Bílar í borgum Hilmar Þór Björnsson skrifar 27. september 2019 07:00 Það vita það flestir að bíllinn mengar, er heilsuspillandi, tekur gríðarlega mikið pláss, veldur slysum og er samfélagslega óhemju dýr. Hann kostar líka mikið fyrir alla sem þurfa að reka slíkt farartæki. Flestir vita líka að einkabíllinn er ekki heppilegur í borgum og að það er ekki auðvelt að losna við hann úr þeim borgum sem eru skipulagðar á hans forsendum. Það er ekki nema rétt rúm öld síðan einkabíllinn kom til sögunnar og fór að breyta daglegu lífi fólks. Fljótlega eftir að bíllinn varð almannaeign fór hann að verða aðal skipulagsforsendan. Áður voru borgir skipulagðar fyrir gangandi vegfarendur. Allt var í göngufæri í gömlu borgunum. Þegar bíllinn kom breyttist allt skipulag borganna. Menn sáu fyrir sér framtíðina með einum til tveimur, jafnvel þremur einkabílum á hverju heimili og miklum hreyfanleika fólks og ferðafrelsi. Einkabíllinn breytti hugmyndum fólks um borgarskipulag. Heimilin fjarlægðust þjónustuna og atvinnutækifærin. Fólk vildi hafa þetta svona. Svona var tíðarandinn. Útþensla borganna hófst og varð f ljótlega nánast stjórnlaus. Á árunum milli 1950-60 fór Jane Jacobs, blaðamaður, í broddi þeirrar fylkingar í Vesturheimi, sem barðist fyrir því að ekki yrðu lagðar hraðbrautir inni í borgunum. Margir telja að hún og aðgerðarsinnar hafi bjargað New York frá eyðileggingu, af völdum einkabílsins. Til stóð að leggja hraðbrautir hátt yfir núverandi gatnakerfinu á neðri hluta Manhattan. Í kjölfarið reis upp grasrótarhreyfing í Evrópu sem vildi stemma stigu við yfirgangi einkabílsins í mörgum borgum. Á sama tíma og grasrótin og framsæknir sérfræðingar og fræðimenn úti í heimi voru búnir að átta sig á böli einkabílsins í borgum var fólk í Reykjavík að vinna að aðalskipulagi Reykjavíkur 1962-84 sem unnið var á forsendum einkabílsins. Þessi einkabílahugmynd hefur verið meginstoð endurskoðunar aðalskipulags Reykjavíkur allar götur síðan og allt þar til núgildandi aðalskipulag var samþykkt árið 2013. Þessar hugmyndir voru menn farnir að efast um víðast erlendis fyrir um 60 árum. Á námsárum mínum í Kaupmannahöfn um 1970 voru allir búnir að átta sig á þessu og meðtaka. Í Kaupmannahöfn var fyrsta göngugatan opnuð 1962 og það sama átti sér stað í París og víða annars staðar. Nú hafa margar miðborgir nánast losað sig við einkabílinn. Það er löngu ljóst að einkabíllinn er ekki heppilegt samgöngutæki í borgum. Margar borgir stefna nú að því að snúa þróuninni við og takmarka einkabílaumferð verulega innan borgarmarkanna. Þessi þróun kemur í kjölfar þess að öflugum almenningssamgöngum hefur verið komið á fót, en ekki áður eins og er að gerast hér á höfuðborgarsvæðinu. Það er söguleg staðreynd að gömlu borgirnar eru miklu eldri en einkabíllinn. Gömlu borgirnar eru mjög þéttar og frá upphafi skipulagðar á forsendum hins gangandi vegfaranda. Þessi saga og öflugar almenningssamgöngur hafa gert Kaupmannahöfn, London og París auðveldara fyrir að gönguvæða borgirnar að nýju og draga úr notkun einkabílsins. Yngri borgir og úthverfi gömlu borganna og borgir sem byggðust upp á forsendum einkabílsins eiga ekki eins auðvelt með að hafna honum. Forsenda skipulags þeirra var einkabíllinn og þær verða að sætta sig við það og taka mið af því, f inna aðrar lausnir á vandanum en þær sem gömlu borgirnar geta notfært sér. Það er engin ein lausn í sjónmáli varðandi þennan vanda, heldur stórt mengi margra lausna. Sú stærsta og mikilvægasta er sjálft borgarskipulagið. Þar liggur stærsti ávinningurinn og þar hafa menn slugsað mest undanfarna áratugi. Sjálfbært hverfaskipulag og flutningur stórra vinnustaða á borð við Landspítala úr miðborginni geta bjargað miklu. Það er ekki langt í að vinnuvikan verði aðeins 4 dagar. Það eitt ásamt sveigjanlegum vinnutíma mun hafa veruleg áhrif á umferðarálagið. Líklegt er að eftir 50-100 ár heyri einkabíllinn að mestu sögunni til sem aðalsamgöngutæki í f lestum borgum. Fólk mun nota almenningssamgöngur, hjóla og ganga og nota sjálf keyrandi deilibíla. Einkabíllinn mun verða notaður til skemmtunar og sem tómstundatæki líkt og vélsleðar og sportbátar og kannski til þess að skreppa í sumarbústað. Einkabíllinn mun ekki vera forsenda búsetu í borgunum. Í stað hans mun fólk fara fótgangandi eða hjólandi um sjálf bæra borgarhluta, þar sem allt er innan seilingar og í göngufæri. Hér er á ferðinni jákvæð þróun sem þarf að vera sársaukalaus og átakalaus fyrir alla. Það á ekki að neyða neinn til neins og ekki stilla fólki upp í andstæðar fylkingar eins og mátti skilja á fólki á bíllausa deginum um helgina. Ekki nánast sekta fólk fyrir að aka eftir Miklubrautinni. Menn eiga að stíga út úr einkabílnum af fúsum og frjálsum vilja af því að það er ódýrara, þægilegra og skemmtilegra en að aka, en ekki tilneyddir. Hin svokallaða „aðför gegn einkabílnum“, sem er rétt að byrja að sögn þeirra sem tala fyrir henni, sýnir ekki viðfangsefninu mikinn skilning, heldur skilningsleysi. Þetta er ekki stríð, heldur þróun sem staðið hefur í 60 ár og flestir sjá fyrir endann á. Bílar í borgum eru böl sem þarf að vinna á í mestu rósemd og fullri sátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hilmar Þór Björnsson Skipulag Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Það vita það flestir að bíllinn mengar, er heilsuspillandi, tekur gríðarlega mikið pláss, veldur slysum og er samfélagslega óhemju dýr. Hann kostar líka mikið fyrir alla sem þurfa að reka slíkt farartæki. Flestir vita líka að einkabíllinn er ekki heppilegur í borgum og að það er ekki auðvelt að losna við hann úr þeim borgum sem eru skipulagðar á hans forsendum. Það er ekki nema rétt rúm öld síðan einkabíllinn kom til sögunnar og fór að breyta daglegu lífi fólks. Fljótlega eftir að bíllinn varð almannaeign fór hann að verða aðal skipulagsforsendan. Áður voru borgir skipulagðar fyrir gangandi vegfarendur. Allt var í göngufæri í gömlu borgunum. Þegar bíllinn kom breyttist allt skipulag borganna. Menn sáu fyrir sér framtíðina með einum til tveimur, jafnvel þremur einkabílum á hverju heimili og miklum hreyfanleika fólks og ferðafrelsi. Einkabíllinn breytti hugmyndum fólks um borgarskipulag. Heimilin fjarlægðust þjónustuna og atvinnutækifærin. Fólk vildi hafa þetta svona. Svona var tíðarandinn. Útþensla borganna hófst og varð f ljótlega nánast stjórnlaus. Á árunum milli 1950-60 fór Jane Jacobs, blaðamaður, í broddi þeirrar fylkingar í Vesturheimi, sem barðist fyrir því að ekki yrðu lagðar hraðbrautir inni í borgunum. Margir telja að hún og aðgerðarsinnar hafi bjargað New York frá eyðileggingu, af völdum einkabílsins. Til stóð að leggja hraðbrautir hátt yfir núverandi gatnakerfinu á neðri hluta Manhattan. Í kjölfarið reis upp grasrótarhreyfing í Evrópu sem vildi stemma stigu við yfirgangi einkabílsins í mörgum borgum. Á sama tíma og grasrótin og framsæknir sérfræðingar og fræðimenn úti í heimi voru búnir að átta sig á böli einkabílsins í borgum var fólk í Reykjavík að vinna að aðalskipulagi Reykjavíkur 1962-84 sem unnið var á forsendum einkabílsins. Þessi einkabílahugmynd hefur verið meginstoð endurskoðunar aðalskipulags Reykjavíkur allar götur síðan og allt þar til núgildandi aðalskipulag var samþykkt árið 2013. Þessar hugmyndir voru menn farnir að efast um víðast erlendis fyrir um 60 árum. Á námsárum mínum í Kaupmannahöfn um 1970 voru allir búnir að átta sig á þessu og meðtaka. Í Kaupmannahöfn var fyrsta göngugatan opnuð 1962 og það sama átti sér stað í París og víða annars staðar. Nú hafa margar miðborgir nánast losað sig við einkabílinn. Það er löngu ljóst að einkabíllinn er ekki heppilegt samgöngutæki í borgum. Margar borgir stefna nú að því að snúa þróuninni við og takmarka einkabílaumferð verulega innan borgarmarkanna. Þessi þróun kemur í kjölfar þess að öflugum almenningssamgöngum hefur verið komið á fót, en ekki áður eins og er að gerast hér á höfuðborgarsvæðinu. Það er söguleg staðreynd að gömlu borgirnar eru miklu eldri en einkabíllinn. Gömlu borgirnar eru mjög þéttar og frá upphafi skipulagðar á forsendum hins gangandi vegfaranda. Þessi saga og öflugar almenningssamgöngur hafa gert Kaupmannahöfn, London og París auðveldara fyrir að gönguvæða borgirnar að nýju og draga úr notkun einkabílsins. Yngri borgir og úthverfi gömlu borganna og borgir sem byggðust upp á forsendum einkabílsins eiga ekki eins auðvelt með að hafna honum. Forsenda skipulags þeirra var einkabíllinn og þær verða að sætta sig við það og taka mið af því, f inna aðrar lausnir á vandanum en þær sem gömlu borgirnar geta notfært sér. Það er engin ein lausn í sjónmáli varðandi þennan vanda, heldur stórt mengi margra lausna. Sú stærsta og mikilvægasta er sjálft borgarskipulagið. Þar liggur stærsti ávinningurinn og þar hafa menn slugsað mest undanfarna áratugi. Sjálfbært hverfaskipulag og flutningur stórra vinnustaða á borð við Landspítala úr miðborginni geta bjargað miklu. Það er ekki langt í að vinnuvikan verði aðeins 4 dagar. Það eitt ásamt sveigjanlegum vinnutíma mun hafa veruleg áhrif á umferðarálagið. Líklegt er að eftir 50-100 ár heyri einkabíllinn að mestu sögunni til sem aðalsamgöngutæki í f lestum borgum. Fólk mun nota almenningssamgöngur, hjóla og ganga og nota sjálf keyrandi deilibíla. Einkabíllinn mun verða notaður til skemmtunar og sem tómstundatæki líkt og vélsleðar og sportbátar og kannski til þess að skreppa í sumarbústað. Einkabíllinn mun ekki vera forsenda búsetu í borgunum. Í stað hans mun fólk fara fótgangandi eða hjólandi um sjálf bæra borgarhluta, þar sem allt er innan seilingar og í göngufæri. Hér er á ferðinni jákvæð þróun sem þarf að vera sársaukalaus og átakalaus fyrir alla. Það á ekki að neyða neinn til neins og ekki stilla fólki upp í andstæðar fylkingar eins og mátti skilja á fólki á bíllausa deginum um helgina. Ekki nánast sekta fólk fyrir að aka eftir Miklubrautinni. Menn eiga að stíga út úr einkabílnum af fúsum og frjálsum vilja af því að það er ódýrara, þægilegra og skemmtilegra en að aka, en ekki tilneyddir. Hin svokallaða „aðför gegn einkabílnum“, sem er rétt að byrja að sögn þeirra sem tala fyrir henni, sýnir ekki viðfangsefninu mikinn skilning, heldur skilningsleysi. Þetta er ekki stríð, heldur þróun sem staðið hefur í 60 ár og flestir sjá fyrir endann á. Bílar í borgum eru böl sem þarf að vinna á í mestu rósemd og fullri sátt.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun