Hatursorðræða og þjóðernishyggja á milli tanna þjóðarleiðtoga Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. september 2019 19:00 Almennar umræður á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hófust í dag og eru tugir þjóðarleiðtoga á mælendaskrá. Fyrstu ræðu dagsins átti Antonio Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, og setti hann þar tóninn fyrir umræðurnar. Líkt og í gær nýtti Portúgalinn vettvanginn til þess að vara við aðgerðaleysi í loftslagsmálum. Sagði hann mannkynið nú vera að tapa baráttunni en því væri hægt að snúa við. „Við lifum í órólegum heimi. Margir óttast að troðast undir, vera slegnir niður, skildir eftir. Vélar taka vinnu fólks, mansalsmenn svipta það virðingunni, lýðskrumarar svipta það réttindum sínum, stríðsherrar svipta það lífi, jarðefnaeldsneyti sviptir það framtíðinni en samt trúir fólk á þann anda og hugmyndir sem fá okkur hingað í þennan sal. Það trúir á Sameinuðu þjóðirnar,“ sagði Guterres.Allra augu á Trump Ræða Trumps Bandaríkjaforseta vakti einna mesta athygli, þótt boðskapur hans hafi ekki verið nýr. Varði hann tíma sínum í að verja innflytjendastefnu ríkisstjórnar sinnar og ræddi einnig um stefnu landsins í utanríkismálum. Þannig hvatti hann ríki heims til þess að standa saman gegn Írönum og sakaði þarlend stjórnvöld um blóðþorsta, gagnrýndi stjórnvöld í Venesúela harðlega, líkt og Jair Bolsonaro Brasilíuforseti gerði í sinni ræðu, kvaðst ósáttur við Kínverja og sagði tíma þjóðernishyggjunnar runninn upp. „Hinn frjálsi heimur verður að taka ástfóstri við grundvallarstoðir þjóðríkisins. Það má hvorki afmá þær né skipta þeim út,“ sagði Bandaríkjamaðurinn.Erdogan einblíndi á hatursorðræðu Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti ræddi um hatursáróður gegn múslimum og kenndi popúlískum stjórnmálamönnum um. „Það er grundvallarskylda okkar sem embættismenn og -konur að taka upp umburðarlyndan málflutning og eyða þessu samfélagsmeini í eitt skipti fyrir öll,“ sagði Tyrkinn. Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Tyrkland Tengdar fréttir Trump lofaði þjóðernishyggju í ræðu sinni hjá SÞ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um ýmsa aðila í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag og teiknaði hann upp alvarlega mynd af stöðu heimsins og Bandaríkjanna. 24. september 2019 15:30 Þegar Greta Thunberg rak augun í Trump Á myndum má sjá ískalt augnaráð Thunberg þegar hún sér bandaríska forsetann ganga framhjá. 24. september 2019 07:50 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Almennar umræður á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hófust í dag og eru tugir þjóðarleiðtoga á mælendaskrá. Fyrstu ræðu dagsins átti Antonio Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, og setti hann þar tóninn fyrir umræðurnar. Líkt og í gær nýtti Portúgalinn vettvanginn til þess að vara við aðgerðaleysi í loftslagsmálum. Sagði hann mannkynið nú vera að tapa baráttunni en því væri hægt að snúa við. „Við lifum í órólegum heimi. Margir óttast að troðast undir, vera slegnir niður, skildir eftir. Vélar taka vinnu fólks, mansalsmenn svipta það virðingunni, lýðskrumarar svipta það réttindum sínum, stríðsherrar svipta það lífi, jarðefnaeldsneyti sviptir það framtíðinni en samt trúir fólk á þann anda og hugmyndir sem fá okkur hingað í þennan sal. Það trúir á Sameinuðu þjóðirnar,“ sagði Guterres.Allra augu á Trump Ræða Trumps Bandaríkjaforseta vakti einna mesta athygli, þótt boðskapur hans hafi ekki verið nýr. Varði hann tíma sínum í að verja innflytjendastefnu ríkisstjórnar sinnar og ræddi einnig um stefnu landsins í utanríkismálum. Þannig hvatti hann ríki heims til þess að standa saman gegn Írönum og sakaði þarlend stjórnvöld um blóðþorsta, gagnrýndi stjórnvöld í Venesúela harðlega, líkt og Jair Bolsonaro Brasilíuforseti gerði í sinni ræðu, kvaðst ósáttur við Kínverja og sagði tíma þjóðernishyggjunnar runninn upp. „Hinn frjálsi heimur verður að taka ástfóstri við grundvallarstoðir þjóðríkisins. Það má hvorki afmá þær né skipta þeim út,“ sagði Bandaríkjamaðurinn.Erdogan einblíndi á hatursorðræðu Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti ræddi um hatursáróður gegn múslimum og kenndi popúlískum stjórnmálamönnum um. „Það er grundvallarskylda okkar sem embættismenn og -konur að taka upp umburðarlyndan málflutning og eyða þessu samfélagsmeini í eitt skipti fyrir öll,“ sagði Tyrkinn.
Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Tyrkland Tengdar fréttir Trump lofaði þjóðernishyggju í ræðu sinni hjá SÞ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um ýmsa aðila í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag og teiknaði hann upp alvarlega mynd af stöðu heimsins og Bandaríkjanna. 24. september 2019 15:30 Þegar Greta Thunberg rak augun í Trump Á myndum má sjá ískalt augnaráð Thunberg þegar hún sér bandaríska forsetann ganga framhjá. 24. september 2019 07:50 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Trump lofaði þjóðernishyggju í ræðu sinni hjá SÞ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um ýmsa aðila í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag og teiknaði hann upp alvarlega mynd af stöðu heimsins og Bandaríkjanna. 24. september 2019 15:30
Þegar Greta Thunberg rak augun í Trump Á myndum má sjá ískalt augnaráð Thunberg þegar hún sér bandaríska forsetann ganga framhjá. 24. september 2019 07:50