Ríkisútvarpið haldi stöðu sinni Kári Jónasson skrifar 8. október 2019 07:00 Það hefur oft gustað hressilega um Ríkisútvarpið síðan það hóf starfsemi sína árið 1930. Ýmis upphlaup hafa orðið í gegnum árin og menn hafa haft ýmsar skoðanir uppi varðandi starfsemi þess. Umræðan undanfarið hefur einkum beinst að fjármögnun stofnunarinnar og þá einkum hlutdeild hennar í auglýsingamarkaðinum hér á landi . Auglýsingar hafa verið fastur liður í dagskrá Ríkisútvarpsins frá stofnun og eru þess vegna hluti af daglegu lífi landsmanna. Mörgum íbúum nágrannalanda okkar kemur það stundum spánskt fyrir sjónir að hér séu auglýsingar í ríkisfjölmiðlinum, en svona er það nú samt, líkt og í flestum eða öllum öðrum löndum á meginlandi Evrópu. Þar eru stöðvarnar líka fjármagnaðar í flestum tilfellum með blöndu af afnotagjöldum og auglýsingum líkt og hér.Tryggur hópur að baki RÚV Það verður ekki annað sagt en að landsmenn standi þétt að baki Ríkisútvarpinu, ef marka má fjölmargar kannanir á undanförnum árum. Þrátt fyrir tilkomu heimsmiðla sem hafa haft mikil áhrif á fjölmiðlun – ekki aðeins hér á landi heldur um allan heim – á Ríkisútvarpið sinn trygga hóp hlustenda og áhorfenda. Stofnunin hefur líka lagt sig fram um að fylgja þróun í miðlun efnis, og sinna öllum aldurshópum, ekki síst ungu kynslóðinni. Má þar bæði nefna KrakkaRÚV og Rúv Núll, sem segja má að hafi valdið byltingu í notkun þessara hópa á fjölmiðlum og haft veruleg áhrif á menningarlegt uppeldi þeirra.Meiri og meiri samkeppni Samkeppni við erlendar efnisveitur verður sífellt harðari, en til að keppa við þær hefur RÚV stóraukið áherslu á innlent efni. Á undanförnum fimm árum hefur það aukist um 23% og á sama tíma hefur verið dregið úr framboði af bandarísku afþreyingarefni um 45%. Þetta eru tölur sem tala sínu máli og landinn hefur vel kunnað að meta. Sumt af því efni sem stofnunin hefur átt þátt í að framleiða hefur svo ratað í erlendar stöðvar og aukið hróður Íslands á sviði kvikmyndagerðar. Við í Ríkisútvarpinu erum ákaflega stolt af útvarpsrásunum okkar tveimur og Sjónvarpinu. Hin gamla og virðulega Rás 1 hefur haldið sínu striki og blómstrað, þrátt fyrir mikla samkeppni á ljósvakarásunum.Löggjafinn ákveður fjármögnun En allt kostar þetta peninga, og til að standa undir hinni metnaðarfullu dagskrá eru auglýsingar og útvarpsgjaldið svokallað. Menn geta haft mismunandi skoðanir á því hvernig hlutfallið varðandi fjármögnunina á að vera, en það er löggjafans að ákveða það. Við vonum bara og treystum því að verði hlutfall auglýsinga minnkað, fáum við það bætt með útvarpsgjaldinu. Ef til vill verða hugsanlegar breytingar á þessu hlutfalli til þess að styrkja einkarekna fjölmiðla og það er ekki nema gott um það að segja, því sannleikurinn er sá að löggjafinn hefði átt fyrir löngu að vera búinn að búa þannig um hnútana að hér á landi geti þróast lýðræðisleg og menningarleg umræða um hvaðeina sem mönnum liggur á hjarta. Framtak mennta- og menningarmálaráðherra á þessu sviði lofar góðu.Stöndum vörð um tunguna Ríkisútvarpið vill hér eftir sem hingað til leggja sitt af mörkum til íslenskrar menningar og lýðræðislegrar umræðu. Það hefur kannski aldrei verið nauðsynlegra en nú á tímum, þegar við verðum að slá skjaldborg um tungumálið okkar íslenskuna, sem á í sífellt meiri vök að verjast vegna erlendra áhrifa.Höfundur er formaður stjórnar Ríkisútvarpsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Kári Jónasson Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Það hefur oft gustað hressilega um Ríkisútvarpið síðan það hóf starfsemi sína árið 1930. Ýmis upphlaup hafa orðið í gegnum árin og menn hafa haft ýmsar skoðanir uppi varðandi starfsemi þess. Umræðan undanfarið hefur einkum beinst að fjármögnun stofnunarinnar og þá einkum hlutdeild hennar í auglýsingamarkaðinum hér á landi . Auglýsingar hafa verið fastur liður í dagskrá Ríkisútvarpsins frá stofnun og eru þess vegna hluti af daglegu lífi landsmanna. Mörgum íbúum nágrannalanda okkar kemur það stundum spánskt fyrir sjónir að hér séu auglýsingar í ríkisfjölmiðlinum, en svona er það nú samt, líkt og í flestum eða öllum öðrum löndum á meginlandi Evrópu. Þar eru stöðvarnar líka fjármagnaðar í flestum tilfellum með blöndu af afnotagjöldum og auglýsingum líkt og hér.Tryggur hópur að baki RÚV Það verður ekki annað sagt en að landsmenn standi þétt að baki Ríkisútvarpinu, ef marka má fjölmargar kannanir á undanförnum árum. Þrátt fyrir tilkomu heimsmiðla sem hafa haft mikil áhrif á fjölmiðlun – ekki aðeins hér á landi heldur um allan heim – á Ríkisútvarpið sinn trygga hóp hlustenda og áhorfenda. Stofnunin hefur líka lagt sig fram um að fylgja þróun í miðlun efnis, og sinna öllum aldurshópum, ekki síst ungu kynslóðinni. Má þar bæði nefna KrakkaRÚV og Rúv Núll, sem segja má að hafi valdið byltingu í notkun þessara hópa á fjölmiðlum og haft veruleg áhrif á menningarlegt uppeldi þeirra.Meiri og meiri samkeppni Samkeppni við erlendar efnisveitur verður sífellt harðari, en til að keppa við þær hefur RÚV stóraukið áherslu á innlent efni. Á undanförnum fimm árum hefur það aukist um 23% og á sama tíma hefur verið dregið úr framboði af bandarísku afþreyingarefni um 45%. Þetta eru tölur sem tala sínu máli og landinn hefur vel kunnað að meta. Sumt af því efni sem stofnunin hefur átt þátt í að framleiða hefur svo ratað í erlendar stöðvar og aukið hróður Íslands á sviði kvikmyndagerðar. Við í Ríkisútvarpinu erum ákaflega stolt af útvarpsrásunum okkar tveimur og Sjónvarpinu. Hin gamla og virðulega Rás 1 hefur haldið sínu striki og blómstrað, þrátt fyrir mikla samkeppni á ljósvakarásunum.Löggjafinn ákveður fjármögnun En allt kostar þetta peninga, og til að standa undir hinni metnaðarfullu dagskrá eru auglýsingar og útvarpsgjaldið svokallað. Menn geta haft mismunandi skoðanir á því hvernig hlutfallið varðandi fjármögnunina á að vera, en það er löggjafans að ákveða það. Við vonum bara og treystum því að verði hlutfall auglýsinga minnkað, fáum við það bætt með útvarpsgjaldinu. Ef til vill verða hugsanlegar breytingar á þessu hlutfalli til þess að styrkja einkarekna fjölmiðla og það er ekki nema gott um það að segja, því sannleikurinn er sá að löggjafinn hefði átt fyrir löngu að vera búinn að búa þannig um hnútana að hér á landi geti þróast lýðræðisleg og menningarleg umræða um hvaðeina sem mönnum liggur á hjarta. Framtak mennta- og menningarmálaráðherra á þessu sviði lofar góðu.Stöndum vörð um tunguna Ríkisútvarpið vill hér eftir sem hingað til leggja sitt af mörkum til íslenskrar menningar og lýðræðislegrar umræðu. Það hefur kannski aldrei verið nauðsynlegra en nú á tímum, þegar við verðum að slá skjaldborg um tungumálið okkar íslenskuna, sem á í sífellt meiri vök að verjast vegna erlendra áhrifa.Höfundur er formaður stjórnar Ríkisútvarpsins.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun