Kerfisbreyting í þágu barna Ásmundur Einar Daðason skrifar 23. september 2019 07:00 Við Íslendingar höfum um of langt skeið þurft að horfast í augu við að börn og ungmenni sem þurfa aðstoð lenda á gráu svæði í kerfinu. Ólíkt mörgum öðrum þjóðfélagshópum hafa þessir einstaklingar ekki marga háværa talsmenn í sínum röðum. Sést það meðal annars á því að hringiða stjórnmála snýst allt of sjaldan um stöðu þeirra. Frá mínum fyrsta degi sem ráðherra hef ég verið staðráðinn í því að ná fram grundvallarbreytingu á velferðarkerfinu. Breytingu sem setji börn og ungmenni í forgrunn. Fyrstu verk mín í embætti voru að hitta mikinn fjölda fólks sem hefur unnið að málefnum barna sem og notendur kerfisins. Allir sem vildu voru velkomnir á minn fund og fannst mörgum undarlegt að ráðherra skyldi opna sínar dyr á þennan hátt. Ástæðan er hins vegar einföld. Ég er ekki sérfræðingur í þessum efnum. Ég var aftur á móti, líkt og við öll, einu sinni barn og vildi fá raunveruleg svör við því hvort breytinga væri þörf. Það var fróðlegt að heyra skoðanir fólks og reynslusögur og finna að allir voru sammála um að gera þyrfti róttækar breytingar. Í framhaldi af þessari nokkurra mánaða yfirferð var ég því kominn með tilfinningu fyrir stöðunni, ákvað að virkja sem flesta og setja formlega af stað stærstu endurskoðun í málefnum barna á Íslandi í lengri tíma. Öll sú vinna hefur verið undir forystu þverpólitískrar þingmannanefndar sem skipuð var í upphafi vegferðarinnar og í góðu samstarfi við stýrihóp stjórnarráðsins í málefnum barna, Samband íslenskra sveitarfélaga auk fjölda fólks sem tók þátt í vinnunni í gegnum átta sérhæfða hópa. Niðurstaða þessa langa samtals er nú að bera ávöxt. Tillögur að nýju velferðarkerfi fyrir börn og ungmenni liggja fyrir. Því efni ég til ráðstefnu, í samvinnu við Landssamband ungmennafélaga, í Norðurljósasal Hörpu þann 2. október næstkomandi. Ráðstefnan nefnist: „Breytingar í þágu barna“ en þar verða ofangreindar tillögur kynntar og einstaka þættir þeirra ræddir sérstaklega. Ráðstefnan hefst klukkan 8.30 og stendur til klukkan 15.00. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.frn.is. Verið velkomin!Höfundur er félags- og barnamálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum um of langt skeið þurft að horfast í augu við að börn og ungmenni sem þurfa aðstoð lenda á gráu svæði í kerfinu. Ólíkt mörgum öðrum þjóðfélagshópum hafa þessir einstaklingar ekki marga háværa talsmenn í sínum röðum. Sést það meðal annars á því að hringiða stjórnmála snýst allt of sjaldan um stöðu þeirra. Frá mínum fyrsta degi sem ráðherra hef ég verið staðráðinn í því að ná fram grundvallarbreytingu á velferðarkerfinu. Breytingu sem setji börn og ungmenni í forgrunn. Fyrstu verk mín í embætti voru að hitta mikinn fjölda fólks sem hefur unnið að málefnum barna sem og notendur kerfisins. Allir sem vildu voru velkomnir á minn fund og fannst mörgum undarlegt að ráðherra skyldi opna sínar dyr á þennan hátt. Ástæðan er hins vegar einföld. Ég er ekki sérfræðingur í þessum efnum. Ég var aftur á móti, líkt og við öll, einu sinni barn og vildi fá raunveruleg svör við því hvort breytinga væri þörf. Það var fróðlegt að heyra skoðanir fólks og reynslusögur og finna að allir voru sammála um að gera þyrfti róttækar breytingar. Í framhaldi af þessari nokkurra mánaða yfirferð var ég því kominn með tilfinningu fyrir stöðunni, ákvað að virkja sem flesta og setja formlega af stað stærstu endurskoðun í málefnum barna á Íslandi í lengri tíma. Öll sú vinna hefur verið undir forystu þverpólitískrar þingmannanefndar sem skipuð var í upphafi vegferðarinnar og í góðu samstarfi við stýrihóp stjórnarráðsins í málefnum barna, Samband íslenskra sveitarfélaga auk fjölda fólks sem tók þátt í vinnunni í gegnum átta sérhæfða hópa. Niðurstaða þessa langa samtals er nú að bera ávöxt. Tillögur að nýju velferðarkerfi fyrir börn og ungmenni liggja fyrir. Því efni ég til ráðstefnu, í samvinnu við Landssamband ungmennafélaga, í Norðurljósasal Hörpu þann 2. október næstkomandi. Ráðstefnan nefnist: „Breytingar í þágu barna“ en þar verða ofangreindar tillögur kynntar og einstaka þættir þeirra ræddir sérstaklega. Ráðstefnan hefst klukkan 8.30 og stendur til klukkan 15.00. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.frn.is. Verið velkomin!Höfundur er félags- og barnamálaráðherra
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar