Hjallastefnan í þrjá áratugi Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar 25. september 2019 07:00 Þann 25. september árið 1989 tók Margrét Pála Ólafsdóttir við rekstri leikskólans Hjalla í Hafnarfirði og markaði það upphafið að starfsemi Hjallastefnunnar. Hjallastefnan fagnar því 30 ára afmæli. Fjöldi starfsfólks á Hjalla var á þeim tíma liðlega tuttugu og nemendurnir á fjórum leikskóladeildum en Hjalla var ætlað að verða fjölmennasti leikskóli landsins sem hann og varð. Frá upphafi var sýnin fyrir nýjan skóla skýr og einföld. Hún var sú að tryggt skyldi að hverju einasta barni liði vel í skólanum. Hjallastefnan setti sér því snemma meginreglur sem enn þann dag í dag marka allt skólastarfið þar sem jafnrétti er grunnstefið í allri nálgun í starfseminni. Lýðræði meðal barna og starfsfólks er í hávegum haft og kraftur sköpunar er nýttur börnunum til handa.Meginreglurnar sex Hjallastefnan byggir á 6 meginreglum sem hafa það markmið að byggja upp jákvæða og kærleiksríka skólamenningu en mikilvægasta meginreglan er þó sú að mæta skuli hverju barni eins og það er og af virðingu ásamt því sem Hjallastefnan viðurkennir ólíkar þarfir aldurshópa, kynja og einstaklinga. Önnur meginregla er sú að stuðla skuli að því að jákvæðni, gleði og kærleikur séu ráðandi öfl í samskiptum starfsfólks og í öllum samskiptum við börn, foreldra og aðra sem koma að málefnum skólans. Þá hefur Hjallastefnan jafnframt barist fyrir jafnræði meðal skóla landsins þegar kemur að opinberum fjárframlögum og að allir foreldrar njóti valfrelsis um skóla þegar kemur að uppeldi og menntun barna, óháð fjárhagsstöðu. Þá er valdefling kvenna ennfremur eitt af leiðarljósum Hjallastefnunnar enda var skólinn stofnaður af konu, allur reksturinn er í höndum kvenna, nær allir stjórnendur eru konur, meirihluti eiganda eru konur og starfsfólk leik- og grunnskóla er að meirihluta konur. Sautján skólar Hjallastefnunnar Hjallastefnan skilgreinir sig sem félag á sviði uppeldis og menntunar á leik- og grunnskólastigi, en alls starfrækir skólinn fjórtán leikskóla á landinu í tíu sveitarfélögum, sex á höfuðborgarsvæðinu, þrjá í Reykjanesbæ, og einn í Suðurnesjabæ (Sandgerði) auk fimm leikskóla á landsbyggðinni; Skagaströnd, Ísafirði, Akureyri, Bifröst í Borgarfirði og Vestmannaeyjum. Einnig rekur Hjallastefnan þrjá grunnskóla í þremur sveitarfélögum fyrir börn á aldrinum 5 – 10 ára; Barnaskólann í Reykjavík, Garðabæ og Hafnarfirði. Hjá Hjallastefnunni starfa um 450 manns og nemendur eru um 1.800 talsins. Samkvæmt lista Frjálsar verslunar yfir 300 stærstu fyrirtæki landsins er Hjallastefnan númer 40 þegar kemur að fjölda starfsfólks og í sæti 150 þegar miðað er við fjárhagslega veltu. Það hefur því mikið vatn runnið til sjávar á 30 ára sögu Hjallastefnunnar. Hjallastefnan í Skotlandi Hjalli-model er systurfyrirtæki Hjallastefnunnar sem rekið hefur skólann Elmwood í Glasgow í eitt ár. Skólinn starfar samkvæmt hugmyndafræði Hjallastefnunnar og hafa skoskir foreldrar og börn tekið þessum nýja valkosti opnum örmum enda gengur reksturinn vonum framar. Þess má ennfremur geta að rúmlega 270 gestir á vegum erlendrar fjölmiðla og fagfólks víða að úr heiminum heimsóttu skóla Hjallastefnunnar hér á landi á síðasta skólaári og ber fjöldinn vott um áhuga og aukna eftirspurn eftir nýjum hugmyndum í skólastarfi. Til okkar streyma reglulega gestir úr öllum heimsálfun og hafa margir gert skólastarfinu góð skil í fjölmiðlum. Við þau tímamót sem nú eru við 30 ára afmæli Hjallastefnunnar er tilefni til að óska frumkvöðlinum Margréti Pálu Ólafsdóttur, stofnanda Hjallastefnunnar, til hamingju með afraksturinn og um leið framsýni hennar í skóla- og menntunarmálum í þágu æsku landsins.Höfundur er framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Þann 25. september árið 1989 tók Margrét Pála Ólafsdóttir við rekstri leikskólans Hjalla í Hafnarfirði og markaði það upphafið að starfsemi Hjallastefnunnar. Hjallastefnan fagnar því 30 ára afmæli. Fjöldi starfsfólks á Hjalla var á þeim tíma liðlega tuttugu og nemendurnir á fjórum leikskóladeildum en Hjalla var ætlað að verða fjölmennasti leikskóli landsins sem hann og varð. Frá upphafi var sýnin fyrir nýjan skóla skýr og einföld. Hún var sú að tryggt skyldi að hverju einasta barni liði vel í skólanum. Hjallastefnan setti sér því snemma meginreglur sem enn þann dag í dag marka allt skólastarfið þar sem jafnrétti er grunnstefið í allri nálgun í starfseminni. Lýðræði meðal barna og starfsfólks er í hávegum haft og kraftur sköpunar er nýttur börnunum til handa.Meginreglurnar sex Hjallastefnan byggir á 6 meginreglum sem hafa það markmið að byggja upp jákvæða og kærleiksríka skólamenningu en mikilvægasta meginreglan er þó sú að mæta skuli hverju barni eins og það er og af virðingu ásamt því sem Hjallastefnan viðurkennir ólíkar þarfir aldurshópa, kynja og einstaklinga. Önnur meginregla er sú að stuðla skuli að því að jákvæðni, gleði og kærleikur séu ráðandi öfl í samskiptum starfsfólks og í öllum samskiptum við börn, foreldra og aðra sem koma að málefnum skólans. Þá hefur Hjallastefnan jafnframt barist fyrir jafnræði meðal skóla landsins þegar kemur að opinberum fjárframlögum og að allir foreldrar njóti valfrelsis um skóla þegar kemur að uppeldi og menntun barna, óháð fjárhagsstöðu. Þá er valdefling kvenna ennfremur eitt af leiðarljósum Hjallastefnunnar enda var skólinn stofnaður af konu, allur reksturinn er í höndum kvenna, nær allir stjórnendur eru konur, meirihluti eiganda eru konur og starfsfólk leik- og grunnskóla er að meirihluta konur. Sautján skólar Hjallastefnunnar Hjallastefnan skilgreinir sig sem félag á sviði uppeldis og menntunar á leik- og grunnskólastigi, en alls starfrækir skólinn fjórtán leikskóla á landinu í tíu sveitarfélögum, sex á höfuðborgarsvæðinu, þrjá í Reykjanesbæ, og einn í Suðurnesjabæ (Sandgerði) auk fimm leikskóla á landsbyggðinni; Skagaströnd, Ísafirði, Akureyri, Bifröst í Borgarfirði og Vestmannaeyjum. Einnig rekur Hjallastefnan þrjá grunnskóla í þremur sveitarfélögum fyrir börn á aldrinum 5 – 10 ára; Barnaskólann í Reykjavík, Garðabæ og Hafnarfirði. Hjá Hjallastefnunni starfa um 450 manns og nemendur eru um 1.800 talsins. Samkvæmt lista Frjálsar verslunar yfir 300 stærstu fyrirtæki landsins er Hjallastefnan númer 40 þegar kemur að fjölda starfsfólks og í sæti 150 þegar miðað er við fjárhagslega veltu. Það hefur því mikið vatn runnið til sjávar á 30 ára sögu Hjallastefnunnar. Hjallastefnan í Skotlandi Hjalli-model er systurfyrirtæki Hjallastefnunnar sem rekið hefur skólann Elmwood í Glasgow í eitt ár. Skólinn starfar samkvæmt hugmyndafræði Hjallastefnunnar og hafa skoskir foreldrar og börn tekið þessum nýja valkosti opnum örmum enda gengur reksturinn vonum framar. Þess má ennfremur geta að rúmlega 270 gestir á vegum erlendrar fjölmiðla og fagfólks víða að úr heiminum heimsóttu skóla Hjallastefnunnar hér á landi á síðasta skólaári og ber fjöldinn vott um áhuga og aukna eftirspurn eftir nýjum hugmyndum í skólastarfi. Til okkar streyma reglulega gestir úr öllum heimsálfun og hafa margir gert skólastarfinu góð skil í fjölmiðlum. Við þau tímamót sem nú eru við 30 ára afmæli Hjallastefnunnar er tilefni til að óska frumkvöðlinum Margréti Pálu Ólafsdóttur, stofnanda Hjallastefnunnar, til hamingju með afraksturinn og um leið framsýni hennar í skóla- og menntunarmálum í þágu æsku landsins.Höfundur er framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun