Belja án rassgats Davíð Þorláksson skrifar 25. september 2019 07:00 Fjármálaráðherra fannst nóg um verðið þegar hann keypti sér bjór á einu af mörgum gæðahótelum borgarinnar um þarsíðustu helgi. Verðið er sannarlega hátt miðað við útlönd, en skoðum nokkur atriði sem eru þarna á bak við. Í fyrsta lagi er skattheimta hins opinbera á Íslandi ein sú hæsta í heimi, eða 34% af landsframleiðslu. Þar er Ísland heimsmeistari ásamt Dönum og Svíum. Hótelið þarf að greiða áfengisgjald, virðisaukaskatt, tryggingagjald, fasteignagjöld og, ef eitthvað er eftir, tekjuskatt. Bara fasteignagjöldin af einu stóru gæðahóteli í Reykjavík geta árlega verið hátt í 80 milljónir. Í öðru lagi leggja gæðahótelin á Íslandi sig fram um að vera með menntað fólk í þjónustu og eldhúsi. Þau sinna einnig vel þjálfun nema sem fara svo oft til starfa á öðrum veitingastöðum og hótelum um allt land. Þótt menntun sé að meginstofni til ókeypis á Íslandi þá getur það verið kostnaðarsamt að vera með fjölda iðnnema í læri. Þau sem reka þetta tiltekna gæðahótel hafa einmitt fengið verðlaun fyrir sitt framlag til menntamála. Í þriðja lagi eru laun há á Íslandi. Hér eru greidd önnur hæstu meðallaun í heimi og þriðju hæstu lágmarkslaun í heimi. Varla viljum við breyta því? Þjónn sem er útlærður í framreiðslu er þannig með ágætis tímakaup að skenkja bjór á laugardagskvöldi. Svo má ekki gleyma að stór hluti launa sem honum eru greidd rennur í ríkissjóð. Það er ekki laust við að gamalt, en ekkert sérstaklega smekklegt, máltæki komi í huga: Þar skeit beljan sem ekkert hefur rassgatið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Skattar og tollar Tengdar fréttir Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skellti sér á barinn á Nordica Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut um helgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um helgina. 17. september 2019 12:59 Áfengi mælist dýrast á Íslandi Í nýrri rannsókn Eurostat á áfengisverði í Evrópu kemur í ljós að Ísland er dýrasti staðurinn. Rannsóknin næri bæði til Evrópusambandsins og EFTA-landanna. 10. september 2019 06:15 Segir ekki mikið svigrúm til að lækka verðið á bjór Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar, segir samanburð fjármálaráðherra hafa verið full einfaldan. 22. september 2019 22:24 Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherra fannst nóg um verðið þegar hann keypti sér bjór á einu af mörgum gæðahótelum borgarinnar um þarsíðustu helgi. Verðið er sannarlega hátt miðað við útlönd, en skoðum nokkur atriði sem eru þarna á bak við. Í fyrsta lagi er skattheimta hins opinbera á Íslandi ein sú hæsta í heimi, eða 34% af landsframleiðslu. Þar er Ísland heimsmeistari ásamt Dönum og Svíum. Hótelið þarf að greiða áfengisgjald, virðisaukaskatt, tryggingagjald, fasteignagjöld og, ef eitthvað er eftir, tekjuskatt. Bara fasteignagjöldin af einu stóru gæðahóteli í Reykjavík geta árlega verið hátt í 80 milljónir. Í öðru lagi leggja gæðahótelin á Íslandi sig fram um að vera með menntað fólk í þjónustu og eldhúsi. Þau sinna einnig vel þjálfun nema sem fara svo oft til starfa á öðrum veitingastöðum og hótelum um allt land. Þótt menntun sé að meginstofni til ókeypis á Íslandi þá getur það verið kostnaðarsamt að vera með fjölda iðnnema í læri. Þau sem reka þetta tiltekna gæðahótel hafa einmitt fengið verðlaun fyrir sitt framlag til menntamála. Í þriðja lagi eru laun há á Íslandi. Hér eru greidd önnur hæstu meðallaun í heimi og þriðju hæstu lágmarkslaun í heimi. Varla viljum við breyta því? Þjónn sem er útlærður í framreiðslu er þannig með ágætis tímakaup að skenkja bjór á laugardagskvöldi. Svo má ekki gleyma að stór hluti launa sem honum eru greidd rennur í ríkissjóð. Það er ekki laust við að gamalt, en ekkert sérstaklega smekklegt, máltæki komi í huga: Þar skeit beljan sem ekkert hefur rassgatið.
Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skellti sér á barinn á Nordica Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut um helgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um helgina. 17. september 2019 12:59
Áfengi mælist dýrast á Íslandi Í nýrri rannsókn Eurostat á áfengisverði í Evrópu kemur í ljós að Ísland er dýrasti staðurinn. Rannsóknin næri bæði til Evrópusambandsins og EFTA-landanna. 10. september 2019 06:15
Segir ekki mikið svigrúm til að lækka verðið á bjór Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar, segir samanburð fjármálaráðherra hafa verið full einfaldan. 22. september 2019 22:24
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar