Halla Sigrún nýr formaður SUS Sylvía Hall skrifar 22. september 2019 20:19 Páll Magnús Pálsson og Halla Sigrún Mathiesen. Aðsend Halla Sigrún Mathiesen var í dag kjörin formaður Sambands ungra Sjálfstæðismaður á 45. sambandsþingi SUS sem haldið var á Akureyri um helgina. Halla Sigrún var ein í framboði til formanns og þá var Páll Magnús Pálsson kjörinn varaformaður sambandsins. Halla Sigrún er 21 árs, uppalinn Hafnfirðingur og með BA gráðu í hagfræði, stjórnmálafræði og sögu frá UCL. Hún útskrifaðist með alþjóðlegt stúdentspróf frá menntaskóla í Róm vorið 2015 og hefur sinnt ýmsum félagsstörfum innan flokksins samhliða námi en hún er formaður Stefnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og situr jafnframt í fulltrúaráði flokksins þar. Páll Magnús er 23 ára gamall, lögfræðingur að mennt og leggur stund á meistaranám við Háskólann í Reykjavík. Hann var áður formaður málfundafélags Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík, og varaformaður Hugins, félags ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ. Aukinheldur situr Páll Magnús í umhverfisnefnd Garðabæjar, en Páll er sagður vera „Garðbæingur og Eyjamaður“ í framboðstilkynningu þeirra. Í fyrri fréttatilkynningu frá framboðinu kom fram að þeirra markmið væri að veita forystu flokksins og kjörnum fulltrúum aðhald. Ungir sjálfstæðismenn ættu að vera enn öflugri í að beita sér fyrir bættum lífskjörum, auknum tækifærum og frelsi einstaklingsins. Bæði Halla Sigrún og Páll Magnús eru af miklum Sjálfstæðisættum. Faðir Höllu Sigrúnar er Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegs- og fjármálaráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Faðir Páls Magnúsar er Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Faðir Páls Magnúsar fagnar kjöri þeirra á samfélagsmiðlum í kvöld og óskar þeim innilega til hamingju. Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Halla Sigrún og Páll Magnús sækjast eftir forystu í SUS Halla Sigrún Mathiesen og Páll Magnús Pálsson sækjast eftir æðstu embættum í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. 13. september 2019 10:30 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Halla Sigrún Mathiesen var í dag kjörin formaður Sambands ungra Sjálfstæðismaður á 45. sambandsþingi SUS sem haldið var á Akureyri um helgina. Halla Sigrún var ein í framboði til formanns og þá var Páll Magnús Pálsson kjörinn varaformaður sambandsins. Halla Sigrún er 21 árs, uppalinn Hafnfirðingur og með BA gráðu í hagfræði, stjórnmálafræði og sögu frá UCL. Hún útskrifaðist með alþjóðlegt stúdentspróf frá menntaskóla í Róm vorið 2015 og hefur sinnt ýmsum félagsstörfum innan flokksins samhliða námi en hún er formaður Stefnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og situr jafnframt í fulltrúaráði flokksins þar. Páll Magnús er 23 ára gamall, lögfræðingur að mennt og leggur stund á meistaranám við Háskólann í Reykjavík. Hann var áður formaður málfundafélags Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík, og varaformaður Hugins, félags ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ. Aukinheldur situr Páll Magnús í umhverfisnefnd Garðabæjar, en Páll er sagður vera „Garðbæingur og Eyjamaður“ í framboðstilkynningu þeirra. Í fyrri fréttatilkynningu frá framboðinu kom fram að þeirra markmið væri að veita forystu flokksins og kjörnum fulltrúum aðhald. Ungir sjálfstæðismenn ættu að vera enn öflugri í að beita sér fyrir bættum lífskjörum, auknum tækifærum og frelsi einstaklingsins. Bæði Halla Sigrún og Páll Magnús eru af miklum Sjálfstæðisættum. Faðir Höllu Sigrúnar er Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegs- og fjármálaráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Faðir Páls Magnúsar er Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Faðir Páls Magnúsar fagnar kjöri þeirra á samfélagsmiðlum í kvöld og óskar þeim innilega til hamingju.
Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Halla Sigrún og Páll Magnús sækjast eftir forystu í SUS Halla Sigrún Mathiesen og Páll Magnús Pálsson sækjast eftir æðstu embættum í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. 13. september 2019 10:30 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Halla Sigrún og Páll Magnús sækjast eftir forystu í SUS Halla Sigrún Mathiesen og Páll Magnús Pálsson sækjast eftir æðstu embættum í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. 13. september 2019 10:30