Halla Sigrún nýr formaður SUS Sylvía Hall skrifar 22. september 2019 20:19 Páll Magnús Pálsson og Halla Sigrún Mathiesen. Aðsend Halla Sigrún Mathiesen var í dag kjörin formaður Sambands ungra Sjálfstæðismaður á 45. sambandsþingi SUS sem haldið var á Akureyri um helgina. Halla Sigrún var ein í framboði til formanns og þá var Páll Magnús Pálsson kjörinn varaformaður sambandsins. Halla Sigrún er 21 árs, uppalinn Hafnfirðingur og með BA gráðu í hagfræði, stjórnmálafræði og sögu frá UCL. Hún útskrifaðist með alþjóðlegt stúdentspróf frá menntaskóla í Róm vorið 2015 og hefur sinnt ýmsum félagsstörfum innan flokksins samhliða námi en hún er formaður Stefnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og situr jafnframt í fulltrúaráði flokksins þar. Páll Magnús er 23 ára gamall, lögfræðingur að mennt og leggur stund á meistaranám við Háskólann í Reykjavík. Hann var áður formaður málfundafélags Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík, og varaformaður Hugins, félags ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ. Aukinheldur situr Páll Magnús í umhverfisnefnd Garðabæjar, en Páll er sagður vera „Garðbæingur og Eyjamaður“ í framboðstilkynningu þeirra. Í fyrri fréttatilkynningu frá framboðinu kom fram að þeirra markmið væri að veita forystu flokksins og kjörnum fulltrúum aðhald. Ungir sjálfstæðismenn ættu að vera enn öflugri í að beita sér fyrir bættum lífskjörum, auknum tækifærum og frelsi einstaklingsins. Bæði Halla Sigrún og Páll Magnús eru af miklum Sjálfstæðisættum. Faðir Höllu Sigrúnar er Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegs- og fjármálaráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Faðir Páls Magnúsar er Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Faðir Páls Magnúsar fagnar kjöri þeirra á samfélagsmiðlum í kvöld og óskar þeim innilega til hamingju. Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Halla Sigrún og Páll Magnús sækjast eftir forystu í SUS Halla Sigrún Mathiesen og Páll Magnús Pálsson sækjast eftir æðstu embættum í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. 13. september 2019 10:30 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Halla Sigrún Mathiesen var í dag kjörin formaður Sambands ungra Sjálfstæðismaður á 45. sambandsþingi SUS sem haldið var á Akureyri um helgina. Halla Sigrún var ein í framboði til formanns og þá var Páll Magnús Pálsson kjörinn varaformaður sambandsins. Halla Sigrún er 21 árs, uppalinn Hafnfirðingur og með BA gráðu í hagfræði, stjórnmálafræði og sögu frá UCL. Hún útskrifaðist með alþjóðlegt stúdentspróf frá menntaskóla í Róm vorið 2015 og hefur sinnt ýmsum félagsstörfum innan flokksins samhliða námi en hún er formaður Stefnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og situr jafnframt í fulltrúaráði flokksins þar. Páll Magnús er 23 ára gamall, lögfræðingur að mennt og leggur stund á meistaranám við Háskólann í Reykjavík. Hann var áður formaður málfundafélags Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík, og varaformaður Hugins, félags ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ. Aukinheldur situr Páll Magnús í umhverfisnefnd Garðabæjar, en Páll er sagður vera „Garðbæingur og Eyjamaður“ í framboðstilkynningu þeirra. Í fyrri fréttatilkynningu frá framboðinu kom fram að þeirra markmið væri að veita forystu flokksins og kjörnum fulltrúum aðhald. Ungir sjálfstæðismenn ættu að vera enn öflugri í að beita sér fyrir bættum lífskjörum, auknum tækifærum og frelsi einstaklingsins. Bæði Halla Sigrún og Páll Magnús eru af miklum Sjálfstæðisættum. Faðir Höllu Sigrúnar er Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegs- og fjármálaráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Faðir Páls Magnúsar er Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Faðir Páls Magnúsar fagnar kjöri þeirra á samfélagsmiðlum í kvöld og óskar þeim innilega til hamingju.
Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Halla Sigrún og Páll Magnús sækjast eftir forystu í SUS Halla Sigrún Mathiesen og Páll Magnús Pálsson sækjast eftir æðstu embættum í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. 13. september 2019 10:30 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Halla Sigrún og Páll Magnús sækjast eftir forystu í SUS Halla Sigrún Mathiesen og Páll Magnús Pálsson sækjast eftir æðstu embættum í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. 13. september 2019 10:30
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent