Lögmenn stofnanda Theranos vilja losna við hann Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2019 09:14 Holmes var stjórstjarna í nýsköpunarbransanum á sínum tíma en stjarna hennar féll í skugga ásakana um meiriháttar svik og pretti hjá Theranos. Vísir/Getty Þrír lögmenn sem hafa varið Elizabeth Holmes, stofnanda nýsköpunarfyrirtækisins Theranos, hafa farið fram á að vera leystir frá máli hennar vegna þess að hún hafi ekki greitt þeim í heilt ár. Holmes, sem eitt sinn var sögð yngsta konan til að verða milljarðamæringur, er sökuð um meiriháttar svik. Holmes og Theranos fóru með himinskautum á tímabili þegar hún hét því að fyrirtækið myndi umbylta blóðprufum þannig að hægt yrði að gera þær á örskömmum tíma með aðeins einum blóðdropa. Lítil innistæða reyndist þó fyrir fullyrðingum Holmes og Theranos um ágæti vöru þeirra. Eftir að ásakanir komu fram á hendur Theranos árið 2015 fjaraði hratt undan því sem leiddi til þess að fyrirtækinu var lokað í fyrra. Holmes var jafnframt ákærð fyrir fjársvik og gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsisvist. Lögfræðingarnir þrír sem nú vilja segja skilið við Holmes hafa varið hana fyrir hópmálsókn neytenda sem saka hana, Theranos og lyfjaverslanarisann Walgreens um meiriháttar svik, að sögn Washington Post. Holmes og Theranos gerðu milljarða dollara samning við Walgreens um að bjóða upp á blóðprufur þrátt fyrir að tækni fyrirtækisins virkaði ekki. Þá eru Holmes og fyrirtækin tvö sökuð um að hafa beitt neytendur ofbeldi með því að taka blóð úr þeim á „fölskum forsendum“. Í beiðni sem lögfræðingarnir sendu dómara í málinu til að krefjast þess að vera leystir undan skyldum sínum segja þeir að Holmes hafi ekki greitt þeim í meira en ár. Í ljósi fjárhagsstöðu hennar búist þeir ekki við að Holmes geti nokkru sinni greitt þeim fyrir störf þeirra. Bandaríkin Elizabeth Holmes og Theranos Tengdar fréttir Sú sem var sögð næsti Steve Jobs greiðir sekt vegna blekkinga Frumkvöðlar sem ætla sér að breyta iðnaði verða að segja fjárfestum sannleikann, segir sú sem fór fyrir málinu gegn þessum frumkvöðli. 14. mars 2018 23:57 Blóði drifnar blekkingar þeirrar sem sögð var næsti Steve Jobs Saga Elizabeth Holmes er um margt ótrúleg. 19 ára stofnaði hún fyrirtæki sem metið var á níu milljarða dollara árið 2014 en í dag er hún alræmd í frumkvöðla- og tæknigeiranum enda sætir hún ákæru fyrir fjársvik. 24. maí 2019 08:00 Mest lesið Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Þrír lögmenn sem hafa varið Elizabeth Holmes, stofnanda nýsköpunarfyrirtækisins Theranos, hafa farið fram á að vera leystir frá máli hennar vegna þess að hún hafi ekki greitt þeim í heilt ár. Holmes, sem eitt sinn var sögð yngsta konan til að verða milljarðamæringur, er sökuð um meiriháttar svik. Holmes og Theranos fóru með himinskautum á tímabili þegar hún hét því að fyrirtækið myndi umbylta blóðprufum þannig að hægt yrði að gera þær á örskömmum tíma með aðeins einum blóðdropa. Lítil innistæða reyndist þó fyrir fullyrðingum Holmes og Theranos um ágæti vöru þeirra. Eftir að ásakanir komu fram á hendur Theranos árið 2015 fjaraði hratt undan því sem leiddi til þess að fyrirtækinu var lokað í fyrra. Holmes var jafnframt ákærð fyrir fjársvik og gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsisvist. Lögfræðingarnir þrír sem nú vilja segja skilið við Holmes hafa varið hana fyrir hópmálsókn neytenda sem saka hana, Theranos og lyfjaverslanarisann Walgreens um meiriháttar svik, að sögn Washington Post. Holmes og Theranos gerðu milljarða dollara samning við Walgreens um að bjóða upp á blóðprufur þrátt fyrir að tækni fyrirtækisins virkaði ekki. Þá eru Holmes og fyrirtækin tvö sökuð um að hafa beitt neytendur ofbeldi með því að taka blóð úr þeim á „fölskum forsendum“. Í beiðni sem lögfræðingarnir sendu dómara í málinu til að krefjast þess að vera leystir undan skyldum sínum segja þeir að Holmes hafi ekki greitt þeim í meira en ár. Í ljósi fjárhagsstöðu hennar búist þeir ekki við að Holmes geti nokkru sinni greitt þeim fyrir störf þeirra.
Bandaríkin Elizabeth Holmes og Theranos Tengdar fréttir Sú sem var sögð næsti Steve Jobs greiðir sekt vegna blekkinga Frumkvöðlar sem ætla sér að breyta iðnaði verða að segja fjárfestum sannleikann, segir sú sem fór fyrir málinu gegn þessum frumkvöðli. 14. mars 2018 23:57 Blóði drifnar blekkingar þeirrar sem sögð var næsti Steve Jobs Saga Elizabeth Holmes er um margt ótrúleg. 19 ára stofnaði hún fyrirtæki sem metið var á níu milljarða dollara árið 2014 en í dag er hún alræmd í frumkvöðla- og tæknigeiranum enda sætir hún ákæru fyrir fjársvik. 24. maí 2019 08:00 Mest lesið Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Sú sem var sögð næsti Steve Jobs greiðir sekt vegna blekkinga Frumkvöðlar sem ætla sér að breyta iðnaði verða að segja fjárfestum sannleikann, segir sú sem fór fyrir málinu gegn þessum frumkvöðli. 14. mars 2018 23:57
Blóði drifnar blekkingar þeirrar sem sögð var næsti Steve Jobs Saga Elizabeth Holmes er um margt ótrúleg. 19 ára stofnaði hún fyrirtæki sem metið var á níu milljarða dollara árið 2014 en í dag er hún alræmd í frumkvöðla- og tæknigeiranum enda sætir hún ákæru fyrir fjársvik. 24. maí 2019 08:00