Sjálfstæðisflokkurinn stærstur en samt aldrei mælst minni Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. september 2019 14:12 Ráðherrarnir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Bjarni Benediktsson eru varaformaður og formaður Sjálfstæðisflokksins. Með þeim á mynd er Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi stjórnmálaflokka á Alþingi eða 18,3%. Það er þó minnsta fylgi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur mælst með frá upphafi mælinga MMR. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum könnunar MMR á fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina. Könnunin var framkvæmd dagana 9.-16. september og var heildarfjöldi svarenda 1045 einstaklingar.Sjá einnig: Fylgi Sjálfstæðisflokksins ekki mælst minna síðan í hruninu Samfylkingin mældist með næstmest fylgi, eða 14,8%, tæpum tveimur prósentustigum minna en við síðustu mælingu. Þá mældist stuðningur við ríkisstjórnina 43,7% samanborið við 38,8% í síðustu könnun. Eins og áður segir mældist fylgi Sjálfstæðisflokksins 18,3% miðað við 19,1% í síðustu könnun. Fylgi Vinstri grænna mældist nú 12,8% en mældist 11,5% í síðustu könnun. Fylgi Pírata jókst einnig á milli kannana, fór úr 11,3% í 12,4% og þá bætti Framsóknarflokkurinn við sig og mælist nú með 11,8% fylgi miðað við 10,4% í síðustu könnun. Fylgi Miðflokksins dalar og mældist nú 12,0% en 13,0% í síðustu könnun. Þá mældist Viðreisn með 10,2% fylgi miðað við 9,3% síðast. Flokkur fólksins stóð í stað milli kannana, mældist nú með 4,0% fylgi en áður 4,1%. Töluverðar sviptingar hafa verið innan Sjálfstæðisflokksins undanfarin misseri. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður flokksins, skipaði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í embætti dómsmálaráðherra fyrr í mánuðinum, sem sérfræðingar hafa sagt mögulegt tilefni til deilna meðal flokksmanna. Þá hefur Vísir fjallað um ólgu innan flokksins, einkum í ljósi þriðja orkupakkans sem samþykktur var á þingi í byrjun mánaðar. Niðurstöður könnunar MMR má nálgast hér. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Tengdar fréttir Hefur ekki áhyggjur af framtíð Sjálfstæðisflokksins Bjarni segist ekki hafa áhyggjur af því að flokkurinn myndi fara illa út úr orkupakkamálinu þrátt fyrir óánægjuraddir. 21. ágúst 2019 20:30 Fylgi Sjálfstæðisflokksins ekki mælst minna síðan í hruninu Samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup nýtur Sjálfstæðisflokkurinn 21,6 prósenta fylgis. Í nóvember 2008, eða í efnahagshruninu, var fylgi flokksins 20,6 prósent. Viðreisn bætir við sig tveimur prósentustigum á meðan fylgi annarra flokka helst svo til óbreytt. 31. júlí 2019 19:45 Samfylkingin eykur fylgi sitt um þriðjung Sjálfstæðisflokkurinn mælist með innan við 20 prósent fylgi í nýrri könnun. Samfylkingin nýtur næst mests fylgis. 19. ágúst 2019 12:05 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi stjórnmálaflokka á Alþingi eða 18,3%. Það er þó minnsta fylgi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur mælst með frá upphafi mælinga MMR. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum könnunar MMR á fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina. Könnunin var framkvæmd dagana 9.-16. september og var heildarfjöldi svarenda 1045 einstaklingar.Sjá einnig: Fylgi Sjálfstæðisflokksins ekki mælst minna síðan í hruninu Samfylkingin mældist með næstmest fylgi, eða 14,8%, tæpum tveimur prósentustigum minna en við síðustu mælingu. Þá mældist stuðningur við ríkisstjórnina 43,7% samanborið við 38,8% í síðustu könnun. Eins og áður segir mældist fylgi Sjálfstæðisflokksins 18,3% miðað við 19,1% í síðustu könnun. Fylgi Vinstri grænna mældist nú 12,8% en mældist 11,5% í síðustu könnun. Fylgi Pírata jókst einnig á milli kannana, fór úr 11,3% í 12,4% og þá bætti Framsóknarflokkurinn við sig og mælist nú með 11,8% fylgi miðað við 10,4% í síðustu könnun. Fylgi Miðflokksins dalar og mældist nú 12,0% en 13,0% í síðustu könnun. Þá mældist Viðreisn með 10,2% fylgi miðað við 9,3% síðast. Flokkur fólksins stóð í stað milli kannana, mældist nú með 4,0% fylgi en áður 4,1%. Töluverðar sviptingar hafa verið innan Sjálfstæðisflokksins undanfarin misseri. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður flokksins, skipaði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í embætti dómsmálaráðherra fyrr í mánuðinum, sem sérfræðingar hafa sagt mögulegt tilefni til deilna meðal flokksmanna. Þá hefur Vísir fjallað um ólgu innan flokksins, einkum í ljósi þriðja orkupakkans sem samþykktur var á þingi í byrjun mánaðar. Niðurstöður könnunar MMR má nálgast hér.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Tengdar fréttir Hefur ekki áhyggjur af framtíð Sjálfstæðisflokksins Bjarni segist ekki hafa áhyggjur af því að flokkurinn myndi fara illa út úr orkupakkamálinu þrátt fyrir óánægjuraddir. 21. ágúst 2019 20:30 Fylgi Sjálfstæðisflokksins ekki mælst minna síðan í hruninu Samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup nýtur Sjálfstæðisflokkurinn 21,6 prósenta fylgis. Í nóvember 2008, eða í efnahagshruninu, var fylgi flokksins 20,6 prósent. Viðreisn bætir við sig tveimur prósentustigum á meðan fylgi annarra flokka helst svo til óbreytt. 31. júlí 2019 19:45 Samfylkingin eykur fylgi sitt um þriðjung Sjálfstæðisflokkurinn mælist með innan við 20 prósent fylgi í nýrri könnun. Samfylkingin nýtur næst mests fylgis. 19. ágúst 2019 12:05 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hefur ekki áhyggjur af framtíð Sjálfstæðisflokksins Bjarni segist ekki hafa áhyggjur af því að flokkurinn myndi fara illa út úr orkupakkamálinu þrátt fyrir óánægjuraddir. 21. ágúst 2019 20:30
Fylgi Sjálfstæðisflokksins ekki mælst minna síðan í hruninu Samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup nýtur Sjálfstæðisflokkurinn 21,6 prósenta fylgis. Í nóvember 2008, eða í efnahagshruninu, var fylgi flokksins 20,6 prósent. Viðreisn bætir við sig tveimur prósentustigum á meðan fylgi annarra flokka helst svo til óbreytt. 31. júlí 2019 19:45
Samfylkingin eykur fylgi sitt um þriðjung Sjálfstæðisflokkurinn mælist með innan við 20 prósent fylgi í nýrri könnun. Samfylkingin nýtur næst mests fylgis. 19. ágúst 2019 12:05