Telja Magnús hafa eytt gögnum og krefja hann um 1,3 milljarð króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2019 11:07 Magnús Garðarsson er stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon. Fréttablaðið/Eyþór Þrotabú Sameinaðs sílíkons hefur stefnt Magnúsi Ólafi Garðarssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins, og krafið hann um greiðlu upp á rúmlega 1,2 milljarð króna auk vaxta aftur til ársins 2013. Þá krefst þrotabúið að fasteignir í Kópavogi og Danmörku verði kyrsettar auk Mercedes Benz bfreiðar. Stefnan er birt Magnúsi í Lögbirtingablaðinu í dag. Lögmaður þrotabúsins segir það nauðsynlegt þar sem Magnús sé nú með óþekktan dvalarstað en síðasta þekkta heimilisfang hans var í Lyngby í Danmörku. Sameinað sílikon hf. var stofnað þann 17. febrúar 2014 og var tilgangur félagsins rekstur á kísilmálmverksmiðju á Reykjanesi. Félagið fór í greiðslustöðvun þann 14. ágúst 2017 eftir mikinn rekstrarvanda og var úrskurðað gjaldþrota af Héraðsdómi Reykjaness þann 22. janúar í fyrra. Magnús Ólafur var í forystu við stofnun og byggingu verksmiðjunnar. Hann var framkvæmdastjóri félagsins frá 2014-2015 en svo „Director of Business Development“ þar til í mars 2017. Magnús Ólafur og ýmis félög á vegum hans voru jafnframt meirihlutaeigendur á hlutafé félagsins þar til Arion banki leysti til sín þau hlutabréf sem bankinn var með veðrétt í þann 8. september 2017.Gat ekki nefnt neina starfsmenn Í stefnunni er Magnúsi gefið að sök að hafa millifært yfir milljarð króna af reikningum Sameinaðs sílíkons yfir á hollenskt fyrirtæki, Pyromet Engineering. Fyrrverandi sambýlismaður móður Magnúsar var í upphafi skráður fyrir hollenska félaginu. Hann framseldi svo öll völd sín í félaginu til Magnúsar Ólafs. Síðasta af fjölmörgum himinháum greiðslum inn á reikning hollenska félagsins var framkvæmd í lok ágúst 2015. Félagið var afskráð í lok þess árs.Sjá einnig:Svipmynd af Magnúsi Ólafi Garðarssyni Magnús viðurkenndi við skýrslutöku hjá þrotabúinu í júní síðastliðnum að hafa millifært greiðslurnar til Pyromet Engineering í gegnum netbankaaðgang. Hann hafi þó ekki getað útskýrt neina afurð á samstarfi Sameinaðs sílíkons við hollenska fyrirtækið. Sömuleiðis gat hann ekki nefnt starfsmenn fyrirtækisins eða hverjir tengiliðir hans hefðu verið hjá félaginu. Í skýrslutökum annarra fyrrum fyrirsvarsmanna Sameinaðs sílikons hjá skiptastjóra kannaðist enginn þeirra við félagið Pyromet Engineering, né að það hafi verið í verk- eða þjónustusambandi við Sameinað sílíkon. Þá telur skiptastjóri að Magnús hafi gefið skiptastjóra rangar og villandi skýringar á greiðslunum. Félagið hafi verið stofnað sérstaklega til að hafa milligöngu um ólögmætar greiðslur.Á að mæta í héraðsdóm Til viðbótar er Magnúsi stefnt fyrir ólögmætar greiðslur af reikningum Sameinaðs sílíkonst til fleiri aðila og nema greiðslurnar milljónum, tugmilljónum eða hundrað milljónum króna. Þrotabúið telur engin bókhaldsgögn vera til staðar í félaginu Stakksbraut 9, félagi sem var sameinað Sameinuðu sílíkonu og Magnús notaði til að millifæra peningana yfir í önnur félög. Svo virðist sem gögnunum hafi verið eytt til að leyna brotum Magnúsar, eins og segir í stefnunni. Fyrrum fjármálastjóri Sameinaðs sílíkons hefur engin gögn um félagið Stakksbraut 9. Sömu sögu sagði fyrrum ritari Sameinaðs sílíkons. Samanlögð bótakrafa þrotabúsins nemur einum milljarði og 235 milljónum króna. Er Magnús krafinn um að mæta á morgni dags 27. nóvember í Héraðsdóm Reykjaness þar sem málið verður þingfest. Auk einkamálsins hefur héraðssaksóknari haft Magnús til skoðunar í lengri tíma. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari tjáði fréttastofu í apríl að málið væri umfangsmeira en í fyrstu hefði verið talið.Þá hefur Magnús Ólafur komist í kast við lögin fyrir hraðakstur á Teslu-bíl sínum. Dómsmál United Silicon Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Sjá meira
