Skuldaraskattur Davíð Þorláksson skrifar 9. október 2019 07:45 Árið 2010 var sérstakur skattur lagður á fjármálafyrirtæki m.a. til að afla ríkinu tekna til að vega upp á móti tapi þess vegna fjármálahrunsins. Hinir nýstofnuðu bankar áttu að greiða fyrir tjónið sem þeir sem fóru í þrot ollu, eins sérstakt og það nú er. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Bankaskatturinn er lagður á skuldir bankanna sem gerir það að verkum að fjármagnskostnaður þeirra hækkar sem eykur kostnað þeirra við lánveitingar. Sá kostnaður endar óhjákvæmilega hjá lántakendum bankanna; heimilum og fyrirtækjum. Bankarnir eru í harðri samkeppni um húsnæðislán við lífeyrissjóðina, sem þurfa ekki að greiða bankaskatt og geta leyft sér að gera strangar kröfur. Stærri fyrirtæki eiga kost á að fjármagna sig með útgáfu skuldabréfa, sem bera ekki bankaskatt, og hjá lánveitendum erlendis. Bankaskattar eru mun hærri á Íslandi en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Þetta er því ójafn leikur. Það eru því fyrst og fremst heimili og lítil og meðalstór fyrirtæki sem á endanum borga bankaskattinn. Áætlað hefur verið að sérskattar á banka jafngildi um 0,5-0,55% aukaálagi á vexti. Það þýðir að heimili sem skuldar 30 milljónir króna gæti verið að greiða um 150 þúsund krónur í bankaskatt á ári. Á sama tíma eru aðilar vinnumarkaðarins að reyna að lækka vexti með Lífskjarasamningnum. Nú liggur fyrir frumvarp frá ríkisstjórninni þar sem bankaskatturinn er lækkaður lítillega á löngum tíma. Það er spurning hvort ekki væri réttara að breyta nafni skattsins á meðan og kalla hann sínu rétta nafni: Skuldaraskattinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2010 var sérstakur skattur lagður á fjármálafyrirtæki m.a. til að afla ríkinu tekna til að vega upp á móti tapi þess vegna fjármálahrunsins. Hinir nýstofnuðu bankar áttu að greiða fyrir tjónið sem þeir sem fóru í þrot ollu, eins sérstakt og það nú er. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Bankaskatturinn er lagður á skuldir bankanna sem gerir það að verkum að fjármagnskostnaður þeirra hækkar sem eykur kostnað þeirra við lánveitingar. Sá kostnaður endar óhjákvæmilega hjá lántakendum bankanna; heimilum og fyrirtækjum. Bankarnir eru í harðri samkeppni um húsnæðislán við lífeyrissjóðina, sem þurfa ekki að greiða bankaskatt og geta leyft sér að gera strangar kröfur. Stærri fyrirtæki eiga kost á að fjármagna sig með útgáfu skuldabréfa, sem bera ekki bankaskatt, og hjá lánveitendum erlendis. Bankaskattar eru mun hærri á Íslandi en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Þetta er því ójafn leikur. Það eru því fyrst og fremst heimili og lítil og meðalstór fyrirtæki sem á endanum borga bankaskattinn. Áætlað hefur verið að sérskattar á banka jafngildi um 0,5-0,55% aukaálagi á vexti. Það þýðir að heimili sem skuldar 30 milljónir króna gæti verið að greiða um 150 þúsund krónur í bankaskatt á ári. Á sama tíma eru aðilar vinnumarkaðarins að reyna að lækka vexti með Lífskjarasamningnum. Nú liggur fyrir frumvarp frá ríkisstjórninni þar sem bankaskatturinn er lækkaður lítillega á löngum tíma. Það er spurning hvort ekki væri réttara að breyta nafni skattsins á meðan og kalla hann sínu rétta nafni: Skuldaraskattinn.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar