Húsgagnakaup í IKEA vekja heimsathygli Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. október 2019 14:00 IKEA á Íslandi er staðsett í Garðabæ. Vísir/vilhelm Húsgagnaviðskipti sem áttu sér stað á Íslandi í liðinni viku með rafeyri hafa vakið athygli langt út fyrir landsteinanna. Viðskipti sem þessi geta dregið úr margvíslegum flækjum, og um leið kostnaði, fyrir íslensk fyrirtæki að sögn framkvæmdastjóra íslensks rafeyrisfyrirtækis. Það þykir alla jafna ekki tíðindum sæta þegar keypt eru húsgögn í verslun IKEA í Kauptúni, ekki frekar en öðrum húsgagnaverslunum. Á þessu eru þó undantekningar. Kaup minjagripabúðarinnar Nordic Store á nokkrum húsgögnum úr Ikea í liðinni viku hafa þannig ratað í heimsfréttirnar. Ekki vegna peningaupphæðarinnar sem skipti um hendur, heldur peningagerðarinnar, því Ikea og Nordic Store áttu sín viðskipti með rafeyri. En hvers vegna þykir það merkilegt? „Þetta er í fyrsta skipti sem viðskipti eiga sér stað með slíkum hætti með atbeina bálkakeðju,“ segir Sveinn Valfells, framkvæmdastjóri íslenska rafeyrisfyrirtæksins Monerium, sem hafði milligöngu um viðskiptin.Sjá einnig: Bálkakeðjur gjörbreyta landslaginu„Það sem við erum að sýna fram á í fyrsta skipti með atbeina bálkakeðju er að það sé hægt að stunda viðskipti með stafræna reikninga og stafrænar pantanir og gera þau upp með stafrænum peningum á bálkakeðju, sem sýnir fram á þá gríðarlegu möguleika sem bálkakeðjur hafa í netviðskiptum almennt.“ Tugir frétta hafa verið skrifaðar um viðskipti IKEA og Nordic Store á fréttavefi sem sérhæfa sig í umfjöllun um bálkakeðjur og rafmyntir. Sveinn segir áhugann ekki síst skýrast af tækninni sem býr að baki, sem geti auðveldað viðskipti framtíðarinnar. „Þetta mun draga úr kostnaði og flækjum og gerir tilteknum viðskiptum, sem eiga sér stað á mörgum mismunandi stöðum, kleift að gerast á einum stað. Sem leiðir til mikils öryggis og sparnaðar.“ Upplýsingafulltrúi IKEA á Íslandi segir að það hafi verið spennandi að taka þátt í einhverju sem verður mögulega hversdagslegur viðskiptamáti áður en langt um líður. Það sé þó ekki þannig að viðskiptavinir Ikea geti greitt með rafeyri í versluninni, ekki enn sem komið er í það minnsta. Nú hafi þó verið sýnt fram á að það sé gerlegt og ætli Ikea því að fylgjast vel með hvernig fram vindur. Rafmyntir IKEA Markaðir Tækni Tengdar fréttir Bálkakeðjur gjörbreyta landslaginu Seðlabankar og stórfyrirtæki skoða hagnýtingu á bálkakeðjutækni með því að gefa út rafmyntir bundnar við lögeyri. Framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs segir tæknina geta breytt fjármálakerfinu. 16. maí 2019 06:45 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Húsgagnaviðskipti sem áttu sér stað á Íslandi í liðinni viku með rafeyri hafa vakið athygli langt út fyrir landsteinanna. Viðskipti sem þessi geta dregið úr margvíslegum flækjum, og um leið kostnaði, fyrir íslensk fyrirtæki að sögn framkvæmdastjóra íslensks rafeyrisfyrirtækis. Það þykir alla jafna ekki tíðindum sæta þegar keypt eru húsgögn í verslun IKEA í Kauptúni, ekki frekar en öðrum húsgagnaverslunum. Á þessu eru þó undantekningar. Kaup minjagripabúðarinnar Nordic Store á nokkrum húsgögnum úr Ikea í liðinni viku hafa þannig ratað í heimsfréttirnar. Ekki vegna peningaupphæðarinnar sem skipti um hendur, heldur peningagerðarinnar, því Ikea og Nordic Store áttu sín viðskipti með rafeyri. En hvers vegna þykir það merkilegt? „Þetta er í fyrsta skipti sem viðskipti eiga sér stað með slíkum hætti með atbeina bálkakeðju,“ segir Sveinn Valfells, framkvæmdastjóri íslenska rafeyrisfyrirtæksins Monerium, sem hafði milligöngu um viðskiptin.Sjá einnig: Bálkakeðjur gjörbreyta landslaginu„Það sem við erum að sýna fram á í fyrsta skipti með atbeina bálkakeðju er að það sé hægt að stunda viðskipti með stafræna reikninga og stafrænar pantanir og gera þau upp með stafrænum peningum á bálkakeðju, sem sýnir fram á þá gríðarlegu möguleika sem bálkakeðjur hafa í netviðskiptum almennt.“ Tugir frétta hafa verið skrifaðar um viðskipti IKEA og Nordic Store á fréttavefi sem sérhæfa sig í umfjöllun um bálkakeðjur og rafmyntir. Sveinn segir áhugann ekki síst skýrast af tækninni sem býr að baki, sem geti auðveldað viðskipti framtíðarinnar. „Þetta mun draga úr kostnaði og flækjum og gerir tilteknum viðskiptum, sem eiga sér stað á mörgum mismunandi stöðum, kleift að gerast á einum stað. Sem leiðir til mikils öryggis og sparnaðar.“ Upplýsingafulltrúi IKEA á Íslandi segir að það hafi verið spennandi að taka þátt í einhverju sem verður mögulega hversdagslegur viðskiptamáti áður en langt um líður. Það sé þó ekki þannig að viðskiptavinir Ikea geti greitt með rafeyri í versluninni, ekki enn sem komið er í það minnsta. Nú hafi þó verið sýnt fram á að það sé gerlegt og ætli Ikea því að fylgjast vel með hvernig fram vindur.
Rafmyntir IKEA Markaðir Tækni Tengdar fréttir Bálkakeðjur gjörbreyta landslaginu Seðlabankar og stórfyrirtæki skoða hagnýtingu á bálkakeðjutækni með því að gefa út rafmyntir bundnar við lögeyri. Framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs segir tæknina geta breytt fjármálakerfinu. 16. maí 2019 06:45 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Bálkakeðjur gjörbreyta landslaginu Seðlabankar og stórfyrirtæki skoða hagnýtingu á bálkakeðjutækni með því að gefa út rafmyntir bundnar við lögeyri. Framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs segir tæknina geta breytt fjármálakerfinu. 16. maí 2019 06:45