Þrotabú Sameinaðs sílíkons hefur stefnt Magnúsi Ólafi Garðarssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins, og krafið hann um greiðlu upp á rúmlega 1,2 milljarð króna auk vaxta aftur til ársins 2013. Þá krefst þrotabúið að fasteignir í Kópavogi og Danmörku verði kyrsettar auk Mercedes Benz bfreiðar. Stefnan er birt Magnúsi í Lögbirtingablaðinu í dag. Lögmaður þrotabúsins segir það nauðsynlegt þar sem Magnús sé nú með óþekktan dvalarstað en síðasta þekkta heimilisfang hans var í Lyngby í Danmörku. Sameinað sílikon hf. var stofnað þann 17. febrúar 2014 og var tilgangur félagsins rekstur á kísilmálmverksmiðju á Reykjanesi. Félagið fór í greiðslustöðvun þann 14. ágúst 2017 eftir mikinn rekstrarvanda og var úrskurðað gjaldþrota af Héraðsdómi Reykjaness þann 22. janúar í fyrra. Magnús Ólafur var í forystu við stofnun og byggingu verksmiðjunnar. Hann var framkvæmdastjóri félagsins frá 2014-2015 en svo „Director of Business Development“ þar til í mars 2017. Magnús Ólafur og ýmis félög á vegum hans voru jafnframt meirihlutaeigendur á hlutafé félagsins þar til Arion banki leysti til sín þau hlutabréf sem bankinn var með veðrétt í þann 8. september 2017.Gat ekki nefnt neina starfsmenn Í stefnunni er Magnúsi gefið að sök að hafa millifært yfir milljarð króna af reikningum Sameinaðs sílíkons yfir á hollenskt fyrirtæki, Pyromet Engineering. Fyrrverandi sambýlismaður móður Magnúsar var í upphafi skráður fyrir hollenska félaginu. Hann framseldi svo öll völd sín í félaginu til Magnúsar Ólafs. Síðasta af fjölmörgum himinháum greiðslum inn á reikning hollenska félagsins var framkvæmd í lok ágúst 2015. Félagið var afskráð í lok þess árs.Sjá einnig:Svipmynd af Magnúsi Ólafi Garðarssyni Magnús viðurkenndi við skýrslutöku hjá þrotabúinu í júní síðastliðnum að hafa millifært greiðslurnar til Pyromet Engineering í gegnum netbankaaðgang. Hann hafi þó ekki getað útskýrt neina afurð á samstarfi Sameinaðs sílíkons við hollenska fyrirtækið. Sömuleiðis gat hann ekki nefnt starfsmenn fyrirtækisins eða hverjir tengiliðir hans hefðu verið hjá félaginu. Í skýrslutökum annarra fyrrum fyrirsvarsmanna Sameinaðs sílikons hjá skiptastjóra kannaðist enginn þeirra við félagið Pyromet Engineering, né að það hafi verið í verk- eða þjónustusambandi við Sameinað sílíkon. Þá telur skiptastjóri að Magnús hafi gefið skiptastjóra rangar og villandi skýringar á greiðslunum. Félagið hafi verið stofnað sérstaklega til að hafa milligöngu um ólögmætar greiðslur.Á að mæta í héraðsdóm Til viðbótar er Magnúsi stefnt fyrir ólögmætar greiðslur af reikningum Sameinaðs sílíkonst til fleiri aðila og nema greiðslurnar milljónum, tugmilljónum eða hundrað milljónum króna. Þrotabúið telur engin bókhaldsgögn vera til staðar í félaginu Stakksbraut 9, félagi sem var sameinað Sameinuðu sílíkonu og Magnús notaði til að millifæra peningana yfir í önnur félög. Svo virðist sem gögnunum hafi verið eytt til að leyna brotum Magnúsar, eins og segir í stefnunni. Fyrrum fjármálastjóri Sameinaðs sílíkons hefur engin gögn um félagið Stakksbraut 9. Sömu sögu sagði fyrrum ritari Sameinaðs sílíkons. Samanlögð bótakrafa þrotabúsins nemur einum milljarði og 235 milljónum króna. Er Magnús krafinn um að mæta á morgni dags 27. nóvember í Héraðsdóm Reykjaness þar sem málið verður þingfest. Auk einkamálsins hefur héraðssaksóknari haft Magnús til skoðunar í lengri tíma. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari tjáði fréttastofu í apríl að málið væri umfangsmeira en í fyrstu hefði verið talið.Þá hefur Magnús Ólafur komist í kast við lögin fyrir hraðakstur á Teslu-bíl sínum.
Dómsmál United Silicon Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Sjá meira