Ekki eyland Hörður Ægisson skrifar 27. september 2019 07:00 Tíminn hefur verið illa nýttur. Frá 2014 hefur bankastarfsmönnum fækkað um þrettán prósent. Það er of lítið sé tekið mið af viðvarandi erfiðu rekstrarumhverfi, sem einkennist af stífum eiginfjárkröfum og háum sértækum sköttum, og fyrirsjáanlegum áskorunum með nýjum leikendum og mun meiri samkeppni í fjármálaþjónustu. Afleiðingin hefur verið léleg arðsemi og mikill rekstrarkostnaður. Ákvörðun stjórnar Arion um að fækka starfsfólki bankans um eitt hundrað, sem kom ekki á óvart, er viðbragð við þessari stöðu og þess vegna því miður nauðsynleg. Skortur á virkum eigendum hefur valdið því að bankarnir, sem eru að tveimur þriðju hluta í eigu ríkisins, hafa verið reknir á sjálfstýringu í of langan tíma. Afleiðingarnar eru að skýra sýn hefur vantað upp á hverju þurfi að breyta og hvað bæta. Sú staða er ekki lengur í boði. Fjöldauppsagnir hjá Arion og Icelandair, sem eru á meðal stærstu vinnustaða landsins, eiga sér ekki stað í tómarúmi. Þær aðgerðir, ásamt uppsögnum fjölda annarra fyrirtækja í vikunni, eru um margt vitnisburður þverrandi samkeppnishæfni Íslands. Launakostnaður, mældur í erlendri mynt, hefur hækkað margfalt meira hér á landi í samanburði við okkar helstu nágrannaríki. Þetta er ekki hræðsluáróður heldur sá efnahagsveruleiki sem við blasir og veldur því að mörg fyrirtæki, meðal annars Icelandair, hefur orðið undir í samkeppni við erlenda keppinauta og leitar nú allra leiða til hagræðingar eigi félagið að vera samkeppnisfært. Vandinn sem bankarnir standa frammi fyrir er í grunninn sá hinn sami. Fjárhagslegur styrkur þeirra hefur sjaldan verið meiri, með hæstu eiginfjárhlutföll í Evrópu, sem samanstendur af raunverulegu eigin fé, og geta því vel staðið af sér möguleg stór áföll í efnahagslífinu. Þær eiginfjárkröfur sem bankarnir þurfa að uppfylla, ásamt því að greiða margfalt hærri opinberar álögur en aðrir evrópskir bankar, hefur hins vegar stuðlað að óarðbærum rekstri og rýrt stórkostlega samkeppnishæfni þeirra, einkum í útlánum til fyrirtækja. Það er hægt að afgreiða slík rök með hefðbundnum hætti, sem væl í bankamönnum sem ekki beri að taka mark á, en þetta er engu að síður staðreynd. Enginn hefur talað fyrir breytingum sem miða að því að hverfa aftur til áranna í aðdraganda fjármálahrunsins, enda þótt sumir hagfræðiprófessorar kjósi að stilla hlutunum upp þannig í sínum hliðarveruleika, heldur einungis að fyrirtæki búi við sambærilegt regluverk og þekkist í Evrópu. Svo er ekki í dag. Hagkvæmt og skilvirkt fjármálakerfi, sem hefur burði til að þjónusta fyrirtæki og heimili, er forsenda þess að bæta framleiðni í atvinnulífinu. Ætla mætti að flestir væru sammála um að það væri eftirsóknarvert markmið. Ísland er ekki eyland. Versnandi rekstraraðstæður í atvinnulífinu, sem endurspeglast núna í tíðum hópuppsögnum, er áminning um mikilvægi þess að huga betur að samkeppnishæfni landsins. Enginn ætti að vera stikkfrí í þeirri umræðu. Verkalýðshreyfingin, stjórnmálamenn, eftirlitsstofnanir, Seðlabankinn og atvinnurekendur. Við eigum í alþjóðlegri samkeppni um vinnuafl og fjármagn og hvernig fyrirtækjum reiðir þar af ákvarðar þá verðmætasköpun sem verður til hverju sinni. Þetta gerist nefnilega ekki af sjálfu sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Tíminn hefur verið illa nýttur. Frá 2014 hefur bankastarfsmönnum fækkað um þrettán prósent. Það er of lítið sé tekið mið af viðvarandi erfiðu rekstrarumhverfi, sem einkennist af stífum eiginfjárkröfum og háum sértækum sköttum, og fyrirsjáanlegum áskorunum með nýjum leikendum og mun meiri samkeppni í fjármálaþjónustu. Afleiðingin hefur verið léleg arðsemi og mikill rekstrarkostnaður. Ákvörðun stjórnar Arion um að fækka starfsfólki bankans um eitt hundrað, sem kom ekki á óvart, er viðbragð við þessari stöðu og þess vegna því miður nauðsynleg. Skortur á virkum eigendum hefur valdið því að bankarnir, sem eru að tveimur þriðju hluta í eigu ríkisins, hafa verið reknir á sjálfstýringu í of langan tíma. Afleiðingarnar eru að skýra sýn hefur vantað upp á hverju þurfi að breyta og hvað bæta. Sú staða er ekki lengur í boði. Fjöldauppsagnir hjá Arion og Icelandair, sem eru á meðal stærstu vinnustaða landsins, eiga sér ekki stað í tómarúmi. Þær aðgerðir, ásamt uppsögnum fjölda annarra fyrirtækja í vikunni, eru um margt vitnisburður þverrandi samkeppnishæfni Íslands. Launakostnaður, mældur í erlendri mynt, hefur hækkað margfalt meira hér á landi í samanburði við okkar helstu nágrannaríki. Þetta er ekki hræðsluáróður heldur sá efnahagsveruleiki sem við blasir og veldur því að mörg fyrirtæki, meðal annars Icelandair, hefur orðið undir í samkeppni við erlenda keppinauta og leitar nú allra leiða til hagræðingar eigi félagið að vera samkeppnisfært. Vandinn sem bankarnir standa frammi fyrir er í grunninn sá hinn sami. Fjárhagslegur styrkur þeirra hefur sjaldan verið meiri, með hæstu eiginfjárhlutföll í Evrópu, sem samanstendur af raunverulegu eigin fé, og geta því vel staðið af sér möguleg stór áföll í efnahagslífinu. Þær eiginfjárkröfur sem bankarnir þurfa að uppfylla, ásamt því að greiða margfalt hærri opinberar álögur en aðrir evrópskir bankar, hefur hins vegar stuðlað að óarðbærum rekstri og rýrt stórkostlega samkeppnishæfni þeirra, einkum í útlánum til fyrirtækja. Það er hægt að afgreiða slík rök með hefðbundnum hætti, sem væl í bankamönnum sem ekki beri að taka mark á, en þetta er engu að síður staðreynd. Enginn hefur talað fyrir breytingum sem miða að því að hverfa aftur til áranna í aðdraganda fjármálahrunsins, enda þótt sumir hagfræðiprófessorar kjósi að stilla hlutunum upp þannig í sínum hliðarveruleika, heldur einungis að fyrirtæki búi við sambærilegt regluverk og þekkist í Evrópu. Svo er ekki í dag. Hagkvæmt og skilvirkt fjármálakerfi, sem hefur burði til að þjónusta fyrirtæki og heimili, er forsenda þess að bæta framleiðni í atvinnulífinu. Ætla mætti að flestir væru sammála um að það væri eftirsóknarvert markmið. Ísland er ekki eyland. Versnandi rekstraraðstæður í atvinnulífinu, sem endurspeglast núna í tíðum hópuppsögnum, er áminning um mikilvægi þess að huga betur að samkeppnishæfni landsins. Enginn ætti að vera stikkfrí í þeirri umræðu. Verkalýðshreyfingin, stjórnmálamenn, eftirlitsstofnanir, Seðlabankinn og atvinnurekendur. Við eigum í alþjóðlegri samkeppni um vinnuafl og fjármagn og hvernig fyrirtækjum reiðir þar af ákvarðar þá verðmætasköpun sem verður til hverju sinni. Þetta gerist nefnilega ekki af sjálfu sér.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun