Útlit fyrir að fiskeldi tvöfaldist á næstu árum Atli Ísleifsson skrifar 25. september 2019 09:43 Fiskeldi Austfjarða er með fiskeldi í bæði Berufirði og Fáskrúðsfirði. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir að samanlögð fiskeldisframleiðsla á Íslandi komi til með að tvöfaldast á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þar segir að það sem af er ári er vöxtur í útflutningsverðmæti fiskeldis milli ára um 60 prósent. Verðmæti verður líklega hátt í 20 milljarðar króna í ár sem nemi ríflega eitt prósent af heildarútflutningi. Framleiðsluheimildir í fiskeldi hafa nær tvöfaldast á þessu ári og eru nú um 85 þúsund tonn á ári miðað við útgefin starfsleyfi Umhverfisstofnunar. Er áætlað að það taki rekstraraðila um tvö ár að komast í fulla framleiðslugetu. „Gangi áform eftir eru líkur á að samanlögð framleiðsla tvöfaldist til ársins 2021. Miðað við óbreytt afurðaverð þýðir þetta að útflutningsverðmæti fiskeldis gæti orðið um 40 ma.kr. árið 2021. Það nemur hátt í 3% af heildarútflutningi og slagar upp í verðmæti alls uppsjávarfisks í fyrra. Spáin er vitanlega háð óvissu um gang mála hjá einstökum framleiðendum.Spá um þróun í fiskeldi á næstu árum.Fjármála- og efnahagsráðuneytiðMiðað við þær starfsleyfisumsóknir sem eru til skoðunar mun vöxtur fiskeldis líklega halda áfram eftir árið 2021. Það er þó takmarkað hversu mikinn fisk er hægt að framleiða í einstökum fjörðum og víða eru samanlagðar heimildir að nálgast burðarþol fjarðanna. Þrátt fyrir það er ekki útilokað að framleiðsluverðmætið geti vaxið um nokkra tugi milljarða til viðbótar á árunum eftir 2021,“ segir í tilkynningunni. Mestallt fiskeldi hér á landi er annars vegar á Vestfjörðum og hins vegar á Austfjörðum. Skiptist það tiltölulega jafnt milli þessara tveggja landsvæða. Byggðamál Djúpivogur Fiskeldi Fjarðabyggð Ísafjarðarbær Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Fjarðalax með rekstrarleyfi til fiskeldis Heimilt er að kæra ákvörðun MAST um útgáfu rekstrarleyfis til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar. 28. ágúst 2019 17:36 MAST veitir rekstrarleyfi til fiskeldis á Vestfjörðum eftir ógildingu úrskurðarnefndar Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafði áður fellt rekstrarleyfi fyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðalax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði úr gildi í september á síðasta ári. 27. ágúst 2019 17:15 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Útlit er fyrir að samanlögð fiskeldisframleiðsla á Íslandi komi til með að tvöfaldast á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þar segir að það sem af er ári er vöxtur í útflutningsverðmæti fiskeldis milli ára um 60 prósent. Verðmæti verður líklega hátt í 20 milljarðar króna í ár sem nemi ríflega eitt prósent af heildarútflutningi. Framleiðsluheimildir í fiskeldi hafa nær tvöfaldast á þessu ári og eru nú um 85 þúsund tonn á ári miðað við útgefin starfsleyfi Umhverfisstofnunar. Er áætlað að það taki rekstraraðila um tvö ár að komast í fulla framleiðslugetu. „Gangi áform eftir eru líkur á að samanlögð framleiðsla tvöfaldist til ársins 2021. Miðað við óbreytt afurðaverð þýðir þetta að útflutningsverðmæti fiskeldis gæti orðið um 40 ma.kr. árið 2021. Það nemur hátt í 3% af heildarútflutningi og slagar upp í verðmæti alls uppsjávarfisks í fyrra. Spáin er vitanlega háð óvissu um gang mála hjá einstökum framleiðendum.Spá um þróun í fiskeldi á næstu árum.Fjármála- og efnahagsráðuneytiðMiðað við þær starfsleyfisumsóknir sem eru til skoðunar mun vöxtur fiskeldis líklega halda áfram eftir árið 2021. Það er þó takmarkað hversu mikinn fisk er hægt að framleiða í einstökum fjörðum og víða eru samanlagðar heimildir að nálgast burðarþol fjarðanna. Þrátt fyrir það er ekki útilokað að framleiðsluverðmætið geti vaxið um nokkra tugi milljarða til viðbótar á árunum eftir 2021,“ segir í tilkynningunni. Mestallt fiskeldi hér á landi er annars vegar á Vestfjörðum og hins vegar á Austfjörðum. Skiptist það tiltölulega jafnt milli þessara tveggja landsvæða.
Byggðamál Djúpivogur Fiskeldi Fjarðabyggð Ísafjarðarbær Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Fjarðalax með rekstrarleyfi til fiskeldis Heimilt er að kæra ákvörðun MAST um útgáfu rekstrarleyfis til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar. 28. ágúst 2019 17:36 MAST veitir rekstrarleyfi til fiskeldis á Vestfjörðum eftir ógildingu úrskurðarnefndar Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafði áður fellt rekstrarleyfi fyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðalax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði úr gildi í september á síðasta ári. 27. ágúst 2019 17:15 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Fjarðalax með rekstrarleyfi til fiskeldis Heimilt er að kæra ákvörðun MAST um útgáfu rekstrarleyfis til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar. 28. ágúst 2019 17:36
MAST veitir rekstrarleyfi til fiskeldis á Vestfjörðum eftir ógildingu úrskurðarnefndar Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafði áður fellt rekstrarleyfi fyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðalax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði úr gildi í september á síðasta ári. 27. ágúst 2019 17:15