Ástæðulaust fjaðrafok vegna taps á fjárfestingum lífeyrissjóðanna Jakob Bjarnar skrifar 8. október 2019 10:49 Gylfi Magnússon bendir á að á fyrstu átta mánuðum ársins hafi eignir lífeyrissjóðanna aukist um 550 milljarða. fbl/sigtryggur ari Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, vandar um við þá sem fara mikinn vegna taps sem orðið hefur á fjárfestingum lífeyrissjóðanna. Gylfi bendir á að líklega hafi fjárfestingar sjóðanna aldrei skilað meiri ávöxtun; eignir sjóðanna jukust um 550 milljarða á fyrstu átta mánuðum ársins.Vanstillt og vitlaus umræða Gylfi segir umræðuna um lífeyriskerfið oft víðs fjarri staðreyndum. Hann segir „fjaðrafokið vegna taps á sumum fjárfestingum alveg slitið úr samhengi við þá staðreynd að þegar tekin er áhætta verður stundum tap og stundum ávinningur.“ Ef til vill flokkast þetta undir það að benda á hið sjálfsagða en dósentinn telur engu að síður ástæðu til að hnykkja á þessu á Facebooksíðu sinni. Tilefnið er án vafa hatröm umræða sem orðið hefur í samfélaginu vegna Gamma. „Lykilatriði er auðvitað að velja vel svo að sem oftast verði ávinningur (!) en það er ekki gæfuleg fjárfestingarstefna að taka aldrei áhættu. Þess vegna er eðlilegt, raunar óhjákvæmilegt, að sumar fjárfestingar sjóðanna skili tapi. Sumar slíkra fjárfestinga má vitaskuld gagnrýna en það á að gera á grundvelli þess sem menn máttu vita þegar þær voru gerðar, ekki þess sem er vitað löngu síðar.“ Eignir jukustu um 550 milljarða fyrstu átta mánuði ársins Gylfi bendir á að líklega hafi fjárfestingar sjóðanna aldrei skilað meiri ávöxtun í krónum talið en það sem af er þessu ári. „Eignir sjóðanna (þ.e. sjóðfélaga!) jukust um 550 milljarða fyrstu átta mánuði ársins. Þar af er ávöxtun á að giska 480 milljarðar, hitt eru iðgjöld umfram lífeyrisgreiðslur. Það er auðvitað rétt að anda í gegnum nefið þegar svona tölur birtast, það er langtímaávöxtunin sem skiptir öllu (og horfur um hana eru ekkert sérstaklega bjartar, því miður), ekki skammtímasveiflur, en það má alveg gleðjast í smástund fyrir hönd lífeyrisþega í nútíð og framtíð.“ GAMMA Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, vandar um við þá sem fara mikinn vegna taps sem orðið hefur á fjárfestingum lífeyrissjóðanna. Gylfi bendir á að líklega hafi fjárfestingar sjóðanna aldrei skilað meiri ávöxtun; eignir sjóðanna jukust um 550 milljarða á fyrstu átta mánuðum ársins.Vanstillt og vitlaus umræða Gylfi segir umræðuna um lífeyriskerfið oft víðs fjarri staðreyndum. Hann segir „fjaðrafokið vegna taps á sumum fjárfestingum alveg slitið úr samhengi við þá staðreynd að þegar tekin er áhætta verður stundum tap og stundum ávinningur.“ Ef til vill flokkast þetta undir það að benda á hið sjálfsagða en dósentinn telur engu að síður ástæðu til að hnykkja á þessu á Facebooksíðu sinni. Tilefnið er án vafa hatröm umræða sem orðið hefur í samfélaginu vegna Gamma. „Lykilatriði er auðvitað að velja vel svo að sem oftast verði ávinningur (!) en það er ekki gæfuleg fjárfestingarstefna að taka aldrei áhættu. Þess vegna er eðlilegt, raunar óhjákvæmilegt, að sumar fjárfestingar sjóðanna skili tapi. Sumar slíkra fjárfestinga má vitaskuld gagnrýna en það á að gera á grundvelli þess sem menn máttu vita þegar þær voru gerðar, ekki þess sem er vitað löngu síðar.“ Eignir jukustu um 550 milljarða fyrstu átta mánuði ársins Gylfi bendir á að líklega hafi fjárfestingar sjóðanna aldrei skilað meiri ávöxtun í krónum talið en það sem af er þessu ári. „Eignir sjóðanna (þ.e. sjóðfélaga!) jukust um 550 milljarða fyrstu átta mánuði ársins. Þar af er ávöxtun á að giska 480 milljarðar, hitt eru iðgjöld umfram lífeyrisgreiðslur. Það er auðvitað rétt að anda í gegnum nefið þegar svona tölur birtast, það er langtímaávöxtunin sem skiptir öllu (og horfur um hana eru ekkert sérstaklega bjartar, því miður), ekki skammtímasveiflur, en það má alveg gleðjast í smástund fyrir hönd lífeyrisþega í nútíð og framtíð.“
GAMMA Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira