Þetta kemur fram á vef Washington Post en demókratar á þingi hafa að undanförnu þrýst mjög á Pelosi og háttsetta demókrata að hefja rannsókn á Trump vegna mögulegra embættisbrota í starfi. Pelosi hefur hingað til verið andvíg kæru en hefur sagt að Úkraínumálið sé vendipunktur í rannsóknum á Trump.
Breaking: House Speaker Pelosi to announce formal impeachment inquiry of Trump after resisting for months https://t.co/8HjXyr1pi5
— The Washington Post (@washingtonpost) September 24, 2019
Óánægjan nú snýst um símtal Trumps og Volodímírs Selenskíj, forseta Úkraínu. Trump er sagður hafa sett 400 milljóna dala hernaðaraðstoð við Úkraínu á ís fyrir símtalið en síðan lofað Selenskíj aðstoðinni gegn því að Úkraínumenn rannsökuðu Joe Biden, einn líklegasta forsetaframbjóðanda Demókrata, og son hans Hunter Biden sem var í stjórn úkraínsks orkufyrirtækis.