Einfaldar kenningar Sif Sigmarsdóttir skrifar 5. október 2019 09:30 Tíu ár eru síðan kenning blaðamannsins Malcolm Gladwell tröllreið popp-vísindaheiminum og breytti því hvaða augum við lítum velgengni. Í bókinni Outliers: The story of success fjallaði Gladwell um rannsókn sem átti að sýna fram á hina einu réttu leið til að ná árangri. Formúlan var einföld. Til að slá í gegn þurfti maður aðeins að æfa sig í tíu þúsund klukkustundir. Hvort sem um var að ræða viðskiptajöfra, íþróttafólk, listamenn, vísindamenn eða glæpamenn tók það viðkomandi tíu þúsund klukkustundir að komast til metorða á sínu sviði. Máli sínu til stuðnings nefndi Gladwell ýmis dæmi. Bítlarnir urðu ekki heimsfræg hljómsveit fyrr en þeir höfðu spilað á 1.200 tónleikum í tíu þúsund klukkustundir í Hamborg í Þýskalandi. Mozart varð ekki almennilegt tónskáld fyrr en hann hafði æft tónsmíðar í tíu þúsund klukkustundir. Bill Gates eyddi tíu þúsund klukkustundum af unglingsárum sínum í að forrita á frumstæða tölvu sem hann fékk aðgang að í gagnfræðaskólanum sínum. Rannsóknin sem fullyrðing Gladwells er byggð á var gerð árið 1993 í Tónlistarakademíunni í Berlín. Hópi nemenda var skipt í þrennt eftir getu: 1) Þeir sem talið var að yrðu fremstir á sínu sviði. 2) Þeir sem gætu orðið góðir. 3) Þeir sem myndu aldrei starfa sem tónlistarmenn. Niðurstaða rannsóknarinnar var skýr: Æfingin skapar meistarann. Niðurstöðurnar sýndu að þeir í fyrsta flokknum höfðu þegar æft sig í tíu þúsund klukkustundir, þeir í öðrum flokknum átta þúsund og þeir í þeim þriðja fjögur þúsund. Enginn var svo náttúrulega góður að komast í flokk eitt án æfingar. Enginn var svo hæfileikalaus að enda í flokki tvö eða þrjú þrátt fyrir að hafa æft í tíu þúsund klukkustundir. En rannsóknin var fúsk. Í grein í nýjasta hefti vísindaritsins Royal Society Open Science hrekur sálfræðiprófessor við Case Western Reserve háskólann í Bandaríkjunum niðurstöðurnar. Brooke Macnamara segir aðferðafræðina hafa verið meingallaða. Ekki nóg með það. Þegar Macnamara og samstarfsfólk hennar endurtóku upphaflegu rannsóknina kom í ljós að þeir sem sköruðu fram úr æfðu sig í færri klukkustundir en eftirbátar þeirra. Kenning Malcolm Gladwell er fallin. Heimsbyggðin hefur orðið af grípandi sjálfsræktar-heilræði sem grópa má í segul og hengja á ísskápinn. En úr ösku lífsreglunnar um 10.000 klukkustundirnar rís annað hollráð. Ertu á ketó? Ertu að íhuga að kaupa þér rafmagnsbíl? Stærra hús? Bók um núvitund? Ertu að spá í sparnaðarráð áhrifavalda Landsbankans? Eða að hætta að borða brauð? Lastu grein í dag sem hófst á orðunum „tíu ráð til að…“? Ertu að fasta? Íhuga að flytja til útlanda? Hvers vegna vorum við svona móttækileg fyrir kenningu Gladwell um velgengni? Hvað útskýrir vinsældir hugmyndarinnar um klukkustundirnar 10.000? Brooke Macnamara segir einfaldleika hennar hafa legið vinsældunum til grundvallar. „Ef maður æfir sig í einhverju verður maður betri í því en maður var í gær,“ segir Macnamara. „En maður verður ekki sjálfkrafa betri en nágranninn eða hinir nemendurnir í fiðlutímanum.“ Macnamara segir Gladwell „falla í þá gryfju að leita að einni orsök fyrir flókinni mannlegri hegðun“ sem sé rökvilla. „Mannleg hæfni er flókin og fjöldi þátta spilar inn í, bæði umhverfisþættir og erfðir. Hvernig þessir þættir spila saman stýrir því hvernig ólíkum einstaklingum reiðir af.“ Stærra hús er ekki lykillinn að hamingjunni; ekki heldur bók um núvitund. Rafmagnsbíllinn er ekki lausnin á loftslagsvandandanum og það er engin einföld uppskrift að velgengni. Af misheppnaðri kenningu Gladwell um velgengni má þó kannski einmitt læra mikilvæga lexíu um velgengni á öllum sviðum: Varast ber einfaldar, algildar kenningar. Það er einföld og algild kenning sem passar vel á ísskápssegul. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Tíu ár eru síðan kenning blaðamannsins Malcolm Gladwell tröllreið popp-vísindaheiminum og breytti því hvaða augum við lítum velgengni. Í bókinni Outliers: The story of success fjallaði Gladwell um rannsókn sem átti að sýna fram á hina einu réttu leið til að ná árangri. Formúlan var einföld. Til að slá í gegn þurfti maður aðeins að æfa sig í tíu þúsund klukkustundir. Hvort sem um var að ræða viðskiptajöfra, íþróttafólk, listamenn, vísindamenn eða glæpamenn tók það viðkomandi tíu þúsund klukkustundir að komast til metorða á sínu sviði. Máli sínu til stuðnings nefndi Gladwell ýmis dæmi. Bítlarnir urðu ekki heimsfræg hljómsveit fyrr en þeir höfðu spilað á 1.200 tónleikum í tíu þúsund klukkustundir í Hamborg í Þýskalandi. Mozart varð ekki almennilegt tónskáld fyrr en hann hafði æft tónsmíðar í tíu þúsund klukkustundir. Bill Gates eyddi tíu þúsund klukkustundum af unglingsárum sínum í að forrita á frumstæða tölvu sem hann fékk aðgang að í gagnfræðaskólanum sínum. Rannsóknin sem fullyrðing Gladwells er byggð á var gerð árið 1993 í Tónlistarakademíunni í Berlín. Hópi nemenda var skipt í þrennt eftir getu: 1) Þeir sem talið var að yrðu fremstir á sínu sviði. 2) Þeir sem gætu orðið góðir. 3) Þeir sem myndu aldrei starfa sem tónlistarmenn. Niðurstaða rannsóknarinnar var skýr: Æfingin skapar meistarann. Niðurstöðurnar sýndu að þeir í fyrsta flokknum höfðu þegar æft sig í tíu þúsund klukkustundir, þeir í öðrum flokknum átta þúsund og þeir í þeim þriðja fjögur þúsund. Enginn var svo náttúrulega góður að komast í flokk eitt án æfingar. Enginn var svo hæfileikalaus að enda í flokki tvö eða þrjú þrátt fyrir að hafa æft í tíu þúsund klukkustundir. En rannsóknin var fúsk. Í grein í nýjasta hefti vísindaritsins Royal Society Open Science hrekur sálfræðiprófessor við Case Western Reserve háskólann í Bandaríkjunum niðurstöðurnar. Brooke Macnamara segir aðferðafræðina hafa verið meingallaða. Ekki nóg með það. Þegar Macnamara og samstarfsfólk hennar endurtóku upphaflegu rannsóknina kom í ljós að þeir sem sköruðu fram úr æfðu sig í færri klukkustundir en eftirbátar þeirra. Kenning Malcolm Gladwell er fallin. Heimsbyggðin hefur orðið af grípandi sjálfsræktar-heilræði sem grópa má í segul og hengja á ísskápinn. En úr ösku lífsreglunnar um 10.000 klukkustundirnar rís annað hollráð. Ertu á ketó? Ertu að íhuga að kaupa þér rafmagnsbíl? Stærra hús? Bók um núvitund? Ertu að spá í sparnaðarráð áhrifavalda Landsbankans? Eða að hætta að borða brauð? Lastu grein í dag sem hófst á orðunum „tíu ráð til að…“? Ertu að fasta? Íhuga að flytja til útlanda? Hvers vegna vorum við svona móttækileg fyrir kenningu Gladwell um velgengni? Hvað útskýrir vinsældir hugmyndarinnar um klukkustundirnar 10.000? Brooke Macnamara segir einfaldleika hennar hafa legið vinsældunum til grundvallar. „Ef maður æfir sig í einhverju verður maður betri í því en maður var í gær,“ segir Macnamara. „En maður verður ekki sjálfkrafa betri en nágranninn eða hinir nemendurnir í fiðlutímanum.“ Macnamara segir Gladwell „falla í þá gryfju að leita að einni orsök fyrir flókinni mannlegri hegðun“ sem sé rökvilla. „Mannleg hæfni er flókin og fjöldi þátta spilar inn í, bæði umhverfisþættir og erfðir. Hvernig þessir þættir spila saman stýrir því hvernig ólíkum einstaklingum reiðir af.“ Stærra hús er ekki lykillinn að hamingjunni; ekki heldur bók um núvitund. Rafmagnsbíllinn er ekki lausnin á loftslagsvandandanum og það er engin einföld uppskrift að velgengni. Af misheppnaðri kenningu Gladwell um velgengni má þó kannski einmitt læra mikilvæga lexíu um velgengni á öllum sviðum: Varast ber einfaldar, algildar kenningar. Það er einföld og algild kenning sem passar vel á ísskápssegul.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun