Ekki verið minna atvinnuleysi í 50 ár Davíð Stefánsson skrifar 5. október 2019 09:00 Fólki á bandarískum vinnumarkaði hefur fjölgað og fyrirtæki hafa verið viljugri til ráðninga og að kosta starfsþjálfun. Vísir/Getty Bandarískt hagkerfi bætti við 136.000 nýjum störfum í september en það dregur úr launaskriði að sögn bandarísku vinnumálastofnunarinnar sem birti í gær nýjar upplýsingar um atvinnumarkaðinn. Störfum fjölgaði yfir sumarmánuðina. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur ekki verið svo lítið í 50 ár. Það er komið niður í 3,5 prósent af vinnumarkaði og hefur ekki verið svo lágt síðan í desember 1969. Vísbendingar eru um að draga muni úr ráðningum á næstunni. Að sögn breska blaðsins Financial Times hafa opinberir aðilar í Bandaríkjunum lýst aukinni spennu á vinnumarkaði allt þetta ár, þar sem atvinnuleysi hefur stöðugt reynst undir langtímaáætlun. Fólki á vinnumarkaði hefur fjölgað og fyrirtæki hafa verið viljugri til ráðninga og að greiða fyrir starfsþjálfun. Atvinnuþátttaka karla og kvenna á vinnualdri fór í 82,6 prósent í ágústmánuði. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna þakkaði sér lítið atvinnuleysi í tísti í gær eftir skýrsluna. En það eru teikn á lofti um að það kunni að hægja á hagkerfinu. Til að mynda hefur dregið úr hækkun launa á vinnumarkaði. En stærsti óvissuþátturinn eru tollaviðræður Bandaríkjanna og Kína. AP fréttastofan segir viðskiptahalla Bandaríkjanna hafa aukist á sama tíma. Útflutningur hafi reyndar aukist en innf lutningur aukist enn meir. Trump forseti lítur á viðvarandi viðskiptahalla landsins sem merki um efnahagslegan veikleika og af leiðingar ósanngjarnra viðskiptasamninga. AP segir bandaríska neytendur enn bjartsýna og að kaupgleði þeirra hafi haldið hagkerfinu uppi á þessu ári. Þannig hafa fasteignakaup aukist aftur í kjölfar lægri vaxta húsnæðislána. Að auki hefur sala bíla verið góð. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bandarískt hagkerfi bætti við 136.000 nýjum störfum í september en það dregur úr launaskriði að sögn bandarísku vinnumálastofnunarinnar sem birti í gær nýjar upplýsingar um atvinnumarkaðinn. Störfum fjölgaði yfir sumarmánuðina. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur ekki verið svo lítið í 50 ár. Það er komið niður í 3,5 prósent af vinnumarkaði og hefur ekki verið svo lágt síðan í desember 1969. Vísbendingar eru um að draga muni úr ráðningum á næstunni. Að sögn breska blaðsins Financial Times hafa opinberir aðilar í Bandaríkjunum lýst aukinni spennu á vinnumarkaði allt þetta ár, þar sem atvinnuleysi hefur stöðugt reynst undir langtímaáætlun. Fólki á vinnumarkaði hefur fjölgað og fyrirtæki hafa verið viljugri til ráðninga og að greiða fyrir starfsþjálfun. Atvinnuþátttaka karla og kvenna á vinnualdri fór í 82,6 prósent í ágústmánuði. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna þakkaði sér lítið atvinnuleysi í tísti í gær eftir skýrsluna. En það eru teikn á lofti um að það kunni að hægja á hagkerfinu. Til að mynda hefur dregið úr hækkun launa á vinnumarkaði. En stærsti óvissuþátturinn eru tollaviðræður Bandaríkjanna og Kína. AP fréttastofan segir viðskiptahalla Bandaríkjanna hafa aukist á sama tíma. Útflutningur hafi reyndar aukist en innf lutningur aukist enn meir. Trump forseti lítur á viðvarandi viðskiptahalla landsins sem merki um efnahagslegan veikleika og af leiðingar ósanngjarnra viðskiptasamninga. AP segir bandaríska neytendur enn bjartsýna og að kaupgleði þeirra hafi haldið hagkerfinu uppi á þessu ári. Þannig hafa fasteignakaup aukist aftur í kjölfar lægri vaxta húsnæðislána. Að auki hefur sala bíla verið góð.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira