Hvítir miðaldra karlmenn Sigríður Karlsdóttir skrifar 7. október 2019 11:45 Ég les gjarnan setninguna hvítir miðaldra karlmenn í fjölmiðlum og upp á síðkastið finnst mér hún koma æ oftar fyrir í fjölmiðlum. Fyrir mér, þá held ég að samfélagið skilgreini þetta hugtak, sem hóp manna eða kvenna sem er þröngsýnt og fordómafullt, forðast breytingar og eiga erfitt með að setja sig í spor annarra. Ég var einu sinni hvítur miðaldra karlmaður. Ég var 17 ára. Ég þoldi illa breytingar og fannst mín skoðun vera réttari en skoðanir annarra. Ég beið eftir að hinn aðilinn kláraði svo ég gæti komið mínum skoðunum á framfæri. Ég þoldi ekki fólk sem ég skildi ekki. Ég dæmdi fólk sem var öðruvísi en ég, af því ég var hrædd við það. Ég talaði hátt og mikið og átti erfitt með að setja mig í spor annarra. Ég gat ekki sofnað á kvöldin því ég var að rífast við eitthvað annað fólk í hausnum á mér. Þvílíkt áhugamál. Sem betur fer var kommentakerfi Dv ekki komið og Útvarp Saga ekki heldur. Ég hefði legið þar allan daginn. Eins og ég skil þetta þá virðist sem þessi ákveðni hópur manna og kvenna lendi ítrekað í útistöðum eða árekstrum við hina ýmsu hópa samfélagsins. Ef það eru ekki konur, þá eru það umhverfissinnar, ef það eru ekki þeir þá eru það frjálslyndir eða umburðarlyndir. Þeim finnst líka útlendingar ekkert sérstaklega verðugir og flóttafólk er vesen. Börn og unglingar með skoðanir eru líka vesen. Höfum þetta bara eins og í þetta var áður. Það er miklu þægilegra. Ekki rugga bátnum. Ég ætla ekki að eyða orku minni í að dæma þessa menn og konur. Þau sjá um það sjálf. Það fólk sem dæmir hvað harðast, dæmir sjálfan sig mest. Kannski þarf hvíti miðaldra karlmaðurinn bara risa-knús. Það sem breytti skoðunum mínum þarna um árið var kærleikur og vitneskjan um að heimurinn er bara allt í lagi og það má bara elska og njóta. Kannski þurfum við bara að gefa þessum hvíta miðaldra karlmanni gott faðmlag, ást í kaffibollann sinn, extra breitt bros og jafnvel bara kæfa hann í kærleika. Næst þegar hinn merki hvíti miðaldra karlmaður byrjar að ausa úr skálum reiðinnar, þá skulum við reyna að skilja. Skilja það að honum líður ef til vill ekki vel. Hann er kannski bara hræddur þó hann feli það vel bakvið sperrtan brjóstkassann og háu röddina. Við skulum bara hlusta og gefa honum skilning án þess þó að þurfa vera sammála honum. Elsku hvíti miðaldra karlmaður. Ég skil þig. Sem fyrrverandi hvítur miðaldra karlmaður mætti ég ráðleggja þér eitt. Það er geggjað spennandi að prófa nýjar aðferðir og prófa nýja hluti. Það er alltílagi að skipta um skoðun og það er í lagi að prófa að gera eitthvað nýtt og sjá að það er ekkert hættulegt. Ef maður sér að þetta er hættulegt, þá bara breytir maður aftur. Það má. Ég er þakklát fyrir þig, kæri hvíti miðaldra karlmaður. Án þín væri ég örugglega hlaupandi um með sænskum hippum, berbrjósta, þefandi af rósum eða rækta rófur. Þvílíkt líf sem það væri. En þú mátt vita, ég skil þig elsku hvíti miðaldra karlmaður. Þín Sigga Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Ég les gjarnan setninguna hvítir miðaldra karlmenn í fjölmiðlum og upp á síðkastið finnst mér hún koma æ oftar fyrir í fjölmiðlum. Fyrir mér, þá held ég að samfélagið skilgreini þetta hugtak, sem hóp manna eða kvenna sem er þröngsýnt og fordómafullt, forðast breytingar og eiga erfitt með að setja sig í spor annarra. Ég var einu sinni hvítur miðaldra karlmaður. Ég var 17 ára. Ég þoldi illa breytingar og fannst mín skoðun vera réttari en skoðanir annarra. Ég beið eftir að hinn aðilinn kláraði svo ég gæti komið mínum skoðunum á framfæri. Ég þoldi ekki fólk sem ég skildi ekki. Ég dæmdi fólk sem var öðruvísi en ég, af því ég var hrædd við það. Ég talaði hátt og mikið og átti erfitt með að setja mig í spor annarra. Ég gat ekki sofnað á kvöldin því ég var að rífast við eitthvað annað fólk í hausnum á mér. Þvílíkt áhugamál. Sem betur fer var kommentakerfi Dv ekki komið og Útvarp Saga ekki heldur. Ég hefði legið þar allan daginn. Eins og ég skil þetta þá virðist sem þessi ákveðni hópur manna og kvenna lendi ítrekað í útistöðum eða árekstrum við hina ýmsu hópa samfélagsins. Ef það eru ekki konur, þá eru það umhverfissinnar, ef það eru ekki þeir þá eru það frjálslyndir eða umburðarlyndir. Þeim finnst líka útlendingar ekkert sérstaklega verðugir og flóttafólk er vesen. Börn og unglingar með skoðanir eru líka vesen. Höfum þetta bara eins og í þetta var áður. Það er miklu þægilegra. Ekki rugga bátnum. Ég ætla ekki að eyða orku minni í að dæma þessa menn og konur. Þau sjá um það sjálf. Það fólk sem dæmir hvað harðast, dæmir sjálfan sig mest. Kannski þarf hvíti miðaldra karlmaðurinn bara risa-knús. Það sem breytti skoðunum mínum þarna um árið var kærleikur og vitneskjan um að heimurinn er bara allt í lagi og það má bara elska og njóta. Kannski þurfum við bara að gefa þessum hvíta miðaldra karlmanni gott faðmlag, ást í kaffibollann sinn, extra breitt bros og jafnvel bara kæfa hann í kærleika. Næst þegar hinn merki hvíti miðaldra karlmaður byrjar að ausa úr skálum reiðinnar, þá skulum við reyna að skilja. Skilja það að honum líður ef til vill ekki vel. Hann er kannski bara hræddur þó hann feli það vel bakvið sperrtan brjóstkassann og háu röddina. Við skulum bara hlusta og gefa honum skilning án þess þó að þurfa vera sammála honum. Elsku hvíti miðaldra karlmaður. Ég skil þig. Sem fyrrverandi hvítur miðaldra karlmaður mætti ég ráðleggja þér eitt. Það er geggjað spennandi að prófa nýjar aðferðir og prófa nýja hluti. Það er alltílagi að skipta um skoðun og það er í lagi að prófa að gera eitthvað nýtt og sjá að það er ekkert hættulegt. Ef maður sér að þetta er hættulegt, þá bara breytir maður aftur. Það má. Ég er þakklát fyrir þig, kæri hvíti miðaldra karlmaður. Án þín væri ég örugglega hlaupandi um með sænskum hippum, berbrjósta, þefandi af rósum eða rækta rófur. Þvílíkt líf sem það væri. En þú mátt vita, ég skil þig elsku hvíti miðaldra karlmaður. Þín Sigga Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun