Ekki verið minna atvinnuleysi í 50 ár Davíð Stefánsson skrifar 5. október 2019 09:00 Fólki á bandarískum vinnumarkaði hefur fjölgað og fyrirtæki hafa verið viljugri til ráðninga og að kosta starfsþjálfun. Vísir/Getty Bandarískt hagkerfi bætti við 136.000 nýjum störfum í september en það dregur úr launaskriði að sögn bandarísku vinnumálastofnunarinnar sem birti í gær nýjar upplýsingar um atvinnumarkaðinn. Störfum fjölgaði yfir sumarmánuðina. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur ekki verið svo lítið í 50 ár. Það er komið niður í 3,5 prósent af vinnumarkaði og hefur ekki verið svo lágt síðan í desember 1969. Vísbendingar eru um að draga muni úr ráðningum á næstunni. Að sögn breska blaðsins Financial Times hafa opinberir aðilar í Bandaríkjunum lýst aukinni spennu á vinnumarkaði allt þetta ár, þar sem atvinnuleysi hefur stöðugt reynst undir langtímaáætlun. Fólki á vinnumarkaði hefur fjölgað og fyrirtæki hafa verið viljugri til ráðninga og að greiða fyrir starfsþjálfun. Atvinnuþátttaka karla og kvenna á vinnualdri fór í 82,6 prósent í ágústmánuði. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna þakkaði sér lítið atvinnuleysi í tísti í gær eftir skýrsluna. En það eru teikn á lofti um að það kunni að hægja á hagkerfinu. Til að mynda hefur dregið úr hækkun launa á vinnumarkaði. En stærsti óvissuþátturinn eru tollaviðræður Bandaríkjanna og Kína. AP fréttastofan segir viðskiptahalla Bandaríkjanna hafa aukist á sama tíma. Útflutningur hafi reyndar aukist en innf lutningur aukist enn meir. Trump forseti lítur á viðvarandi viðskiptahalla landsins sem merki um efnahagslegan veikleika og af leiðingar ósanngjarnra viðskiptasamninga. AP segir bandaríska neytendur enn bjartsýna og að kaupgleði þeirra hafi haldið hagkerfinu uppi á þessu ári. Þannig hafa fasteignakaup aukist aftur í kjölfar lægri vaxta húsnæðislána. Að auki hefur sala bíla verið góð. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Neytendur Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein Viðskipti innlent Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandarískt hagkerfi bætti við 136.000 nýjum störfum í september en það dregur úr launaskriði að sögn bandarísku vinnumálastofnunarinnar sem birti í gær nýjar upplýsingar um atvinnumarkaðinn. Störfum fjölgaði yfir sumarmánuðina. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur ekki verið svo lítið í 50 ár. Það er komið niður í 3,5 prósent af vinnumarkaði og hefur ekki verið svo lágt síðan í desember 1969. Vísbendingar eru um að draga muni úr ráðningum á næstunni. Að sögn breska blaðsins Financial Times hafa opinberir aðilar í Bandaríkjunum lýst aukinni spennu á vinnumarkaði allt þetta ár, þar sem atvinnuleysi hefur stöðugt reynst undir langtímaáætlun. Fólki á vinnumarkaði hefur fjölgað og fyrirtæki hafa verið viljugri til ráðninga og að greiða fyrir starfsþjálfun. Atvinnuþátttaka karla og kvenna á vinnualdri fór í 82,6 prósent í ágústmánuði. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna þakkaði sér lítið atvinnuleysi í tísti í gær eftir skýrsluna. En það eru teikn á lofti um að það kunni að hægja á hagkerfinu. Til að mynda hefur dregið úr hækkun launa á vinnumarkaði. En stærsti óvissuþátturinn eru tollaviðræður Bandaríkjanna og Kína. AP fréttastofan segir viðskiptahalla Bandaríkjanna hafa aukist á sama tíma. Útflutningur hafi reyndar aukist en innf lutningur aukist enn meir. Trump forseti lítur á viðvarandi viðskiptahalla landsins sem merki um efnahagslegan veikleika og af leiðingar ósanngjarnra viðskiptasamninga. AP segir bandaríska neytendur enn bjartsýna og að kaupgleði þeirra hafi haldið hagkerfinu uppi á þessu ári. Þannig hafa fasteignakaup aukist aftur í kjölfar lægri vaxta húsnæðislána. Að auki hefur sala bíla verið góð.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Neytendur Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein Viðskipti innlent Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf