Ekki eyland Hörður Ægisson skrifar 27. september 2019 07:00 Tíminn hefur verið illa nýttur. Frá 2014 hefur bankastarfsmönnum fækkað um þrettán prósent. Það er of lítið sé tekið mið af viðvarandi erfiðu rekstrarumhverfi, sem einkennist af stífum eiginfjárkröfum og háum sértækum sköttum, og fyrirsjáanlegum áskorunum með nýjum leikendum og mun meiri samkeppni í fjármálaþjónustu. Afleiðingin hefur verið léleg arðsemi og mikill rekstrarkostnaður. Ákvörðun stjórnar Arion um að fækka starfsfólki bankans um eitt hundrað, sem kom ekki á óvart, er viðbragð við þessari stöðu og þess vegna því miður nauðsynleg. Skortur á virkum eigendum hefur valdið því að bankarnir, sem eru að tveimur þriðju hluta í eigu ríkisins, hafa verið reknir á sjálfstýringu í of langan tíma. Afleiðingarnar eru að skýra sýn hefur vantað upp á hverju þurfi að breyta og hvað bæta. Sú staða er ekki lengur í boði. Fjöldauppsagnir hjá Arion og Icelandair, sem eru á meðal stærstu vinnustaða landsins, eiga sér ekki stað í tómarúmi. Þær aðgerðir, ásamt uppsögnum fjölda annarra fyrirtækja í vikunni, eru um margt vitnisburður þverrandi samkeppnishæfni Íslands. Launakostnaður, mældur í erlendri mynt, hefur hækkað margfalt meira hér á landi í samanburði við okkar helstu nágrannaríki. Þetta er ekki hræðsluáróður heldur sá efnahagsveruleiki sem við blasir og veldur því að mörg fyrirtæki, meðal annars Icelandair, hefur orðið undir í samkeppni við erlenda keppinauta og leitar nú allra leiða til hagræðingar eigi félagið að vera samkeppnisfært. Vandinn sem bankarnir standa frammi fyrir er í grunninn sá hinn sami. Fjárhagslegur styrkur þeirra hefur sjaldan verið meiri, með hæstu eiginfjárhlutföll í Evrópu, sem samanstendur af raunverulegu eigin fé, og geta því vel staðið af sér möguleg stór áföll í efnahagslífinu. Þær eiginfjárkröfur sem bankarnir þurfa að uppfylla, ásamt því að greiða margfalt hærri opinberar álögur en aðrir evrópskir bankar, hefur hins vegar stuðlað að óarðbærum rekstri og rýrt stórkostlega samkeppnishæfni þeirra, einkum í útlánum til fyrirtækja. Það er hægt að afgreiða slík rök með hefðbundnum hætti, sem væl í bankamönnum sem ekki beri að taka mark á, en þetta er engu að síður staðreynd. Enginn hefur talað fyrir breytingum sem miða að því að hverfa aftur til áranna í aðdraganda fjármálahrunsins, enda þótt sumir hagfræðiprófessorar kjósi að stilla hlutunum upp þannig í sínum hliðarveruleika, heldur einungis að fyrirtæki búi við sambærilegt regluverk og þekkist í Evrópu. Svo er ekki í dag. Hagkvæmt og skilvirkt fjármálakerfi, sem hefur burði til að þjónusta fyrirtæki og heimili, er forsenda þess að bæta framleiðni í atvinnulífinu. Ætla mætti að flestir væru sammála um að það væri eftirsóknarvert markmið. Ísland er ekki eyland. Versnandi rekstraraðstæður í atvinnulífinu, sem endurspeglast núna í tíðum hópuppsögnum, er áminning um mikilvægi þess að huga betur að samkeppnishæfni landsins. Enginn ætti að vera stikkfrí í þeirri umræðu. Verkalýðshreyfingin, stjórnmálamenn, eftirlitsstofnanir, Seðlabankinn og atvinnurekendur. Við eigum í alþjóðlegri samkeppni um vinnuafl og fjármagn og hvernig fyrirtækjum reiðir þar af ákvarðar þá verðmætasköpun sem verður til hverju sinni. Þetta gerist nefnilega ekki af sjálfu sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Tíminn hefur verið illa nýttur. Frá 2014 hefur bankastarfsmönnum fækkað um þrettán prósent. Það er of lítið sé tekið mið af viðvarandi erfiðu rekstrarumhverfi, sem einkennist af stífum eiginfjárkröfum og háum sértækum sköttum, og fyrirsjáanlegum áskorunum með nýjum leikendum og mun meiri samkeppni í fjármálaþjónustu. Afleiðingin hefur verið léleg arðsemi og mikill rekstrarkostnaður. Ákvörðun stjórnar Arion um að fækka starfsfólki bankans um eitt hundrað, sem kom ekki á óvart, er viðbragð við þessari stöðu og þess vegna því miður nauðsynleg. Skortur á virkum eigendum hefur valdið því að bankarnir, sem eru að tveimur þriðju hluta í eigu ríkisins, hafa verið reknir á sjálfstýringu í of langan tíma. Afleiðingarnar eru að skýra sýn hefur vantað upp á hverju þurfi að breyta og hvað bæta. Sú staða er ekki lengur í boði. Fjöldauppsagnir hjá Arion og Icelandair, sem eru á meðal stærstu vinnustaða landsins, eiga sér ekki stað í tómarúmi. Þær aðgerðir, ásamt uppsögnum fjölda annarra fyrirtækja í vikunni, eru um margt vitnisburður þverrandi samkeppnishæfni Íslands. Launakostnaður, mældur í erlendri mynt, hefur hækkað margfalt meira hér á landi í samanburði við okkar helstu nágrannaríki. Þetta er ekki hræðsluáróður heldur sá efnahagsveruleiki sem við blasir og veldur því að mörg fyrirtæki, meðal annars Icelandair, hefur orðið undir í samkeppni við erlenda keppinauta og leitar nú allra leiða til hagræðingar eigi félagið að vera samkeppnisfært. Vandinn sem bankarnir standa frammi fyrir er í grunninn sá hinn sami. Fjárhagslegur styrkur þeirra hefur sjaldan verið meiri, með hæstu eiginfjárhlutföll í Evrópu, sem samanstendur af raunverulegu eigin fé, og geta því vel staðið af sér möguleg stór áföll í efnahagslífinu. Þær eiginfjárkröfur sem bankarnir þurfa að uppfylla, ásamt því að greiða margfalt hærri opinberar álögur en aðrir evrópskir bankar, hefur hins vegar stuðlað að óarðbærum rekstri og rýrt stórkostlega samkeppnishæfni þeirra, einkum í útlánum til fyrirtækja. Það er hægt að afgreiða slík rök með hefðbundnum hætti, sem væl í bankamönnum sem ekki beri að taka mark á, en þetta er engu að síður staðreynd. Enginn hefur talað fyrir breytingum sem miða að því að hverfa aftur til áranna í aðdraganda fjármálahrunsins, enda þótt sumir hagfræðiprófessorar kjósi að stilla hlutunum upp þannig í sínum hliðarveruleika, heldur einungis að fyrirtæki búi við sambærilegt regluverk og þekkist í Evrópu. Svo er ekki í dag. Hagkvæmt og skilvirkt fjármálakerfi, sem hefur burði til að þjónusta fyrirtæki og heimili, er forsenda þess að bæta framleiðni í atvinnulífinu. Ætla mætti að flestir væru sammála um að það væri eftirsóknarvert markmið. Ísland er ekki eyland. Versnandi rekstraraðstæður í atvinnulífinu, sem endurspeglast núna í tíðum hópuppsögnum, er áminning um mikilvægi þess að huga betur að samkeppnishæfni landsins. Enginn ætti að vera stikkfrí í þeirri umræðu. Verkalýðshreyfingin, stjórnmálamenn, eftirlitsstofnanir, Seðlabankinn og atvinnurekendur. Við eigum í alþjóðlegri samkeppni um vinnuafl og fjármagn og hvernig fyrirtækjum reiðir þar af ákvarðar þá verðmætasköpun sem verður til hverju sinni. Þetta gerist nefnilega ekki af sjálfu sér.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar