Allir tapa Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. október 2019 07:00 Ríkið féll á prófinu, enn eina ferðina, í liðinni viku. Meintu skattsvikamáli heimsfrægrar hljómsveitar var vísað frá dómi, eftir að hafa velkst um í kerfinu í rúmlega 1.300 daga. Mál, sem er eitt af fjölmörgum af sama meiði og hefur orðið til þess að líf ungs og efnilegs fólks er hreinlega sett í biðstöðu á meðan hver stofnunin á fætur annarri finnur því flest til foráttu, efnir til sífellt nýrra rannsókna, kyrrsetur allar þess eignir, leggur á það tugmilljóna sektir og dregur það að lokum fyrir dómstóla. Mál Sigur Rósar var rannsakað af þremur embættum; ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara. Rannsóknin stóð yfir í 712 daga, eða þar til ákæra var gefin út. Síðan liðu 622 dagar til viðbótar áður en málið komst loks til kasta dómstóla. Á þessum rúmu þremur árum höfðu meðlimir sveitarinnar unað refsingu ríkisskattstjóra um að greiða rúmlega 70 milljónir króna í sekt en næsta stjórnvaldi fannst það ekki nóg og vildi þá bak við lás og slá. Ítrekað hefur verið bent á að þessi margfalda málsmeðferð er andstæð lögum og gengur í berhögg við Mannréttindasáttmála Evrópu. Þrátt fyrir hvern áfellisdóminn á fætur öðrum þráast íslensk stjórnvöld við að viðurkenna eigin mistök á meðan aðrar þjóðir á borð við Finna, Norðmenn og Svía hafa fyrir löngu breytt fyrirkomulagi sínu á meðferð skattrannsóknarmála með góðum árangri. „Ég hef engan hitt, hvorki verjanda, sækjanda, né dómara, sem telur að þetta sé í lagi,“ sagði Guðjón St. Marteinsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, í þingfestingu sem blaðamaður Fréttablaðsins sat nýverið, þar sem meðferð skattamála var til umræðu. Þessir ágallar á kerfinu leiða til þess að mál verða aldrei leidd almennilega til lykta og engin niðurstaða fæst í þau. Það einfaldlega tekur því ekki að dæma í þeim enda samræmist meðferð þeirra ekki lögum og er vísað frá jafnharðan. Þetta eru ágallar sem ríkinu hefur verið bent á árum saman, hvort sem er af ráðherrum, embættismönnum, dómurum, skattrannsóknarstjóra eða lögmönnum, og ágallar sem leiða til þess að ríkið brýtur á fólki og þarf síðan að borga því bætur eftir áralanga þrautagöngu þess í gegnum úrelt réttarkerfið. Þeir sem koma að þessum málum verða að vita að þeir eru með lífsgæði fólks í höndum sér. Sá sem bíður niðurstöðu dómstóla milli vonar og ótta þarf oft að líða óþarfar vítiskvalir vegna seinagangs í réttarkerfinu, sem er ólíðandi og oft og tíðum, líkt og raun hefur borið vitni, með öllu óþarft. Þessi tregða við að fylgja dómum Mannréttindadómstólsins hefur ekkert upp á sig. Ávinningurinn er enginn og allir tapa. Hættum að gera sömu mistökin aftur og aftur – það borgar sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Ríkið féll á prófinu, enn eina ferðina, í liðinni viku. Meintu skattsvikamáli heimsfrægrar hljómsveitar var vísað frá dómi, eftir að hafa velkst um í kerfinu í rúmlega 1.300 daga. Mál, sem er eitt af fjölmörgum af sama meiði og hefur orðið til þess að líf ungs og efnilegs fólks er hreinlega sett í biðstöðu á meðan hver stofnunin á fætur annarri finnur því flest til foráttu, efnir til sífellt nýrra rannsókna, kyrrsetur allar þess eignir, leggur á það tugmilljóna sektir og dregur það að lokum fyrir dómstóla. Mál Sigur Rósar var rannsakað af þremur embættum; ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara. Rannsóknin stóð yfir í 712 daga, eða þar til ákæra var gefin út. Síðan liðu 622 dagar til viðbótar áður en málið komst loks til kasta dómstóla. Á þessum rúmu þremur árum höfðu meðlimir sveitarinnar unað refsingu ríkisskattstjóra um að greiða rúmlega 70 milljónir króna í sekt en næsta stjórnvaldi fannst það ekki nóg og vildi þá bak við lás og slá. Ítrekað hefur verið bent á að þessi margfalda málsmeðferð er andstæð lögum og gengur í berhögg við Mannréttindasáttmála Evrópu. Þrátt fyrir hvern áfellisdóminn á fætur öðrum þráast íslensk stjórnvöld við að viðurkenna eigin mistök á meðan aðrar þjóðir á borð við Finna, Norðmenn og Svía hafa fyrir löngu breytt fyrirkomulagi sínu á meðferð skattrannsóknarmála með góðum árangri. „Ég hef engan hitt, hvorki verjanda, sækjanda, né dómara, sem telur að þetta sé í lagi,“ sagði Guðjón St. Marteinsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, í þingfestingu sem blaðamaður Fréttablaðsins sat nýverið, þar sem meðferð skattamála var til umræðu. Þessir ágallar á kerfinu leiða til þess að mál verða aldrei leidd almennilega til lykta og engin niðurstaða fæst í þau. Það einfaldlega tekur því ekki að dæma í þeim enda samræmist meðferð þeirra ekki lögum og er vísað frá jafnharðan. Þetta eru ágallar sem ríkinu hefur verið bent á árum saman, hvort sem er af ráðherrum, embættismönnum, dómurum, skattrannsóknarstjóra eða lögmönnum, og ágallar sem leiða til þess að ríkið brýtur á fólki og þarf síðan að borga því bætur eftir áralanga þrautagöngu þess í gegnum úrelt réttarkerfið. Þeir sem koma að þessum málum verða að vita að þeir eru með lífsgæði fólks í höndum sér. Sá sem bíður niðurstöðu dómstóla milli vonar og ótta þarf oft að líða óþarfar vítiskvalir vegna seinagangs í réttarkerfinu, sem er ólíðandi og oft og tíðum, líkt og raun hefur borið vitni, með öllu óþarft. Þessi tregða við að fylgja dómum Mannréttindadómstólsins hefur ekkert upp á sig. Ávinningurinn er enginn og allir tapa. Hættum að gera sömu mistökin aftur og aftur – það borgar sig.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar