Þetta hefur styrkt sambandið okkar Stefán Árni Pálsson skrifar 24. september 2019 10:30 Ása og Hörður hafa lengi reynt að eignast barn. Ása Hulda Oddsdóttir og Hörður Þór Jóhannsson kynntust í menntaskóla þegar hún var á fyrsta ári í Versló og hann á þriðja ári í MS. Allt gekk eins og í sögu og lífið var ljúft. Þau komin með vinnu og fjárfestu í draumaíbúðinni. Planið var þó að eignast barn áður en þau giftu sig. Það gekk þó eitthvað brösuglega, þannig að giftingin kom fyrst. „Svo liðu sex mánuðir og ekkert gerðist. Engar blæðingar eða neitt og þá tókum við ákvörðun um að ég myndi kíkja til kvensjúkdómalæknis af því að það er ekkert eðlilegt að fara ekkert á blæðingar. Þar kom í ljós að ég væri með sjúkdóm sem heitir fjölblöðru heilkenni. Þá fæ ég bara ekki egglos. Þá kom fyrsti skellurinn og ég þurfti að fara í töflumeðferðir til að koma af stað egglosi,“ segir Ása í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Fóru bæði í skoðun „Við reyndum það alveg mörgum sinnum og það bara gerðist ekki neitt.“ Hörður fór því líka í próf því þau vildi athuga hvort vandamálið væri kannski hans megin líka en það stóðst allt saman. Ása og Hörður ætluðu sér að eignast barn fyrir giftingu en það gekk ekki. „Við ákváðum þá líka á einum tímapunkti að skipta um kvensjúkdómalækni bara út frá meðmælum vinnufélaga míns og fórum til hans Arnars Haukssonar og hann er búinn að vera algjör klettur í okkar lífi og hjálpað okkur mjög mikið í gegnum þetta allt saman,“ segir Hörður. Bæði leggja þau áherslu á að fólk vinni með lækni sem það treystir og líði vel hjá. „Hann sér strax að það gæti verið eitthvað meira þarna heldur bara þetta fjölblöðru heilkenni og heldur að þarna sé líka það sem kallast endómetríósa,“ segir Hörður. Í lok 2018 fékk Ása mjög slæma verki. Verki sem ekki geta talist eðlilegir túrverkir að hennar sögn. „Ég var í vinnunni og byrja að verða rosalega óglatt, illt og gat ekki staðið upprétt. Ég endaði að fara heim og fá mér einhverjar verkjatöflur,“ segir Ása. Þegar það virkaði ekki var farið upp á Bráðamóttöku. Þar fékk hún enn sterkari töflur en síðan send heim. Verkirnir versnuðu hinsvegar bara og þau hringdu í Arnar lækni. Beint í aðgerð „Hann gerði ómskoðun á mér og þá sá hann að það hefði blætt inn á kviðinn hjá mér sem er eitt af einkennum endómetríósu. Þá ákvað hann að senda mig strax í aðgerð.“ Ása varð að fara í aðgerð vegna endómetríósu-sjúkdómsins. Í aðgerðinni eru gerð fjögur göt á líkamann og farið inn um naflann og: „Reynt að skera í burtu alla samgróninga sem myndast út af endómetríósunni.“ Við þetta ætti að verða auðveldara að verða ólétt. Hún fór í aðgerðina í febrúar en enn hefur þó ekkert gengið. „Við erum með varaplan og eigum fund eftir tvær vikur hjá Livio sem er tæknifrjóvgunarstofa hér á Íslandi og erum í raun að byrja ferlið núna,“ segir Hörður. „Þetta er svona viðtalstími þar sem við erum að fara ræða um það hvort við getum farið í glasafrjóvgun og hvort það sé allt í góðu hjá okkur þannig að það myndi virka,“ segir Ása og bætir við að þetta taki vissulega á. „Þetta er erfitt. Bæði allar aukaverkanir líkamlega, ég er með rosalega mikla ógleði, magaverkir og krampar. Ég er alltaf þreytt og svo er það andlegi parturinn líka. Hann er eiginlega erfiðari,“ segir Ása. „Hún skammar mig oft því ég er smá svona pollýnna og reyni að finna allt jákvætt í öllu og það er í raun það eina sem ég get gert. Ég reyni að vera stuðningur og maður reynir bara að gera það sem maður getur sem áhorfandi. Þetta hefur alveg reynt á vini og fjölskyldu. Það átta sig ekkert allir á því af hverju Ása getur allt í einu ekki komið af því að hún er með einhverja verki. Stundum höfum við þurft að hætta við einhver plön og hætta við að fara út að skemmta okkur.“ Þau eru bæði hrædd við þá tilhugsun að geta ekki eignast barn. „Hræðslan er hvort þetta muni aldrei virka hjá okkur. Sama hvað við reynum, hvort þetta muni aldrei heppnast.“ Tilbúin að skoða ættleiðingar Þau segjast hafa þrjá valmöguleika. Byrja á því að reyna á töflugjöfina, síðan færa sig yfir í tæknifrjóvgun og loka kosturinn sé að skoða ættleiðingar. „Við höfum rætt það en erum ekki farin að skoða það af einhverri alvöru. Okkur finnst ekki alveg vera kominn tími á það en við myndum skoða innan landssteinana eða utan.“ Þau fá oft spurninguna hvort þau ætli sér nú ekki að fara eignast barn. „Maður fær oft þessar spurningar. Um leið og við fórum að segja fólki að okkur langar að eignast barn en það er bara ekki að ganga og segja frá sjúkdóminum, þá fannst mér það hjálpa mikið. Bara fá skilninginn í staðinn fyrir að vera alltaf í felum með þetta. Þetta er pínu hættuleg spurning og maður á ekki að spyrja fólk að þessu.“ Staðreyndin er sú að tíu prósent kvenna glímir við þennan sjúkdóm. Svo er það allir hinir sem eiga í erfileikum með að eignast barn af öðrum ástæðum. „Ég held að þetta hafi styrkt sambandið okkar og við höfum aldrei verið eins náin og í gegnum þetta,“ segir Hörður. Frjósemi Ísland í dag Tengdar fréttir „Maður er að missa von og drauma“ Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir hefur síðustu þrjú ár reynt að eignast barn án árangurs og segir að ferlið hafi kennt sér mikið æðruleysi. 8. september 2019 07:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fleiri fréttir Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Sjá meira
Ása Hulda Oddsdóttir og Hörður Þór Jóhannsson kynntust í menntaskóla þegar hún var á fyrsta ári í Versló og hann á þriðja ári í MS. Allt gekk eins og í sögu og lífið var ljúft. Þau komin með vinnu og fjárfestu í draumaíbúðinni. Planið var þó að eignast barn áður en þau giftu sig. Það gekk þó eitthvað brösuglega, þannig að giftingin kom fyrst. „Svo liðu sex mánuðir og ekkert gerðist. Engar blæðingar eða neitt og þá tókum við ákvörðun um að ég myndi kíkja til kvensjúkdómalæknis af því að það er ekkert eðlilegt að fara ekkert á blæðingar. Þar kom í ljós að ég væri með sjúkdóm sem heitir fjölblöðru heilkenni. Þá fæ ég bara ekki egglos. Þá kom fyrsti skellurinn og ég þurfti að fara í töflumeðferðir til að koma af stað egglosi,“ segir Ása í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Fóru bæði í skoðun „Við reyndum það alveg mörgum sinnum og það bara gerðist ekki neitt.“ Hörður fór því líka í próf því þau vildi athuga hvort vandamálið væri kannski hans megin líka en það stóðst allt saman. Ása og Hörður ætluðu sér að eignast barn fyrir giftingu en það gekk ekki. „Við ákváðum þá líka á einum tímapunkti að skipta um kvensjúkdómalækni bara út frá meðmælum vinnufélaga míns og fórum til hans Arnars Haukssonar og hann er búinn að vera algjör klettur í okkar lífi og hjálpað okkur mjög mikið í gegnum þetta allt saman,“ segir Hörður. Bæði leggja þau áherslu á að fólk vinni með lækni sem það treystir og líði vel hjá. „Hann sér strax að það gæti verið eitthvað meira þarna heldur bara þetta fjölblöðru heilkenni og heldur að þarna sé líka það sem kallast endómetríósa,“ segir Hörður. Í lok 2018 fékk Ása mjög slæma verki. Verki sem ekki geta talist eðlilegir túrverkir að hennar sögn. „Ég var í vinnunni og byrja að verða rosalega óglatt, illt og gat ekki staðið upprétt. Ég endaði að fara heim og fá mér einhverjar verkjatöflur,“ segir Ása. Þegar það virkaði ekki var farið upp á Bráðamóttöku. Þar fékk hún enn sterkari töflur en síðan send heim. Verkirnir versnuðu hinsvegar bara og þau hringdu í Arnar lækni. Beint í aðgerð „Hann gerði ómskoðun á mér og þá sá hann að það hefði blætt inn á kviðinn hjá mér sem er eitt af einkennum endómetríósu. Þá ákvað hann að senda mig strax í aðgerð.“ Ása varð að fara í aðgerð vegna endómetríósu-sjúkdómsins. Í aðgerðinni eru gerð fjögur göt á líkamann og farið inn um naflann og: „Reynt að skera í burtu alla samgróninga sem myndast út af endómetríósunni.“ Við þetta ætti að verða auðveldara að verða ólétt. Hún fór í aðgerðina í febrúar en enn hefur þó ekkert gengið. „Við erum með varaplan og eigum fund eftir tvær vikur hjá Livio sem er tæknifrjóvgunarstofa hér á Íslandi og erum í raun að byrja ferlið núna,“ segir Hörður. „Þetta er svona viðtalstími þar sem við erum að fara ræða um það hvort við getum farið í glasafrjóvgun og hvort það sé allt í góðu hjá okkur þannig að það myndi virka,“ segir Ása og bætir við að þetta taki vissulega á. „Þetta er erfitt. Bæði allar aukaverkanir líkamlega, ég er með rosalega mikla ógleði, magaverkir og krampar. Ég er alltaf þreytt og svo er það andlegi parturinn líka. Hann er eiginlega erfiðari,“ segir Ása. „Hún skammar mig oft því ég er smá svona pollýnna og reyni að finna allt jákvætt í öllu og það er í raun það eina sem ég get gert. Ég reyni að vera stuðningur og maður reynir bara að gera það sem maður getur sem áhorfandi. Þetta hefur alveg reynt á vini og fjölskyldu. Það átta sig ekkert allir á því af hverju Ása getur allt í einu ekki komið af því að hún er með einhverja verki. Stundum höfum við þurft að hætta við einhver plön og hætta við að fara út að skemmta okkur.“ Þau eru bæði hrædd við þá tilhugsun að geta ekki eignast barn. „Hræðslan er hvort þetta muni aldrei virka hjá okkur. Sama hvað við reynum, hvort þetta muni aldrei heppnast.“ Tilbúin að skoða ættleiðingar Þau segjast hafa þrjá valmöguleika. Byrja á því að reyna á töflugjöfina, síðan færa sig yfir í tæknifrjóvgun og loka kosturinn sé að skoða ættleiðingar. „Við höfum rætt það en erum ekki farin að skoða það af einhverri alvöru. Okkur finnst ekki alveg vera kominn tími á það en við myndum skoða innan landssteinana eða utan.“ Þau fá oft spurninguna hvort þau ætli sér nú ekki að fara eignast barn. „Maður fær oft þessar spurningar. Um leið og við fórum að segja fólki að okkur langar að eignast barn en það er bara ekki að ganga og segja frá sjúkdóminum, þá fannst mér það hjálpa mikið. Bara fá skilninginn í staðinn fyrir að vera alltaf í felum með þetta. Þetta er pínu hættuleg spurning og maður á ekki að spyrja fólk að þessu.“ Staðreyndin er sú að tíu prósent kvenna glímir við þennan sjúkdóm. Svo er það allir hinir sem eiga í erfileikum með að eignast barn af öðrum ástæðum. „Ég held að þetta hafi styrkt sambandið okkar og við höfum aldrei verið eins náin og í gegnum þetta,“ segir Hörður.
Frjósemi Ísland í dag Tengdar fréttir „Maður er að missa von og drauma“ Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir hefur síðustu þrjú ár reynt að eignast barn án árangurs og segir að ferlið hafi kennt sér mikið æðruleysi. 8. september 2019 07:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fleiri fréttir Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Sjá meira
„Maður er að missa von og drauma“ Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir hefur síðustu þrjú ár reynt að eignast barn án árangurs og segir að ferlið hafi kennt sér mikið æðruleysi. 8. september 2019 07:00