Rúnar: Vissum frá upphafi að við ættum möguleika Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. september 2019 17:22 Íslandsmeistarinn Rúnar Kristinsson. vísir/daníel „Bara ofboðslega vel. Við erum mjög glaðir með að fá bikarinn í hendurnar í dag, að spila mjög góðan leik og sýna að við erum með frábært lið,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR að loknum 3-2 sigri þeirra á FH. Eftir sigurinn fengu KR-ingar svo Íslandsmeistarabikarinn í hendurnar eftir að hafa verið yfirburðar lið í Pepsi Max deildinni í sumar. „Það er erfitt fyrir alla en við töluðum vel saman í vikunni, æfðum vel, fórum vel yfir FH liðið og hvað við ætluðum að gera í leiknum. Það er númer 1,2 g 3 að við vitum nákvæmlega hvað við ætlum að gera. Við framkvæmdum það mjög vel þó það hafi verið smá doði fyrstu tíu mínúturnar af leiknum en við rifum okkur fljótt upp og tókum völdin í þessum leik,“ sagði Rúnar um hvernig það væri sem þjálfari að gíra sig upp í og undirbúa leik þar sem þú veist að titill fer á loft að honum loknum sama hvað gerist. Varðandi sumarið þá hafði Rúnar alltaf trú á að KR gæti landað þeim stóra. „Við vissum frá upphafi að við ættum möguleika en við vissum líka að væru fjögur önnur lið sem gætu það líka. Við vildum bara vera með í baráttunni og eiga möguleika á að vinna þetta þegar fram kæmi í síðustu umferð. Svo gerist það að við erum búnir að vinna þetta örlítið fyrr og það er bara bónus, gott og gaman.“ Rúnar hélt áfram. „Stundum spilum við þannig að við þurfum að vinna leikinn, sama hvernig við gerum það. Það er ekki alltaf einhver fancy fótbolti heldur förum við í grunngildin og berjumst þegar á þarf að halda en oftast spilum við flottan fótbolta eins og við sýndum hér í dag.“ „Frábært að fá að taka á móti titlinum hérna á heimavelli fyrir framan stuðningsmenn okkar sem eru margir þegar okkur gengur vel. Það er þá bara okkar að sjá til þess að það séu alltaf margir á vellinum með því að spila góðan fótbolta, ná í úrslit og lyfta bikurum,“ sagði Íslandsmeistarinn Rúnar Kristinsson að lokum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - FH 3-2 | Bikarinn á loft í Vesturbænum eftir markaleik Pálmi Rafn Pálmason tryggði KR-ingum stigin þrjú með marki úr vítaspyrnu í síðari hálfleik er KR lagði FH að Meistaravöllum. Lokatölur 3-2 heimamönnum í vil í síðasta leik liðsins á Meistaravöllum þetta sumarið. 22. september 2019 17:00 Skúli Jón: Frábært að fá að enda þetta svona Það var klökkur Skúli Jón Friðgeirsson sem mætti í viðtal eftir leik en Skúli Jón var að spila sinn síðasta heimaleik fyrir KR. 22. september 2019 17:09 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
„Bara ofboðslega vel. Við erum mjög glaðir með að fá bikarinn í hendurnar í dag, að spila mjög góðan leik og sýna að við erum með frábært lið,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR að loknum 3-2 sigri þeirra á FH. Eftir sigurinn fengu KR-ingar svo Íslandsmeistarabikarinn í hendurnar eftir að hafa verið yfirburðar lið í Pepsi Max deildinni í sumar. „Það er erfitt fyrir alla en við töluðum vel saman í vikunni, æfðum vel, fórum vel yfir FH liðið og hvað við ætluðum að gera í leiknum. Það er númer 1,2 g 3 að við vitum nákvæmlega hvað við ætlum að gera. Við framkvæmdum það mjög vel þó það hafi verið smá doði fyrstu tíu mínúturnar af leiknum en við rifum okkur fljótt upp og tókum völdin í þessum leik,“ sagði Rúnar um hvernig það væri sem þjálfari að gíra sig upp í og undirbúa leik þar sem þú veist að titill fer á loft að honum loknum sama hvað gerist. Varðandi sumarið þá hafði Rúnar alltaf trú á að KR gæti landað þeim stóra. „Við vissum frá upphafi að við ættum möguleika en við vissum líka að væru fjögur önnur lið sem gætu það líka. Við vildum bara vera með í baráttunni og eiga möguleika á að vinna þetta þegar fram kæmi í síðustu umferð. Svo gerist það að við erum búnir að vinna þetta örlítið fyrr og það er bara bónus, gott og gaman.“ Rúnar hélt áfram. „Stundum spilum við þannig að við þurfum að vinna leikinn, sama hvernig við gerum það. Það er ekki alltaf einhver fancy fótbolti heldur förum við í grunngildin og berjumst þegar á þarf að halda en oftast spilum við flottan fótbolta eins og við sýndum hér í dag.“ „Frábært að fá að taka á móti titlinum hérna á heimavelli fyrir framan stuðningsmenn okkar sem eru margir þegar okkur gengur vel. Það er þá bara okkar að sjá til þess að það séu alltaf margir á vellinum með því að spila góðan fótbolta, ná í úrslit og lyfta bikurum,“ sagði Íslandsmeistarinn Rúnar Kristinsson að lokum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - FH 3-2 | Bikarinn á loft í Vesturbænum eftir markaleik Pálmi Rafn Pálmason tryggði KR-ingum stigin þrjú með marki úr vítaspyrnu í síðari hálfleik er KR lagði FH að Meistaravöllum. Lokatölur 3-2 heimamönnum í vil í síðasta leik liðsins á Meistaravöllum þetta sumarið. 22. september 2019 17:00 Skúli Jón: Frábært að fá að enda þetta svona Það var klökkur Skúli Jón Friðgeirsson sem mætti í viðtal eftir leik en Skúli Jón var að spila sinn síðasta heimaleik fyrir KR. 22. september 2019 17:09 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - FH 3-2 | Bikarinn á loft í Vesturbænum eftir markaleik Pálmi Rafn Pálmason tryggði KR-ingum stigin þrjú með marki úr vítaspyrnu í síðari hálfleik er KR lagði FH að Meistaravöllum. Lokatölur 3-2 heimamönnum í vil í síðasta leik liðsins á Meistaravöllum þetta sumarið. 22. september 2019 17:00
Skúli Jón: Frábært að fá að enda þetta svona Það var klökkur Skúli Jón Friðgeirsson sem mætti í viðtal eftir leik en Skúli Jón var að spila sinn síðasta heimaleik fyrir KR. 22. september 2019 17:09