Aðrir tímar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 21. september 2019 10:00 Sennilega er það svo að samtíminn er hverju sinni sannfærður um að hann hafi höndlað sannleikann og kunni allar leikreglur. Um leið þykir næsta sjálfsagt að fussa og sveia yfir fortíðinni og fólkinu sem lifði í henni og kunni ekki skil á hinum réttu leikreglum. Þannig er sáraeinfalt að þefa uppi alls kyns gjörðir og demba þeim yfir fólk áratugum seinna og saka það til dæmis um rasisma. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, fór ungur maður í partí, þar sem þemað var Þúsund og ein nótt, og klæddi sig sem Aladdin og litaði andlit sitt dökkt til að vera í stíl við gervið. Eins og hæfir tilefni eins og þessu var tekin af honum mynd. Svo liðu átján ár. Ungi maðurinn var orðinn frjálslyndur og vel metinn forsætisráðherra og líða fór að kosningum og vonandi endurkjöri. Þá var myndin grafin upp og skandall var opinberaður: Forsætisráðherrann var rasisti. Fleiri myndir birtust síðan af honum þar sem hann hafði á sínum yngri árum svert andlit sitt. Enn ein sönnun um rasískt eðli forsætisráðherrans.Skiljanlegt væri ef einhverjum hefði svelgst illilega á hefði Trudeau farið á sínum yngri árum á grímuball klæddur Ku Klux Klan-búningi. Ekkert slíkt gerðist. Hann fór sem Aladdin með dökkt andlit. Aladdin er ævintýrapersóna, sveipuð ljóma. Það er ekkert rangt við að vilja vera í sporum hans í boði þar sem fólk mætir í búningi.Trudeau varð að svara gagnrýnendum sínum og sagðist ekki hafa áttað sig á því á sínum tíma að uppátæki hans væri rasískt. Auðvitað ekki, enda er ekkert sem bendir til að hann hafi verið að hæða og spotta Aladdin, hann virðist einmitt hafa verið að hylla hann. Nú segist hann vita að gjörningurinn hafi verið rasískur. Auðvitað segir hann það. Hann er forsætisráðherra í viðkvæmri stöðu og verður að reyna að hafa sem flesta góða þegar kosningar eru í vændum. Trudeau bugtar sig og beygir fyrir hinum gólandi gagnrýnendum. Sjálfsagt gerir hann það í þeirri trú að það borgi sig að gera sér sér upp iðrun um leið og hann vonar að fárinu sloti.Mál Trudeau hefur verið blásið upp. Hann er ekki stjórnmálamaður sem hefur hrellt heiminn með rasískum ummælum, ólíkt ýmsum ráðamönnum heims. Gervið á grímuballinu er ekki þess eðlis að ástæða sé til að froðufella yfir því. Trudeau hefur sjálfur sagt að hann hafi gaman af alls kyns gervum. Það að hann hafi svert andlit sitt á sínum yngri árum gerir hann ekki að óhæfum stjórnmálamanni og með því ætlaði hann sér örugglega ekki að gera lítið úr blökkumönnum. Þetta voru aðrir tímar og það sem þá þótti næsta sjálfsagt er fordæmt í dag, oft af æði miklum ofsa.Og var það á þessum tíma eða kannski stuttu eftir það sem hér á landi voru seldir negrakossar? Fullorðið fólk keypti þetta sælgæti og börn og unglingar hámuðu það sömuleiðis í sig. Hugsanlega eru einhvers staðar til gamlar myndir af því viðurstyggilega áti. Líklega er löngu orðið tímabært að þeir seku biðjist afsökunar á rasísku áti sínu á negrakossum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kanada Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Sennilega er það svo að samtíminn er hverju sinni sannfærður um að hann hafi höndlað sannleikann og kunni allar leikreglur. Um leið þykir næsta sjálfsagt að fussa og sveia yfir fortíðinni og fólkinu sem lifði í henni og kunni ekki skil á hinum réttu leikreglum. Þannig er sáraeinfalt að þefa uppi alls kyns gjörðir og demba þeim yfir fólk áratugum seinna og saka það til dæmis um rasisma. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, fór ungur maður í partí, þar sem þemað var Þúsund og ein nótt, og klæddi sig sem Aladdin og litaði andlit sitt dökkt til að vera í stíl við gervið. Eins og hæfir tilefni eins og þessu var tekin af honum mynd. Svo liðu átján ár. Ungi maðurinn var orðinn frjálslyndur og vel metinn forsætisráðherra og líða fór að kosningum og vonandi endurkjöri. Þá var myndin grafin upp og skandall var opinberaður: Forsætisráðherrann var rasisti. Fleiri myndir birtust síðan af honum þar sem hann hafði á sínum yngri árum svert andlit sitt. Enn ein sönnun um rasískt eðli forsætisráðherrans.Skiljanlegt væri ef einhverjum hefði svelgst illilega á hefði Trudeau farið á sínum yngri árum á grímuball klæddur Ku Klux Klan-búningi. Ekkert slíkt gerðist. Hann fór sem Aladdin með dökkt andlit. Aladdin er ævintýrapersóna, sveipuð ljóma. Það er ekkert rangt við að vilja vera í sporum hans í boði þar sem fólk mætir í búningi.Trudeau varð að svara gagnrýnendum sínum og sagðist ekki hafa áttað sig á því á sínum tíma að uppátæki hans væri rasískt. Auðvitað ekki, enda er ekkert sem bendir til að hann hafi verið að hæða og spotta Aladdin, hann virðist einmitt hafa verið að hylla hann. Nú segist hann vita að gjörningurinn hafi verið rasískur. Auðvitað segir hann það. Hann er forsætisráðherra í viðkvæmri stöðu og verður að reyna að hafa sem flesta góða þegar kosningar eru í vændum. Trudeau bugtar sig og beygir fyrir hinum gólandi gagnrýnendum. Sjálfsagt gerir hann það í þeirri trú að það borgi sig að gera sér sér upp iðrun um leið og hann vonar að fárinu sloti.Mál Trudeau hefur verið blásið upp. Hann er ekki stjórnmálamaður sem hefur hrellt heiminn með rasískum ummælum, ólíkt ýmsum ráðamönnum heims. Gervið á grímuballinu er ekki þess eðlis að ástæða sé til að froðufella yfir því. Trudeau hefur sjálfur sagt að hann hafi gaman af alls kyns gervum. Það að hann hafi svert andlit sitt á sínum yngri árum gerir hann ekki að óhæfum stjórnmálamanni og með því ætlaði hann sér örugglega ekki að gera lítið úr blökkumönnum. Þetta voru aðrir tímar og það sem þá þótti næsta sjálfsagt er fordæmt í dag, oft af æði miklum ofsa.Og var það á þessum tíma eða kannski stuttu eftir það sem hér á landi voru seldir negrakossar? Fullorðið fólk keypti þetta sælgæti og börn og unglingar hámuðu það sömuleiðis í sig. Hugsanlega eru einhvers staðar til gamlar myndir af því viðurstyggilega áti. Líklega er löngu orðið tímabært að þeir seku biðjist afsökunar á rasísku áti sínu á negrakossum
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun