Enski boltinn

Pogba að snúa aftur eftir meiðsli

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Paul Pogba.
Paul Pogba. vísir/getty
Franski miðjumaðurinn Paul Pogba er búinn að jafna sig af meiðslum og mun líklega taka þátt í kvöld þegar Manchester United þegar fær Rochdale í heimsókn í enska deildabikarnum.

„Hann gæti fengið einhverjar mínútur gegn Rochdale en við reiknum klárlega með að hann verði klár fyrir Arsenal leikinn,“ segir Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd. 

Alls konar vandræði umlykja Man Utd þessa dagana og meiðslalistinn er langur þar sem Marcus Rashford, Anthony Martial, Mason Greenwood, Luke Shaw og Eric Bailly eru allir fjarri góðu gamni.

Pogba hefur ekkert spilað í septembermánuði en hann verður líklega mátulega að nálgast sitt besta form þegar franska landsliðið mætir á Laugardalsvöll þann 11.október næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×