Saman til sjálfbærni Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 9. október 2019 07:00 Vart líður sá dagur að við fáum ekki nýjar fréttir af þeim miklu umhverfisbreytingum sem eiga sér stað á norðurslóðum vegna hlýnandi loftslags. Ljóst er að þær munu hafa víðtæk áhrif á samfélög á svæðinu og á möguleika þeirra til að vaxa og dafna. Samstarf ríkja á norðurslóðum beinir sjónum að mikilvægi þess að auka þekkingu á umhverfi og samfélögum svæðisins til þess að að auðvelda okkur að bregðast við þessum yfirstandandi og yfirvofandi breytingum. Sjálfbærni er rauður þráður í formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu. Við leggjum ríka áherslu á samspil samfélags, efnahags og umhverfis. Þekkingaruppbygging síðustu ára í þágu sjálfbærra samfélaga á harðbýlum svæðum varpar ljósi á mikilvægi samvinnu milli stjórnvalda, vísindasamfélags og fyrirtækja. Við Íslendingar þekkjum kostina sem felast í slíku samstarfi. Mörg smærri samfélög byggja afkomu sína á uppbyggingu þekkingarfyrirtækja við sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og hafa þannig skapað sinn framtíðargrundvöll. Í formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu nýtum við reynslu íslenskra fyrirtækja á þessum sviðum og höfum komið af stað samstarfsverkefnum aðildarríkja, viðskiptalífs og vísindasamfélags. Ný verkefni ráðsins á sviði bláa lífhagkerfisins og endurnýjanlegrar orku eru til dæmis undir forystu Íslands. Betri aðgangur að auðlindum norðurslóða og aukið ríkjasamstarf leiðir til nýrra viðskiptatækifæra á svæðinu. Sterkir innviðir, ekki síst á sviði samgangna, hafa líka lykilþýðingu en öflugt samband opinberra aðila og einkageirans er forsenda uppbyggingar þeirra. Þess vegna leggur Ísland í formennskutíð sinni áherslu á aukið samstarf ríkja og einkafyrirtækja á norðurslóðum. Til marks um þetta er fyrsti fundur Norðurskautsráðsins og Efnahagsráðs norðurslóða sem hefst í Reykjavík í dag. Þar koma saman fulltrúar aðildarríkjanna átta, frumbyggjasamtaka og fyrirtækja sem starfa á svæðinu. Markmiðið er skýrt: Að vinna sameiginlega að sjálfbærri efnahagsþróun á norðurslóðum, íbúum svæðisins til hagsbóta. Þannig stöndum við sterkari til að tryggja framtíð þessa mikilvæga heimshluta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðlaugur Þór Þórðarson Norðurslóðir Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Vart líður sá dagur að við fáum ekki nýjar fréttir af þeim miklu umhverfisbreytingum sem eiga sér stað á norðurslóðum vegna hlýnandi loftslags. Ljóst er að þær munu hafa víðtæk áhrif á samfélög á svæðinu og á möguleika þeirra til að vaxa og dafna. Samstarf ríkja á norðurslóðum beinir sjónum að mikilvægi þess að auka þekkingu á umhverfi og samfélögum svæðisins til þess að að auðvelda okkur að bregðast við þessum yfirstandandi og yfirvofandi breytingum. Sjálfbærni er rauður þráður í formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu. Við leggjum ríka áherslu á samspil samfélags, efnahags og umhverfis. Þekkingaruppbygging síðustu ára í þágu sjálfbærra samfélaga á harðbýlum svæðum varpar ljósi á mikilvægi samvinnu milli stjórnvalda, vísindasamfélags og fyrirtækja. Við Íslendingar þekkjum kostina sem felast í slíku samstarfi. Mörg smærri samfélög byggja afkomu sína á uppbyggingu þekkingarfyrirtækja við sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og hafa þannig skapað sinn framtíðargrundvöll. Í formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu nýtum við reynslu íslenskra fyrirtækja á þessum sviðum og höfum komið af stað samstarfsverkefnum aðildarríkja, viðskiptalífs og vísindasamfélags. Ný verkefni ráðsins á sviði bláa lífhagkerfisins og endurnýjanlegrar orku eru til dæmis undir forystu Íslands. Betri aðgangur að auðlindum norðurslóða og aukið ríkjasamstarf leiðir til nýrra viðskiptatækifæra á svæðinu. Sterkir innviðir, ekki síst á sviði samgangna, hafa líka lykilþýðingu en öflugt samband opinberra aðila og einkageirans er forsenda uppbyggingar þeirra. Þess vegna leggur Ísland í formennskutíð sinni áherslu á aukið samstarf ríkja og einkafyrirtækja á norðurslóðum. Til marks um þetta er fyrsti fundur Norðurskautsráðsins og Efnahagsráðs norðurslóða sem hefst í Reykjavík í dag. Þar koma saman fulltrúar aðildarríkjanna átta, frumbyggjasamtaka og fyrirtækja sem starfa á svæðinu. Markmiðið er skýrt: Að vinna sameiginlega að sjálfbærri efnahagsþróun á norðurslóðum, íbúum svæðisins til hagsbóta. Þannig stöndum við sterkari til að tryggja framtíð þessa mikilvæga heimshluta.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun