Sigurhæðir og Matthías Tryggvi Gíslason skrifar 8. október 2019 07:00 Í bréfi sem Matthías Jochumsson skrifaði í mars 1904 segir: „Ég lét byggja mér nýtt dáfallegt hús í fyrra til að deyja í.“ Þetta hús er Sigurhæðir sem hann lét reisa 1903 og þar sem Matthíasarfélagið stofnaði Matthíasarsafn 1962, minningarsafn um Matthías Jochumsson og opnað var árið 1965. Þar voru skrifstofuherbergi, ætluð skáldum og fræðimönnum til skapandi skrifa. Sigurhæðir standa sunnan undir núverandi Akureyrarkirkju, sem vígð var 1940, og nefnd hefur verið Matthíasarkirkja. Mörg skáld hafa í tímans rás tengst Akureyri með einum eða öðrum hætti, þótt tengslin séu mismunandi. Sum eru fædd í „höfuðstað hins bjarta Norðurs“, önnur komu til bæjarins á fullorðinsárum og settust þar að, og enn önnur dvöldust þar aðeins skamma hríð, en skildu eftir sig ljóð, myndir og minningar. Í þessum hópi eru um fimmtíu skáld. Mætti því kalla bæinn „skáldabæinn Akureyri“. Eitt skáld kom iðulega til Akureyrar, en hafði þar aldrei fasta búsetu, listaskáldið góða, Jónas Hallgrímsson, sem fór um Akureyri á ferðum sínum til og frá æskuheimili sínu á Steinsstöðum í Öxnadal. Séra Matthías Jochumsson fluttist til Akureyrar árið 1886 og lifði þar til dauðadags 18. nóvember 1920 og skildi þar eftir sig spor, sem enn hefur ekki fennt í. Matthías átti oft erfitt, allt frá bernskudögum fram á elliár, barðist við þunglyndi og efasemdir í trúmálum, eins og víða kemur fram í kvæðum hans. Af sögu hans má margt læra. Meðal annars getur ungt fólk lært margt af sögu hans – einnig við sem eldri erum. Stjórn Akureyrarstofu hefur nú ákveðið að óska eftir því við umhverfis- og mannvirkjasvið bæjarins, að húsið Sigurhæðir verði sett í sölu, þótt málið hafi hvorki verið rætt í bæjarstjórn né bæjarráði. Hins vegar verði sögu hússins og sögu Matthíasar Jochumssonar gerð skil með öðum hætti, „til dæmis með söguskilti“ – ég endurtek: „með söguskilti“. Þetta er ekki sæmandi. Formælandi Akureyrarstofu færir þau rök ein fyrir hugmyndinni, að stígur frá kirkjutröppunum sé ekki fær fyrir fatlaða eða fólk sem á erfitt með gang – „ekki síst á snjóþungum dögum“. Furðulegt er að lesa þetta: selja Sigurhæðir, þótt málið hafi ekki verið rætt í bæjarstjórn eða bæjarráði, en sögu Matthíasar gerð skil með söguskilti. Forysta í skáldabænum, skóla- og menningarbænum Akureyri getur ekki verið þekkt fyrir slíkt og þvílíkt. Það finnast leiðir, ef ráðamenn vilja hugsa málið frá upphafi til enda og vilja standa sína plikt gagnvart sögu bæjarins og menningu. Svo kann líka að vera að leiðin að Sigurhæðum eigi ekki að vera auðgengin, hvorki ungum né öldnum, fötluðum né fólki sem á erfitt með gang. Leið Matthíasar Jochumssonar gegnum lífið var heldur ekki auðveld.Höfundur er fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Tryggvi Gíslason Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í bréfi sem Matthías Jochumsson skrifaði í mars 1904 segir: „Ég lét byggja mér nýtt dáfallegt hús í fyrra til að deyja í.“ Þetta hús er Sigurhæðir sem hann lét reisa 1903 og þar sem Matthíasarfélagið stofnaði Matthíasarsafn 1962, minningarsafn um Matthías Jochumsson og opnað var árið 1965. Þar voru skrifstofuherbergi, ætluð skáldum og fræðimönnum til skapandi skrifa. Sigurhæðir standa sunnan undir núverandi Akureyrarkirkju, sem vígð var 1940, og nefnd hefur verið Matthíasarkirkja. Mörg skáld hafa í tímans rás tengst Akureyri með einum eða öðrum hætti, þótt tengslin séu mismunandi. Sum eru fædd í „höfuðstað hins bjarta Norðurs“, önnur komu til bæjarins á fullorðinsárum og settust þar að, og enn önnur dvöldust þar aðeins skamma hríð, en skildu eftir sig ljóð, myndir og minningar. Í þessum hópi eru um fimmtíu skáld. Mætti því kalla bæinn „skáldabæinn Akureyri“. Eitt skáld kom iðulega til Akureyrar, en hafði þar aldrei fasta búsetu, listaskáldið góða, Jónas Hallgrímsson, sem fór um Akureyri á ferðum sínum til og frá æskuheimili sínu á Steinsstöðum í Öxnadal. Séra Matthías Jochumsson fluttist til Akureyrar árið 1886 og lifði þar til dauðadags 18. nóvember 1920 og skildi þar eftir sig spor, sem enn hefur ekki fennt í. Matthías átti oft erfitt, allt frá bernskudögum fram á elliár, barðist við þunglyndi og efasemdir í trúmálum, eins og víða kemur fram í kvæðum hans. Af sögu hans má margt læra. Meðal annars getur ungt fólk lært margt af sögu hans – einnig við sem eldri erum. Stjórn Akureyrarstofu hefur nú ákveðið að óska eftir því við umhverfis- og mannvirkjasvið bæjarins, að húsið Sigurhæðir verði sett í sölu, þótt málið hafi hvorki verið rætt í bæjarstjórn né bæjarráði. Hins vegar verði sögu hússins og sögu Matthíasar Jochumssonar gerð skil með öðum hætti, „til dæmis með söguskilti“ – ég endurtek: „með söguskilti“. Þetta er ekki sæmandi. Formælandi Akureyrarstofu færir þau rök ein fyrir hugmyndinni, að stígur frá kirkjutröppunum sé ekki fær fyrir fatlaða eða fólk sem á erfitt með gang – „ekki síst á snjóþungum dögum“. Furðulegt er að lesa þetta: selja Sigurhæðir, þótt málið hafi ekki verið rætt í bæjarstjórn eða bæjarráði, en sögu Matthíasar gerð skil með söguskilti. Forysta í skáldabænum, skóla- og menningarbænum Akureyri getur ekki verið þekkt fyrir slíkt og þvílíkt. Það finnast leiðir, ef ráðamenn vilja hugsa málið frá upphafi til enda og vilja standa sína plikt gagnvart sögu bæjarins og menningu. Svo kann líka að vera að leiðin að Sigurhæðum eigi ekki að vera auðgengin, hvorki ungum né öldnum, fötluðum né fólki sem á erfitt með gang. Leið Matthíasar Jochumssonar gegnum lífið var heldur ekki auðveld.Höfundur er fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Akureyri.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun