Kristinn hættir á toppnum hjá KR Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. október 2019 13:00 Kristinn með stóra bikarinn. mynd/kr Knattspyrnudeild KR mun fá nýjan formann á næsta ári því Kristinn Kjærnested hefur ákveðið að stíga til hliðar eftir að hafa unnið fyrir deildina í 20 ár. Kristinn tilkynnti um þessa ákvörðun sína í dag en aðalfundur knattspyrnudeildar verður í febrúar. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu Kristins:Kæru KR-ingar,Ótrúlegu tímabili er nýlokið hvar við jöfnuðum í karlaboltanum okkar eigið stigamet (ásamt Stjörnunni) og settum um leið nýtt met með því að vinna mótið með 14 stiga mun sem aldrei áður hefur gerst í 12 liða deild. Algjörlega frábær árangur hjá strákunum.Stelpurnar voru svo aðeins hársbreidd frá bikarmeistartitli.3. flokkur karla landaði Íslandsmeistaratitli með 5-1 stórsigri gegn Fjölni. Framtíðin er björt.Að því sögðu vil ég tilkynna að ég mun ekki sækjast eftir endurkjöri á næsta aðalfundi knattspyrnudeildar KR sem verður í febrúar á næsta ári.Ég hóf stjórnunarstörf mín fyrir KR á 100 ára afmæli okkar árið 1999. Það er óhætt að segja að byrjunin hafi verið draumi líkust og tilfinningin ólýsanleg það herrans ár er báðir meistaraflokkarnir unnu tvöfalt.Nú 20 árum síðar fögnum við svo mögnuðu afreki strákanna. Eftir eyðirmerkurgönguna löngu datt í hús um daginn 7. Íslandsmeistaratitillinn frá aldarafmæli félagsins. Bikartitlarnir frá sama tímamarki eru einnig nokkrir, eða 5 talsins. Ég er stoltur að hafa fengið að vera þátttakandi í þeirri vegferð og gríðarlega þakklátur að mér hafi verið treyst fyrir formennsku frá árinu 2008.Þakkir miklar sendi ég fjölskyldunni minni, öllum vinum mínum í KR, kollegum sem hafa verið með mér í stjórn deildarinnar, starfsfólki, þjálfurum, leikmönnum, mökum og öllum þeim stórkostlegu sjálfboðaliðum KR sem alltaf er hægt að treysta á og leita til. Við erum ein stór fjölskylda. Einnig vil ég þakka öllum þeim fjölmiðlamönnum sem maður hefur kynnst í gegnum tíðina fyrir afar ánægjuleg samskipti. Samstarfsaðilum og velunnurum knattspyrnudeildar KR færi ég mínar bestu þakkir fyrir ómetanlegan stuðning.Risa þakkir fá svo okkar stórkostlegu stuðningsmenn og áhorfendur sem alltaf mæta og hvetja lið okkar í gegnum súrt og sætt.Að lokum vil ég þakka yfirmanni mínum Birni Einarssyni hjá TVG-Zimsen fyrir stuðning og skilning í gegnum tíðina.TAKK KR !Íslandsmeistarakveðja,Kiddi Pepsi Max-deild karla Reykjavík Tímamót Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Knattspyrnudeild KR mun fá nýjan formann á næsta ári því Kristinn Kjærnested hefur ákveðið að stíga til hliðar eftir að hafa unnið fyrir deildina í 20 ár. Kristinn tilkynnti um þessa ákvörðun sína í dag en aðalfundur knattspyrnudeildar verður í febrúar. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu Kristins:Kæru KR-ingar,Ótrúlegu tímabili er nýlokið hvar við jöfnuðum í karlaboltanum okkar eigið stigamet (ásamt Stjörnunni) og settum um leið nýtt met með því að vinna mótið með 14 stiga mun sem aldrei áður hefur gerst í 12 liða deild. Algjörlega frábær árangur hjá strákunum.Stelpurnar voru svo aðeins hársbreidd frá bikarmeistartitli.3. flokkur karla landaði Íslandsmeistaratitli með 5-1 stórsigri gegn Fjölni. Framtíðin er björt.Að því sögðu vil ég tilkynna að ég mun ekki sækjast eftir endurkjöri á næsta aðalfundi knattspyrnudeildar KR sem verður í febrúar á næsta ári.Ég hóf stjórnunarstörf mín fyrir KR á 100 ára afmæli okkar árið 1999. Það er óhætt að segja að byrjunin hafi verið draumi líkust og tilfinningin ólýsanleg það herrans ár er báðir meistaraflokkarnir unnu tvöfalt.Nú 20 árum síðar fögnum við svo mögnuðu afreki strákanna. Eftir eyðirmerkurgönguna löngu datt í hús um daginn 7. Íslandsmeistaratitillinn frá aldarafmæli félagsins. Bikartitlarnir frá sama tímamarki eru einnig nokkrir, eða 5 talsins. Ég er stoltur að hafa fengið að vera þátttakandi í þeirri vegferð og gríðarlega þakklátur að mér hafi verið treyst fyrir formennsku frá árinu 2008.Þakkir miklar sendi ég fjölskyldunni minni, öllum vinum mínum í KR, kollegum sem hafa verið með mér í stjórn deildarinnar, starfsfólki, þjálfurum, leikmönnum, mökum og öllum þeim stórkostlegu sjálfboðaliðum KR sem alltaf er hægt að treysta á og leita til. Við erum ein stór fjölskylda. Einnig vil ég þakka öllum þeim fjölmiðlamönnum sem maður hefur kynnst í gegnum tíðina fyrir afar ánægjuleg samskipti. Samstarfsaðilum og velunnurum knattspyrnudeildar KR færi ég mínar bestu þakkir fyrir ómetanlegan stuðning.Risa þakkir fá svo okkar stórkostlegu stuðningsmenn og áhorfendur sem alltaf mæta og hvetja lið okkar í gegnum súrt og sætt.Að lokum vil ég þakka yfirmanni mínum Birni Einarssyni hjá TVG-Zimsen fyrir stuðning og skilning í gegnum tíðina.TAKK KR !Íslandsmeistarakveðja,Kiddi
Pepsi Max-deild karla Reykjavík Tímamót Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira