Valur þurfti einungis stig á heimavelli gegn föllnu liði Keflavíkur og Valsstúlkur unnu 3-2 sigur eftir að hafa komist í 3-0.
Mikill fagnaðarlæti brutust út á Hlíðarenda enda níu ár síðan Valur varð síðast meistari en mörkin úr leiknum sem og fagnaðarlætin má sjá hér að neðan.
Á Seltjarnarnesi tryggði Grótta sér sæti í Pepsi Max-deild karla með 4-0 sigur á Haukum sem féllu einnig úr Inkasso-deildinni.
Fjölnir tapaði í Keflavík og með sigrinum þá tryggði Grótta sér því einnig gullið í Inkasso-deildinni. Þeir komu upp úr 2. deildinni á síðustu leiktíð.
Mörkin og fögnuðinn sem og viðbrögð má sjá hér að neðan.