Halla Sigrún nýr formaður SUS Sylvía Hall skrifar 22. september 2019 20:19 Páll Magnús Pálsson og Halla Sigrún Mathiesen. Aðsend Halla Sigrún Mathiesen var í dag kjörin formaður Sambands ungra Sjálfstæðismaður á 45. sambandsþingi SUS sem haldið var á Akureyri um helgina. Halla Sigrún var ein í framboði til formanns og þá var Páll Magnús Pálsson kjörinn varaformaður sambandsins. Halla Sigrún er 21 árs, uppalinn Hafnfirðingur og með BA gráðu í hagfræði, stjórnmálafræði og sögu frá UCL. Hún útskrifaðist með alþjóðlegt stúdentspróf frá menntaskóla í Róm vorið 2015 og hefur sinnt ýmsum félagsstörfum innan flokksins samhliða námi en hún er formaður Stefnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og situr jafnframt í fulltrúaráði flokksins þar. Páll Magnús er 23 ára gamall, lögfræðingur að mennt og leggur stund á meistaranám við Háskólann í Reykjavík. Hann var áður formaður málfundafélags Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík, og varaformaður Hugins, félags ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ. Aukinheldur situr Páll Magnús í umhverfisnefnd Garðabæjar, en Páll er sagður vera „Garðbæingur og Eyjamaður“ í framboðstilkynningu þeirra. Í fyrri fréttatilkynningu frá framboðinu kom fram að þeirra markmið væri að veita forystu flokksins og kjörnum fulltrúum aðhald. Ungir sjálfstæðismenn ættu að vera enn öflugri í að beita sér fyrir bættum lífskjörum, auknum tækifærum og frelsi einstaklingsins. Bæði Halla Sigrún og Páll Magnús eru af miklum Sjálfstæðisættum. Faðir Höllu Sigrúnar er Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegs- og fjármálaráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Faðir Páls Magnúsar er Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Faðir Páls Magnúsar fagnar kjöri þeirra á samfélagsmiðlum í kvöld og óskar þeim innilega til hamingju. Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Halla Sigrún og Páll Magnús sækjast eftir forystu í SUS Halla Sigrún Mathiesen og Páll Magnús Pálsson sækjast eftir æðstu embættum í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. 13. september 2019 10:30 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Halla Sigrún Mathiesen var í dag kjörin formaður Sambands ungra Sjálfstæðismaður á 45. sambandsþingi SUS sem haldið var á Akureyri um helgina. Halla Sigrún var ein í framboði til formanns og þá var Páll Magnús Pálsson kjörinn varaformaður sambandsins. Halla Sigrún er 21 árs, uppalinn Hafnfirðingur og með BA gráðu í hagfræði, stjórnmálafræði og sögu frá UCL. Hún útskrifaðist með alþjóðlegt stúdentspróf frá menntaskóla í Róm vorið 2015 og hefur sinnt ýmsum félagsstörfum innan flokksins samhliða námi en hún er formaður Stefnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og situr jafnframt í fulltrúaráði flokksins þar. Páll Magnús er 23 ára gamall, lögfræðingur að mennt og leggur stund á meistaranám við Háskólann í Reykjavík. Hann var áður formaður málfundafélags Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík, og varaformaður Hugins, félags ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ. Aukinheldur situr Páll Magnús í umhverfisnefnd Garðabæjar, en Páll er sagður vera „Garðbæingur og Eyjamaður“ í framboðstilkynningu þeirra. Í fyrri fréttatilkynningu frá framboðinu kom fram að þeirra markmið væri að veita forystu flokksins og kjörnum fulltrúum aðhald. Ungir sjálfstæðismenn ættu að vera enn öflugri í að beita sér fyrir bættum lífskjörum, auknum tækifærum og frelsi einstaklingsins. Bæði Halla Sigrún og Páll Magnús eru af miklum Sjálfstæðisættum. Faðir Höllu Sigrúnar er Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegs- og fjármálaráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Faðir Páls Magnúsar er Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Faðir Páls Magnúsar fagnar kjöri þeirra á samfélagsmiðlum í kvöld og óskar þeim innilega til hamingju.
Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Halla Sigrún og Páll Magnús sækjast eftir forystu í SUS Halla Sigrún Mathiesen og Páll Magnús Pálsson sækjast eftir æðstu embættum í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. 13. september 2019 10:30 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Halla Sigrún og Páll Magnús sækjast eftir forystu í SUS Halla Sigrún Mathiesen og Páll Magnús Pálsson sækjast eftir æðstu embættum í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. 13. september 2019 10:30