldi í okkar litla og lagskipta samfélagi.Dagurinn sem hefði getað orðið Það ætti ekki að vera neitt vafaatriði að þungi og þýðing þessarar sögu gera hana að kandídat einhvers sem minnast mætti með sérstökum, eyrnamerktum degi. En þessi tiltekni dagur, 27. september, verður úr þessu aldrei meira en punktur í okkar dagatali um uppgjörið sem hefði getað orðið. Kerfisþjónkun ríkisstjórnarinnar – ef ekki einfaldlega skortur ráðherra á samúð með þolendum ríkisofbeldis – hefur gert það að verkum að við erum mun lengra frá því að geta talað um réttlæti fyrir þolendur en við vorum fyrir nákvæmlega ári síðan. Frá mínum bæjardyrum séð hefur Katrín Jakobsdóttir þó enn færi á að opna eyrun og lofa því að þær tillögur sem ég nefni hér að ofan muni rata í réttan farveg. Þá væri gott að vita um afstöðu hennar til framkominnar þingsályktunartillögu um stofnun rannsóknarnefndar. Vonandi heyrum við frá forsætisráðherra sem fyrst um þessi efni.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun