Dýpkun skuldabréfamarkaðar Birgir Haraldsson skrifar 25. september 2019 07:00 Samhliða versnandi horfum í alþjóðahagkerfinu á þessu ári hafa langtímavextir á skuldabréfamörkuðum hríðlækkað víðsvegar um heiminn og fjöldi seðlabanka keyrt stýrivexti niður. Þessa þróun má glögglega sjá í hlutdeild skuldabréfa í heiminum sem bera neikvæða vexti en hún hafði aukist í tæp 30% í lok ágúst úr 12% seint á síðasta ári, samkvæmt bandaríska fjárfestingarbankanum J.P. Morgan. Aldrei hefur þessi hlutdeild mælst hærri áður en hún nær yfir 24 lönd, bæði iðnaðar- og nýmarkaðslönd, og meðal annars skuldabréf ríkja, opinberra stofnana og fyrirtækja. Vaxtagrunnur upp á 3,5% líkt og á Íslandi í dag er því „vara“ sem er að verða af skornum skammti á heimsvísu. Í þessu ljósi er áhugavert að sjá að þátttaka erlendra fjárfesta á íslenskum skuldabréfamarkaði er engu að síður við sögulegt lágmark um þessar mundir en samkvæmt markaðsupplýsingum Lánamála ríkisins áttu alþjóðafjárfestar eingöngu 14,6% af útistandandi ríkisskuldabréfum í ágúst. Þetta hlutfall var um tvöfalt hærra rétt fyrir innleiðingu innflæðishaftanna í júní 2016 en til samanburðar má nefna að nýlegar tölur frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um hlutdeild erlendra fjárfesta í skuldum nýmarkaðsríkja í eigin gjaldmiðli sýna hana um 18% að meðaltali. Lönd eins og Pólland og Mexíkó standa í 30% (bæði voru í 40% fyrir fjórum árum), Suður-Afríka í 38%, Indónesía í 40% og Perú situr efst með hlutdeild erlendra fjárfesta í 44% (fór hæst í 57% í lok árs 2013). Segja má að rýmið til að tvöfalda og jafnvel þrefalda þátttöku alþjóðafjárfesta í íslenskum skuldabréfum sé til staðar en það tryggir á engan hátt að slík þróun muni eiga sér stað. Helsta áskorunin er smæð markaðarins en heildarvirði allra íslenskra skuldabréfa samsvarar útistandandi skuldabréfaútgáfu bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing (21 milljarðar Bandaríkjadala). Sömuleiðis myndi tvöföldun á þátttöku erlendra aðila í ríkisskuldabréfum eingöngu þýða innflæði upp á 800 milljónir Bandaríkjadala – upphæð sem sjóðsstjóri innan meðalstórs vogunarsjóðs í New York eða London stýrir. Vaxtagrunnur upp á 3,5% ætti því eingöngu að vera nauðsynlegt skilyrði til að vekja áhuga erlendra aðila í dag en ekki endilega nægjanlegt því að smæðin setur ákveðnar hömlur á íslensk skuldabréfatækifæri fyrir alþjóðafjárfesta. Það er því einkar áhugavert að fylgjast með markaðnum fyrir íslensk fyrirtækjaskuldabréf um þessar mundir en ákveðnar sviptingar eru að eiga sér stað sem benda til þess að útgáfa skuldabréfa fyrirtækja gæti aukist á komandi misserum. Nýverið í þessum miðli lýsti til að mynda bankastjóri eins af viðskiptabönkunum því yfir að fjármögnun stærri fyrirtækja myndi í auknum mæli leita út á skuldabréfamarkaðinn þar sem bankarnir væru ekki lengur samkeppnishæfir í kjörum til þessa hóps. Þessi þróun er nú hafin með skuldabréfaútgáfu Haga* í þessum mánuði og ef staflinn af bankalánum sem situr á efnahagsreikningum skráðra fyrirtækja myndi færast inn á skuldabréfamarkaðinn myndu stoðir hans styrkjast til muna. Innlendir togkraftar fyrir alþjóðafjárfesta gætu því mögulega aukist ef fyrirtækjahluti skuldabréfamarkaðarins dýpkar í náinni framtíð á meðan markaðsaðstæður erlendis ættu að að ýta fjárfestum í fræknari landkannanir. Tíminn mun leiða í ljós hvort og hversu hratt þessi þróun á sér stað en það væri til mikils að vinna fyrir íslenskan skuldabréfamarkað ef fjölbreytileiki í fjárfestingarkostum og fjárfestahópnum myndi aukast.Höfundur er sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance *Arctica Finance sér um framkvæmd skuldabréfaútgáfu Haga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Haraldsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Samhliða versnandi horfum í alþjóðahagkerfinu á þessu ári hafa langtímavextir á skuldabréfamörkuðum hríðlækkað víðsvegar um heiminn og fjöldi seðlabanka keyrt stýrivexti niður. Þessa þróun má glögglega sjá í hlutdeild skuldabréfa í heiminum sem bera neikvæða vexti en hún hafði aukist í tæp 30% í lok ágúst úr 12% seint á síðasta ári, samkvæmt bandaríska fjárfestingarbankanum J.P. Morgan. Aldrei hefur þessi hlutdeild mælst hærri áður en hún nær yfir 24 lönd, bæði iðnaðar- og nýmarkaðslönd, og meðal annars skuldabréf ríkja, opinberra stofnana og fyrirtækja. Vaxtagrunnur upp á 3,5% líkt og á Íslandi í dag er því „vara“ sem er að verða af skornum skammti á heimsvísu. Í þessu ljósi er áhugavert að sjá að þátttaka erlendra fjárfesta á íslenskum skuldabréfamarkaði er engu að síður við sögulegt lágmark um þessar mundir en samkvæmt markaðsupplýsingum Lánamála ríkisins áttu alþjóðafjárfestar eingöngu 14,6% af útistandandi ríkisskuldabréfum í ágúst. Þetta hlutfall var um tvöfalt hærra rétt fyrir innleiðingu innflæðishaftanna í júní 2016 en til samanburðar má nefna að nýlegar tölur frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um hlutdeild erlendra fjárfesta í skuldum nýmarkaðsríkja í eigin gjaldmiðli sýna hana um 18% að meðaltali. Lönd eins og Pólland og Mexíkó standa í 30% (bæði voru í 40% fyrir fjórum árum), Suður-Afríka í 38%, Indónesía í 40% og Perú situr efst með hlutdeild erlendra fjárfesta í 44% (fór hæst í 57% í lok árs 2013). Segja má að rýmið til að tvöfalda og jafnvel þrefalda þátttöku alþjóðafjárfesta í íslenskum skuldabréfum sé til staðar en það tryggir á engan hátt að slík þróun muni eiga sér stað. Helsta áskorunin er smæð markaðarins en heildarvirði allra íslenskra skuldabréfa samsvarar útistandandi skuldabréfaútgáfu bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing (21 milljarðar Bandaríkjadala). Sömuleiðis myndi tvöföldun á þátttöku erlendra aðila í ríkisskuldabréfum eingöngu þýða innflæði upp á 800 milljónir Bandaríkjadala – upphæð sem sjóðsstjóri innan meðalstórs vogunarsjóðs í New York eða London stýrir. Vaxtagrunnur upp á 3,5% ætti því eingöngu að vera nauðsynlegt skilyrði til að vekja áhuga erlendra aðila í dag en ekki endilega nægjanlegt því að smæðin setur ákveðnar hömlur á íslensk skuldabréfatækifæri fyrir alþjóðafjárfesta. Það er því einkar áhugavert að fylgjast með markaðnum fyrir íslensk fyrirtækjaskuldabréf um þessar mundir en ákveðnar sviptingar eru að eiga sér stað sem benda til þess að útgáfa skuldabréfa fyrirtækja gæti aukist á komandi misserum. Nýverið í þessum miðli lýsti til að mynda bankastjóri eins af viðskiptabönkunum því yfir að fjármögnun stærri fyrirtækja myndi í auknum mæli leita út á skuldabréfamarkaðinn þar sem bankarnir væru ekki lengur samkeppnishæfir í kjörum til þessa hóps. Þessi þróun er nú hafin með skuldabréfaútgáfu Haga* í þessum mánuði og ef staflinn af bankalánum sem situr á efnahagsreikningum skráðra fyrirtækja myndi færast inn á skuldabréfamarkaðinn myndu stoðir hans styrkjast til muna. Innlendir togkraftar fyrir alþjóðafjárfesta gætu því mögulega aukist ef fyrirtækjahluti skuldabréfamarkaðarins dýpkar í náinni framtíð á meðan markaðsaðstæður erlendis ættu að að ýta fjárfestum í fræknari landkannanir. Tíminn mun leiða í ljós hvort og hversu hratt þessi þróun á sér stað en það væri til mikils að vinna fyrir íslenskan skuldabréfamarkað ef fjölbreytileiki í fjárfestingarkostum og fjárfestahópnum myndi aukast.Höfundur er sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance *Arctica Finance sér um framkvæmd skuldabréfaútgáfu Haga.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar