Rúnar: Vissum frá upphafi að við ættum möguleika Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. september 2019 17:22 Íslandsmeistarinn Rúnar Kristinsson. vísir/daníel „Bara ofboðslega vel. Við erum mjög glaðir með að fá bikarinn í hendurnar í dag, að spila mjög góðan leik og sýna að við erum með frábært lið,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR að loknum 3-2 sigri þeirra á FH. Eftir sigurinn fengu KR-ingar svo Íslandsmeistarabikarinn í hendurnar eftir að hafa verið yfirburðar lið í Pepsi Max deildinni í sumar. „Það er erfitt fyrir alla en við töluðum vel saman í vikunni, æfðum vel, fórum vel yfir FH liðið og hvað við ætluðum að gera í leiknum. Það er númer 1,2 g 3 að við vitum nákvæmlega hvað við ætlum að gera. Við framkvæmdum það mjög vel þó það hafi verið smá doði fyrstu tíu mínúturnar af leiknum en við rifum okkur fljótt upp og tókum völdin í þessum leik,“ sagði Rúnar um hvernig það væri sem þjálfari að gíra sig upp í og undirbúa leik þar sem þú veist að titill fer á loft að honum loknum sama hvað gerist. Varðandi sumarið þá hafði Rúnar alltaf trú á að KR gæti landað þeim stóra. „Við vissum frá upphafi að við ættum möguleika en við vissum líka að væru fjögur önnur lið sem gætu það líka. Við vildum bara vera með í baráttunni og eiga möguleika á að vinna þetta þegar fram kæmi í síðustu umferð. Svo gerist það að við erum búnir að vinna þetta örlítið fyrr og það er bara bónus, gott og gaman.“ Rúnar hélt áfram. „Stundum spilum við þannig að við þurfum að vinna leikinn, sama hvernig við gerum það. Það er ekki alltaf einhver fancy fótbolti heldur förum við í grunngildin og berjumst þegar á þarf að halda en oftast spilum við flottan fótbolta eins og við sýndum hér í dag.“ „Frábært að fá að taka á móti titlinum hérna á heimavelli fyrir framan stuðningsmenn okkar sem eru margir þegar okkur gengur vel. Það er þá bara okkar að sjá til þess að það séu alltaf margir á vellinum með því að spila góðan fótbolta, ná í úrslit og lyfta bikurum,“ sagði Íslandsmeistarinn Rúnar Kristinsson að lokum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - FH 3-2 | Bikarinn á loft í Vesturbænum eftir markaleik Pálmi Rafn Pálmason tryggði KR-ingum stigin þrjú með marki úr vítaspyrnu í síðari hálfleik er KR lagði FH að Meistaravöllum. Lokatölur 3-2 heimamönnum í vil í síðasta leik liðsins á Meistaravöllum þetta sumarið. 22. september 2019 17:00 Skúli Jón: Frábært að fá að enda þetta svona Það var klökkur Skúli Jón Friðgeirsson sem mætti í viðtal eftir leik en Skúli Jón var að spila sinn síðasta heimaleik fyrir KR. 22. september 2019 17:09 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
„Bara ofboðslega vel. Við erum mjög glaðir með að fá bikarinn í hendurnar í dag, að spila mjög góðan leik og sýna að við erum með frábært lið,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR að loknum 3-2 sigri þeirra á FH. Eftir sigurinn fengu KR-ingar svo Íslandsmeistarabikarinn í hendurnar eftir að hafa verið yfirburðar lið í Pepsi Max deildinni í sumar. „Það er erfitt fyrir alla en við töluðum vel saman í vikunni, æfðum vel, fórum vel yfir FH liðið og hvað við ætluðum að gera í leiknum. Það er númer 1,2 g 3 að við vitum nákvæmlega hvað við ætlum að gera. Við framkvæmdum það mjög vel þó það hafi verið smá doði fyrstu tíu mínúturnar af leiknum en við rifum okkur fljótt upp og tókum völdin í þessum leik,“ sagði Rúnar um hvernig það væri sem þjálfari að gíra sig upp í og undirbúa leik þar sem þú veist að titill fer á loft að honum loknum sama hvað gerist. Varðandi sumarið þá hafði Rúnar alltaf trú á að KR gæti landað þeim stóra. „Við vissum frá upphafi að við ættum möguleika en við vissum líka að væru fjögur önnur lið sem gætu það líka. Við vildum bara vera með í baráttunni og eiga möguleika á að vinna þetta þegar fram kæmi í síðustu umferð. Svo gerist það að við erum búnir að vinna þetta örlítið fyrr og það er bara bónus, gott og gaman.“ Rúnar hélt áfram. „Stundum spilum við þannig að við þurfum að vinna leikinn, sama hvernig við gerum það. Það er ekki alltaf einhver fancy fótbolti heldur förum við í grunngildin og berjumst þegar á þarf að halda en oftast spilum við flottan fótbolta eins og við sýndum hér í dag.“ „Frábært að fá að taka á móti titlinum hérna á heimavelli fyrir framan stuðningsmenn okkar sem eru margir þegar okkur gengur vel. Það er þá bara okkar að sjá til þess að það séu alltaf margir á vellinum með því að spila góðan fótbolta, ná í úrslit og lyfta bikurum,“ sagði Íslandsmeistarinn Rúnar Kristinsson að lokum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - FH 3-2 | Bikarinn á loft í Vesturbænum eftir markaleik Pálmi Rafn Pálmason tryggði KR-ingum stigin þrjú með marki úr vítaspyrnu í síðari hálfleik er KR lagði FH að Meistaravöllum. Lokatölur 3-2 heimamönnum í vil í síðasta leik liðsins á Meistaravöllum þetta sumarið. 22. september 2019 17:00 Skúli Jón: Frábært að fá að enda þetta svona Það var klökkur Skúli Jón Friðgeirsson sem mætti í viðtal eftir leik en Skúli Jón var að spila sinn síðasta heimaleik fyrir KR. 22. september 2019 17:09 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - FH 3-2 | Bikarinn á loft í Vesturbænum eftir markaleik Pálmi Rafn Pálmason tryggði KR-ingum stigin þrjú með marki úr vítaspyrnu í síðari hálfleik er KR lagði FH að Meistaravöllum. Lokatölur 3-2 heimamönnum í vil í síðasta leik liðsins á Meistaravöllum þetta sumarið. 22. september 2019 17:00
Skúli Jón: Frábært að fá að enda þetta svona Það var klökkur Skúli Jón Friðgeirsson sem mætti í viðtal eftir leik en Skúli Jón var að spila sinn síðasta heimaleik fyrir KR. 22. september 2019 17:09