Erik Hamrén valdi í dag landsliðshóp sinn fyrir leikina við Frakkland og Andorra í undankeppni EM 2020 um næstu helgi.
Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson eru áfram í hópnum þrátt fyrir að vera ekki enn komnir með félagslið.
„Ég skil að fólki finnist þetta umdeild ákvörðun. Ég skil líka að fólk hafi aðrar skoðanir en ég,“ sagði Hamrén í viðtali við Hörð Magnússon eftir blaðamannafundinn í dag.
„Ég hef hugsað mikið um þetta, því þetta er einstök staða. En ég er mjög viss um að ég sé að taka rétta ákvörðun. Reynsla þeirra og gæði munu koma liðinu vel í þessum leikjum.“
Birkir Már Sævarsson kom aftur inn í 25 manna landsliðshópinn eftir að hafa verið skilinn eftir heima í síðasta landsliðsverkefni.
„Ég valdi þá leikmenn sem henta best í þetta verkefni og Birkir Már var einn af þeim.“
Allt viðtalið við Hamrén má sjá í spilaranum í fréttinni.
Hamrén: Trúi því að þetta sé rétt ákvörðun
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mest lesið

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn


Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

United nálgast efri hlutann
Enski boltinn


Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn



Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti