Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. október 2019 18:30 Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni í gær. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi. Konan var færð alvarlega slösuð á sjúkrahús en henni hefur nú verið komið í öruggt skjól að sögn lögreglu. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti meint árás sér stað í gámum úti á Granda en um er að ræða úrræði á vegum borgarinnar fyrir langt leidda fíkla. „Lögregla var kölluð til vestur í bæ um hádegisbil í gær þar sem barst tilkynning um að þar kona væri slösuð líklegast eftir líkamsárás og kynferðisofbeldi og fyrstu lögreglumenn sem mættu á vettvang mátu það þannig að hún væri það slösuð að það þyrfti að flytja hana á brott með sjúkrabíl,“ segir Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hafa fengið upplýsingar um hvort fólkið bjó í gámunum eða var þar af öðrum ástæðum en samkvæmt upplýsingum frá borginni búa engar konur þar. „Meintur gerandi var ekki að vettvangi þegar lögregla kom en hann fannst í miðbæ Reykjavíkur um klukkutíma seinna og var handtekinn og í ljósi aðstæðna var ákveðið að fara fram á gæsluvarðhald yfir honum í Héraðsdómi Reykjavíkur,“ segir Ævar. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. október um hádegisbil í dag. „Í dag er til rannsóknar kynferðisbrot, brot í nánu sambandi og líkamsárás.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn meðal annars grunaður um að hafa haldið konunni kverkataki um tíma. „Við erum að skoða hvort þetta sé það alvarleg líkamsáras að það verði að skoða hana sem tilraun til manndráps,“ segir Ævar en tekin hefur verið ákvörðun um að svo verði gert. Maðurinn hefur samkvæmt heimildum fréttastofu margoft komið við sögu lögreglu og hlotið dóma meðal annars fyrir ofbeldisbrot og heimilisofbeldi. Hann losnaði úr fangelsi nú síðast í sumar. Í dómi yfir manninum frá 2017 segir að hann sé verulega hættulegur. Iðulega sé notast við sérsveit þegar afskipti eru höfð af honum enda hafi hann margítrekað gerst sekur um ofbeldisbrot. Eins og fyrr segir var konan flutt á slysadeild en hefur verið útskrifuð þaðan. „Henni var komið fyrir þar sem öryggi hennar er tryggt.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni í gær. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi. Konan var færð alvarlega slösuð á sjúkrahús en henni hefur nú verið komið í öruggt skjól að sögn lögreglu. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti meint árás sér stað í gámum úti á Granda en um er að ræða úrræði á vegum borgarinnar fyrir langt leidda fíkla. „Lögregla var kölluð til vestur í bæ um hádegisbil í gær þar sem barst tilkynning um að þar kona væri slösuð líklegast eftir líkamsárás og kynferðisofbeldi og fyrstu lögreglumenn sem mættu á vettvang mátu það þannig að hún væri það slösuð að það þyrfti að flytja hana á brott með sjúkrabíl,“ segir Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hafa fengið upplýsingar um hvort fólkið bjó í gámunum eða var þar af öðrum ástæðum en samkvæmt upplýsingum frá borginni búa engar konur þar. „Meintur gerandi var ekki að vettvangi þegar lögregla kom en hann fannst í miðbæ Reykjavíkur um klukkutíma seinna og var handtekinn og í ljósi aðstæðna var ákveðið að fara fram á gæsluvarðhald yfir honum í Héraðsdómi Reykjavíkur,“ segir Ævar. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. október um hádegisbil í dag. „Í dag er til rannsóknar kynferðisbrot, brot í nánu sambandi og líkamsárás.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn meðal annars grunaður um að hafa haldið konunni kverkataki um tíma. „Við erum að skoða hvort þetta sé það alvarleg líkamsáras að það verði að skoða hana sem tilraun til manndráps,“ segir Ævar en tekin hefur verið ákvörðun um að svo verði gert. Maðurinn hefur samkvæmt heimildum fréttastofu margoft komið við sögu lögreglu og hlotið dóma meðal annars fyrir ofbeldisbrot og heimilisofbeldi. Hann losnaði úr fangelsi nú síðast í sumar. Í dómi yfir manninum frá 2017 segir að hann sé verulega hættulegur. Iðulega sé notast við sérsveit þegar afskipti eru höfð af honum enda hafi hann margítrekað gerst sekur um ofbeldisbrot. Eins og fyrr segir var konan flutt á slysadeild en hefur verið útskrifuð þaðan. „Henni var komið fyrir þar sem öryggi hennar er tryggt.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira