Innlent

Sex milljónir til Steinunnar vegna styttnanna á þaki Arnar­hvols

Atli Ísleifsson skrifar
Listaverkið nefnist Tákn.
Listaverkið nefnist Tákn. vísir/einar
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita sex milljónum króna af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar til listakonunnar Steinunnar Þórarinsdóttur til að listaverkið „Tákn“, sem stendur á þakbrún Arnarhvols, geti verið upp í eitt ár til viðbótar eða til októbermánaðar 2020.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu, en Arnarhvoll hýsir starfsemi ráðuneytisins.

„Listaverkið er af ellefu mannverum í líkamsstærð og hefur hlotið verðskuldaða athygli frá því verkið var sett upp í maí sl. Innsetningin tengist því að á árinu 2019 varpar Listasafn Reykjavíkur ljósi á list í almenningsrými.

Steinunn Þórarinsdóttir hefur verið starfandi myndlistarmaður í um 40 ár og hefur unnið að fígúratífum skúlptúrum frá byrjun síns ferils,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×