Óttast um afdrif frænda síns sem var skotinn í fíkniefnastríðinu á Filippseyjum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. september 2019 20:30 Íslendingur ættaður frá Filippseyjum bíður nú milli vonar og ótta fregna um afdrif systursonar síns, sem var skotinn í baráttu við fíkniefnasala í fyrradag. Hann segir að tvær hliðar séu á mannréttindamálum á Filippseyjum. Óðinn Uy Surian var einn nokkurra Íslendinga, sem eru ættaðir frá Filippseyjum, sem sátu ráðstefnu um mannréttindi á Filippseyjum í Neskirkju í gær. Uppnám varð þegar kona gerði hróp að móður sem var að lýsa dauða sonar síns fyrir hendi lögreglu á Filippseyjum.Frændi Óðins var skotinn sjö sinnum og liggur á spítala.Vísir/Stöð 2Ættingi skotinn í fíkniefnastríðinu fyrir helgi Á ráðstefnunni í gær, sem skipuleggjendur kalla neyðarfund, voru sagðar sögur af ógnarverkum lögreglu og hers á Filippseyjum. Óðinn sótti fundinn en daginn áður hafði hann fengið þær fréttir af systursyni sínum, sem er lögreglumaður, að hann hefði verið skotinn af fíkniefnasölum. „Hann er mjög góður og heiðarlegur lögreglumaður. Hann er særður, liggur á gjörgæslu og berst fyrir lífi sínu. Hann er með sjö byssukúlur í líkama sínum. Hann birti eiturlyfjabarón handtökuskipun en þeir skutu sjö byssukúlum í hann,“ segir Óðinn. Fjöldi Íslendinga er ættaður frá Filippseyingum og í því samfélagi eru afar skiptar skoðanir á því sem er að gerast í upprunalandinu. Annars vegar eru þeir sem telja átakið gegn fíkniefnum réttlætanlegt þó að því fylgi mikið harðfylgi og jafnvel skeytingarleysi gagnvart saklausum fórnarlömbum. Hins vegar svo þeir sem segja að Filippseyjar séu á fleygiferð í átt að einræði og ógnarstjórn. „Ég tel rétt að láta rannsókn fara fram ef hún er óhlutdræg. Rannsakendur verða að skoða sjónarmið beggja. Svo virðist sem menn hafi gert upp hug sinn þess efnis að mannréttindabrot hafi í raun átt sér stað. Svo er hins vegar ekki,“ segir Óðinn.Frá fundinum í Neskirkju í gær.Vísir/Stöð 2Segir Filippseyjar jafn öruggar og Ísland Átján ríki samþykktu ályktun Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna um að lýsa formlega yfir áhyggjum af ástandinu á Filipseyjum og hvatt var til þess að stöðvaðar yrðu aftökur í landinu án dóms og laga. Ályktunin vakti litla hrifningu Rodrigo Duteres, forseta Filipseyja. Óðinn er því ekki sammála. „Spyrjið þá sem þekkja málið. Ég fer þangað þrisvar á ári. Staðan var sú að ég varð að fara með elstu dóttur mína inn í hús fyrir kl. 18. Þegar ég var þar síðast í júlí var mun öruggara þar. Mér finnst ég vera jafnöruggan þar og á Íslandi núna,“ segir Óðinn. Filippseyjar Tengdar fréttir Uppnám í Neskirkju: Stuðningsmaður Duterte hellti sér yfir syrgjandi móður Uppnám varð í Neskirkju á ráðstefnu um mannréttindi á Filippseyjum þegar stuðningsfólk Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gerðu hróp að móður sem lýsti morði lögreglunnar þar í landi á syni sínum. 21. september 2019 15:03 „Þetta er algjört brjálæði“ Tuttugu þúsund manns hafa verið myrt á þremur árum að undirlagi Duterte forseta á Filippseyjum. 21. september 2019 21:00 Segist hafa fyrirgefið Íslandi „dauða“ og „einskis nýta“ tillögu Teodoro Locsin Jr. utanríkisráðherra Filippseyja kveðst hafa fyrirgefið Íslendingum að hafa lagt fram tillögu í Mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna, sem gerir ráðinu kleift að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta. 11. september 2019 14:31 Neyðarráðstefna á Íslandi vegna mannréttindabrota á Filippseyjum Tveggja daga neyðarráðstefna verður haldin hér á landi dagana 20. til 22. september þar sem kastljósinu verður beint að mannréttindabrotum stjórnvalda á Filippseyjum. 31. ágúst 2019 15:00 Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga Margir viðmælendanna við vildu hvorki koma fram undir nafni né á mynd af ótta við afleiðingar í ættlandinu. 16. júlí 2019 06:15 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Íslendingur ættaður frá Filippseyjum bíður nú milli vonar og ótta fregna um afdrif systursonar síns, sem var skotinn í baráttu við fíkniefnasala í fyrradag. Hann segir að tvær hliðar séu á mannréttindamálum á Filippseyjum. Óðinn Uy Surian var einn nokkurra Íslendinga, sem eru ættaðir frá Filippseyjum, sem sátu ráðstefnu um mannréttindi á Filippseyjum í Neskirkju í gær. Uppnám varð þegar kona gerði hróp að móður sem var að lýsa dauða sonar síns fyrir hendi lögreglu á Filippseyjum.Frændi Óðins var skotinn sjö sinnum og liggur á spítala.Vísir/Stöð 2Ættingi skotinn í fíkniefnastríðinu fyrir helgi Á ráðstefnunni í gær, sem skipuleggjendur kalla neyðarfund, voru sagðar sögur af ógnarverkum lögreglu og hers á Filippseyjum. Óðinn sótti fundinn en daginn áður hafði hann fengið þær fréttir af systursyni sínum, sem er lögreglumaður, að hann hefði verið skotinn af fíkniefnasölum. „Hann er mjög góður og heiðarlegur lögreglumaður. Hann er særður, liggur á gjörgæslu og berst fyrir lífi sínu. Hann er með sjö byssukúlur í líkama sínum. Hann birti eiturlyfjabarón handtökuskipun en þeir skutu sjö byssukúlum í hann,“ segir Óðinn. Fjöldi Íslendinga er ættaður frá Filippseyingum og í því samfélagi eru afar skiptar skoðanir á því sem er að gerast í upprunalandinu. Annars vegar eru þeir sem telja átakið gegn fíkniefnum réttlætanlegt þó að því fylgi mikið harðfylgi og jafnvel skeytingarleysi gagnvart saklausum fórnarlömbum. Hins vegar svo þeir sem segja að Filippseyjar séu á fleygiferð í átt að einræði og ógnarstjórn. „Ég tel rétt að láta rannsókn fara fram ef hún er óhlutdræg. Rannsakendur verða að skoða sjónarmið beggja. Svo virðist sem menn hafi gert upp hug sinn þess efnis að mannréttindabrot hafi í raun átt sér stað. Svo er hins vegar ekki,“ segir Óðinn.Frá fundinum í Neskirkju í gær.Vísir/Stöð 2Segir Filippseyjar jafn öruggar og Ísland Átján ríki samþykktu ályktun Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna um að lýsa formlega yfir áhyggjum af ástandinu á Filipseyjum og hvatt var til þess að stöðvaðar yrðu aftökur í landinu án dóms og laga. Ályktunin vakti litla hrifningu Rodrigo Duteres, forseta Filipseyja. Óðinn er því ekki sammála. „Spyrjið þá sem þekkja málið. Ég fer þangað þrisvar á ári. Staðan var sú að ég varð að fara með elstu dóttur mína inn í hús fyrir kl. 18. Þegar ég var þar síðast í júlí var mun öruggara þar. Mér finnst ég vera jafnöruggan þar og á Íslandi núna,“ segir Óðinn.
Filippseyjar Tengdar fréttir Uppnám í Neskirkju: Stuðningsmaður Duterte hellti sér yfir syrgjandi móður Uppnám varð í Neskirkju á ráðstefnu um mannréttindi á Filippseyjum þegar stuðningsfólk Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gerðu hróp að móður sem lýsti morði lögreglunnar þar í landi á syni sínum. 21. september 2019 15:03 „Þetta er algjört brjálæði“ Tuttugu þúsund manns hafa verið myrt á þremur árum að undirlagi Duterte forseta á Filippseyjum. 21. september 2019 21:00 Segist hafa fyrirgefið Íslandi „dauða“ og „einskis nýta“ tillögu Teodoro Locsin Jr. utanríkisráðherra Filippseyja kveðst hafa fyrirgefið Íslendingum að hafa lagt fram tillögu í Mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna, sem gerir ráðinu kleift að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta. 11. september 2019 14:31 Neyðarráðstefna á Íslandi vegna mannréttindabrota á Filippseyjum Tveggja daga neyðarráðstefna verður haldin hér á landi dagana 20. til 22. september þar sem kastljósinu verður beint að mannréttindabrotum stjórnvalda á Filippseyjum. 31. ágúst 2019 15:00 Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga Margir viðmælendanna við vildu hvorki koma fram undir nafni né á mynd af ótta við afleiðingar í ættlandinu. 16. júlí 2019 06:15 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Uppnám í Neskirkju: Stuðningsmaður Duterte hellti sér yfir syrgjandi móður Uppnám varð í Neskirkju á ráðstefnu um mannréttindi á Filippseyjum þegar stuðningsfólk Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gerðu hróp að móður sem lýsti morði lögreglunnar þar í landi á syni sínum. 21. september 2019 15:03
„Þetta er algjört brjálæði“ Tuttugu þúsund manns hafa verið myrt á þremur árum að undirlagi Duterte forseta á Filippseyjum. 21. september 2019 21:00
Segist hafa fyrirgefið Íslandi „dauða“ og „einskis nýta“ tillögu Teodoro Locsin Jr. utanríkisráðherra Filippseyja kveðst hafa fyrirgefið Íslendingum að hafa lagt fram tillögu í Mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna, sem gerir ráðinu kleift að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta. 11. september 2019 14:31
Neyðarráðstefna á Íslandi vegna mannréttindabrota á Filippseyjum Tveggja daga neyðarráðstefna verður haldin hér á landi dagana 20. til 22. september þar sem kastljósinu verður beint að mannréttindabrotum stjórnvalda á Filippseyjum. 31. ágúst 2019 15:00
Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga Margir viðmælendanna við vildu hvorki koma fram undir nafni né á mynd af ótta við afleiðingar í ættlandinu. 16. júlí 2019 06:15