Tálsýn Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 5. október 2019 09:30 Fortíðarþrá einkennir hörðustu andstæðinga göngugatna í miðbænum. Draumsýn þessara einstaklinga er að aðstæður verði eins og þær voru á þeim tíma þegar fjarska auðvelt var að keyra niður Laugaveg, fá þar bílastæði og skreppa í búð. Keyra svo aðeins neðar og leggja bílnum þar og skreppa í enn aðra búð. Lítið þurfti að ganga, bara út úr bílnum og inn í búð og svo út úr búð og aftur í bílinn og í næstu búð. Sannarlega draumalíf bíleigandans. Ekkert óþarfa labb – þarfasti þjónninn tryggði það. Þessir tímar eru ei meir – blessunarlega. Reyndar var umfangsmikil bílaumferð í miðbænum látin viðgangast alltof lengi, með tilheyrandi öngþveiti, mengun og hávaða. Þá var eins og menn væru enn með hugann við gamla tímann þegar fámennið var slíkt að allir gátu farið ferða sinna á bílnum á auðveldan hátt. Mannfjölgun með aukinni bílaumferð gefur ekki lengur rými fyrir leiðangra eins og þá. Miðborg með bílamergð verður heldur aldrei aðlaðandi. Það er staðreynd en ekki falsfrétt illa meinandi meirihluta borgarstjórnar. Draumurinn um miðbæ þar sem bíleigendur geta athafnað sig að vild er því tálsýn. Meirihluti borgarstjórnar gerir sér grein fyrir þessu. Þar er raunsæi við völd. Um leið er auðvelt að hafa samúð með því að meirihlutann skorti þolinmæði gagnvart óraunhæfum sjónarmiðum þeirra sem hatast við göngugötur, sjá engan sjarma við þær og telja þær ekki eiga heima í miðbænum. Hin þrjóskufulla þrá eftir því að hverfa til gamalla tíma einkennir Miðbæjarfélagið sem á dögunum birti auglýsingu í fjölmiðli til að leggja áherslu á andstöðu sína við breytingu Laugavegar í göngugötu. Kappið var reyndar slíkt að á listanum voru nöfn rekstraraðila sem síðar könnuðust alls ekki við að hafa lagt samþykki sitt við boðskapinn. Baráttan gegn göngugötum í miðbænum er dæmd til að mistakast. Hún er tímaskekkja og hugsunin á bak við hana byggist á fortíðarþrá og er algjörlega úr takti við alla skynsemi. Það er furðulegt að stór hópur vilji byggja upp miðbæ þar sem áherslan er á bílaumferð. Umhyggjan fyrir þægindum þeirra sem unna bíl sínum hugástum er að leiða þennan hóp á villigötur. Þegar kemur að uppbyggingu miðbæjarins þá eiga þessar áherslur alls ekki heima þar. Reyndar er það svo að grátkór bíleigenda sem telja sig eiga rétt á því að komast allra sinna ferða nákvæmlega þegar þeim hentar er orðinn ansi hvimleiður. Þeim finnst svívirðilega á sér brotið lendi þeir í umferðarteppu á háannatíma og krefjast úrbóta og það strax. Ekkert þýðir að segja þessu fólki að fara í strætó – það hryllir við tilhugsuninni. Sennilega þýðir ekki heldur að benda því góðfúslega á að þegar bílaeigendur leggja af stað í bíl sínum á sama tíma sé óhjákvæmilegt að einhverjar tafir verði á ferð þeirra. Þeim þykir það stórkostlegt óréttlæti. Staðreyndin er hins vegar sú að slíkar tafir liggja í augum uppi og eru ekki stórmál. Taumlaus bílaást kostar einfaldlega sitt Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Fortíðarþrá einkennir hörðustu andstæðinga göngugatna í miðbænum. Draumsýn þessara einstaklinga er að aðstæður verði eins og þær voru á þeim tíma þegar fjarska auðvelt var að keyra niður Laugaveg, fá þar bílastæði og skreppa í búð. Keyra svo aðeins neðar og leggja bílnum þar og skreppa í enn aðra búð. Lítið þurfti að ganga, bara út úr bílnum og inn í búð og svo út úr búð og aftur í bílinn og í næstu búð. Sannarlega draumalíf bíleigandans. Ekkert óþarfa labb – þarfasti þjónninn tryggði það. Þessir tímar eru ei meir – blessunarlega. Reyndar var umfangsmikil bílaumferð í miðbænum látin viðgangast alltof lengi, með tilheyrandi öngþveiti, mengun og hávaða. Þá var eins og menn væru enn með hugann við gamla tímann þegar fámennið var slíkt að allir gátu farið ferða sinna á bílnum á auðveldan hátt. Mannfjölgun með aukinni bílaumferð gefur ekki lengur rými fyrir leiðangra eins og þá. Miðborg með bílamergð verður heldur aldrei aðlaðandi. Það er staðreynd en ekki falsfrétt illa meinandi meirihluta borgarstjórnar. Draumurinn um miðbæ þar sem bíleigendur geta athafnað sig að vild er því tálsýn. Meirihluti borgarstjórnar gerir sér grein fyrir þessu. Þar er raunsæi við völd. Um leið er auðvelt að hafa samúð með því að meirihlutann skorti þolinmæði gagnvart óraunhæfum sjónarmiðum þeirra sem hatast við göngugötur, sjá engan sjarma við þær og telja þær ekki eiga heima í miðbænum. Hin þrjóskufulla þrá eftir því að hverfa til gamalla tíma einkennir Miðbæjarfélagið sem á dögunum birti auglýsingu í fjölmiðli til að leggja áherslu á andstöðu sína við breytingu Laugavegar í göngugötu. Kappið var reyndar slíkt að á listanum voru nöfn rekstraraðila sem síðar könnuðust alls ekki við að hafa lagt samþykki sitt við boðskapinn. Baráttan gegn göngugötum í miðbænum er dæmd til að mistakast. Hún er tímaskekkja og hugsunin á bak við hana byggist á fortíðarþrá og er algjörlega úr takti við alla skynsemi. Það er furðulegt að stór hópur vilji byggja upp miðbæ þar sem áherslan er á bílaumferð. Umhyggjan fyrir þægindum þeirra sem unna bíl sínum hugástum er að leiða þennan hóp á villigötur. Þegar kemur að uppbyggingu miðbæjarins þá eiga þessar áherslur alls ekki heima þar. Reyndar er það svo að grátkór bíleigenda sem telja sig eiga rétt á því að komast allra sinna ferða nákvæmlega þegar þeim hentar er orðinn ansi hvimleiður. Þeim finnst svívirðilega á sér brotið lendi þeir í umferðarteppu á háannatíma og krefjast úrbóta og það strax. Ekkert þýðir að segja þessu fólki að fara í strætó – það hryllir við tilhugsuninni. Sennilega þýðir ekki heldur að benda því góðfúslega á að þegar bílaeigendur leggja af stað í bíl sínum á sama tíma sé óhjákvæmilegt að einhverjar tafir verði á ferð þeirra. Þeim þykir það stórkostlegt óréttlæti. Staðreyndin er hins vegar sú að slíkar tafir liggja í augum uppi og eru ekki stórmál. Taumlaus bílaást kostar einfaldlega sitt
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun