Fjórar nýjar ríkisstofnanir áformaðar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. september 2019 06:00 Meðal hlutverka nýrrar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar verður að framfylgja stefnu stjórnvalda um aðgengi almennings að viðunandi húsnæði óháð efnahag og búsetu. Fréttablaðið/Ernir Fjórar nýjar ríkisstofnanir verða til á næstunni nái áform ríkisstjórnarinnar fram að ganga. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er ætlað að leysa af hólmi bæði Íbúðalánasjóð og Mannvirkjastofnun og verður hinni nýju stofnun ætlað að „annast framkvæmd húsnæðis- og byggingarmála hér á landi og framfylgja þeirri stefnu stjórnvalda að almenningur hafi aðgengi að viðunandi og öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði í samræmi við þarfir hvers og eins, óháð efnahag og búsetu, sem er vistvænt, heilsusamlegt og uppfyllir nútímakröfur og hafi þannig raunverulegt val um búsetuform“, að því er fram kemur í þingmálaskrá félags- og húsnæðismálaráðherra. Frumvarp fjármálaráðherra um nýja Nýsköpunar- og umbótastofnun verður lagt fram í næsta mánuði. Gert er ráð fyrir að Ríkiskaup verði grunnur að nýrri stofnun á þessu sviði sem heildstæð nýsköpunar- og umbótastofnun á vegum ríkisins. Á vorþingi hyggst umhverfisráðherra setja á fót Þjóðgarðsstofnun sem ætlað er að taka við verkefnum Vatnajökulsþjóðgarðs, þjóðgarðsins á Þingvöllum og verkefnum á sviði náttúruverndar á vegum Umhverfisstofnunar. Þá hyggst nýr dómsmálaráðherra leggja frumvarp um endurupptökudóm fram að nýju en frumvarp um sérstakan dómstól um endurupptöku mála var fyrst lagt fram í tíð Sigríðar Á. Andersen. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Í frumvarpinu er lagt til að endurupptökunefnd verði lögð niður og settur verði á fót sérdómstóll sem skeri úr um hvort heimila skuli endurupptöku mála sem dæmd hafa verið í héraði, Landsrétti eða Hæstarétti. Samkvæmt frumvarpinu á hinn nýi dómstóll að hafa aðsetur hjá Dómstólasýslunni. Á næstu dögum verður lagt fram að nýju frumvarp fjármálaráðherra um Þjóðarsjóð. Sjóðnum verður ætlað að gegna því meginhlutverki að verða eins konar áfallavörn fyrir þjóðina þegar ríkissjóður verður fyrir fjárhagslegri ágjöf í tengslum við meiri háttar ófyrirséð áföll á þjóðarhag. Ekki er ljóst af frumvarpinu hvort og hve mikil yfirbygging Þjóðarsjóðs verður. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir áformin ekki til þess fallin að auka skilvirkni eða hagræðingu í kerfinu, það sé einfaldlega ekki innbyggt í ríkisstjórnina. „Það er alltaf gott að sameina ríkisstofnanir og reyna að ná sem mestri hagræðingu í ríkisrekstri en þessi ríkisstjórn er ekki að einfalda stjórnkerfið, hún er að flækja það,“ segir Þorgerður Katrín. „Ríkisstjórnin er ekki að spá í neitt annað en að halda sér saman, á meðan þenst ríkisbáknið út.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Tengdar fréttir Meira frelsi á leigubílamarkaði, miðhálendisþjóðgarður og skipt búseta barns Það kennir ýmissa grasa í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur en málalistinn var lagður fram í vikunni. 13. september 2019 12:15 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Fjórar nýjar ríkisstofnanir verða til á næstunni nái áform ríkisstjórnarinnar fram að ganga. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er ætlað að leysa af hólmi bæði Íbúðalánasjóð og Mannvirkjastofnun og verður hinni nýju stofnun ætlað að „annast framkvæmd húsnæðis- og byggingarmála hér á landi og framfylgja þeirri stefnu stjórnvalda að almenningur hafi aðgengi að viðunandi og öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði í samræmi við þarfir hvers og eins, óháð efnahag og búsetu, sem er vistvænt, heilsusamlegt og uppfyllir nútímakröfur og hafi þannig raunverulegt val um búsetuform“, að því er fram kemur í þingmálaskrá félags- og húsnæðismálaráðherra. Frumvarp fjármálaráðherra um nýja Nýsköpunar- og umbótastofnun verður lagt fram í næsta mánuði. Gert er ráð fyrir að Ríkiskaup verði grunnur að nýrri stofnun á þessu sviði sem heildstæð nýsköpunar- og umbótastofnun á vegum ríkisins. Á vorþingi hyggst umhverfisráðherra setja á fót Þjóðgarðsstofnun sem ætlað er að taka við verkefnum Vatnajökulsþjóðgarðs, þjóðgarðsins á Þingvöllum og verkefnum á sviði náttúruverndar á vegum Umhverfisstofnunar. Þá hyggst nýr dómsmálaráðherra leggja frumvarp um endurupptökudóm fram að nýju en frumvarp um sérstakan dómstól um endurupptöku mála var fyrst lagt fram í tíð Sigríðar Á. Andersen. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Í frumvarpinu er lagt til að endurupptökunefnd verði lögð niður og settur verði á fót sérdómstóll sem skeri úr um hvort heimila skuli endurupptöku mála sem dæmd hafa verið í héraði, Landsrétti eða Hæstarétti. Samkvæmt frumvarpinu á hinn nýi dómstóll að hafa aðsetur hjá Dómstólasýslunni. Á næstu dögum verður lagt fram að nýju frumvarp fjármálaráðherra um Þjóðarsjóð. Sjóðnum verður ætlað að gegna því meginhlutverki að verða eins konar áfallavörn fyrir þjóðina þegar ríkissjóður verður fyrir fjárhagslegri ágjöf í tengslum við meiri háttar ófyrirséð áföll á þjóðarhag. Ekki er ljóst af frumvarpinu hvort og hve mikil yfirbygging Þjóðarsjóðs verður. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir áformin ekki til þess fallin að auka skilvirkni eða hagræðingu í kerfinu, það sé einfaldlega ekki innbyggt í ríkisstjórnina. „Það er alltaf gott að sameina ríkisstofnanir og reyna að ná sem mestri hagræðingu í ríkisrekstri en þessi ríkisstjórn er ekki að einfalda stjórnkerfið, hún er að flækja það,“ segir Þorgerður Katrín. „Ríkisstjórnin er ekki að spá í neitt annað en að halda sér saman, á meðan þenst ríkisbáknið út.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Tengdar fréttir Meira frelsi á leigubílamarkaði, miðhálendisþjóðgarður og skipt búseta barns Það kennir ýmissa grasa í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur en málalistinn var lagður fram í vikunni. 13. september 2019 12:15 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Meira frelsi á leigubílamarkaði, miðhálendisþjóðgarður og skipt búseta barns Það kennir ýmissa grasa í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur en málalistinn var lagður fram í vikunni. 13. september 2019 12:15