Harmar enn eina 10 milljóna úttektina á Sorpu Birgir Olgeirsson skrifar 4. október 2019 12:00 Gas- og jarðgerðarstöðin í byggingu. Sorpa Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa samþykkt ábyrgð á 990 milljóna króna láni fyrir Sorpu. Er það meðal annars gert í ljósi aukins kostnaðar við framkvæmdir gas- og jarðgerðarstöð Sorpu. Vegna tafa við fjármögnun seinkar opnun hennar um 6 – 8 vikur. Stjórnin tók fyrir framvinduskýrslu framkvæmdastjórans vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvarinnar á síðastliðnum fundi. Búið er að steypa 87 prósent af áætluðu steypumagni og telst um 80 prósentum af verkinu lokið. Er áfallinn kostnaður um 2,9 milljarðar króna. Vegna tafa við fjármögnun tækjabúnaðar í móttökustöð er útlit fyrir að ekki verði hægt að taka stöðina í notkun fyrr en í apríl/maí á næsta ári. Birkir Jón Jónsson, formaður stjórnar Sorpu, segir opnun stöðvarinnar tefjast því gróflega áætlað um 6 - 8 vikur. „Og það skýrist af því að við höfum verið að leita eftir fjármögnun vegna tækjabúnaðarins. Við höfum meðal annars verið að bíða eftir svörum frá sveitarfélögunum hvað það varðar. En nú liggur það fyrir og ég á von á því að verkið haldi áfram. Það er 80 prósent búið af því og hefur verklega gengið vel. Þannig að ég á von á því að hlutirnir fari að ganga hratt og vel fyrir sig í ljósi þess að fjármögnunin er tryggð.“ Á fundinum samþykkti stjórnin að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að gera úttekt á starfsemi félagsins. „Í ljósi þess hvernig verkið hefur þróast, í ljósi vanáætlana og fleiri þátta, og reyndar í ljósi þess að stjórnin hefur verið að skoða innri málefni félagsins, þá var ákveðið að fá þessa aðila til að gera úttekt á starfsemi félagsins.“ Var fundargerð stjórnar Sorpu tekin fyrir í borgarráði í gær en þar bentu Sjálfstæðismenn á að þeir hefðu greitt atkvæði gegn þessari ábyrgð á láni og að vinnubrögðin væru ekki dæmi um góða og vandaða stjórnsýslu. Vigdís Hauksdóttir, aheyrnarfulltrúi Miðflokksins í borgarráði, kallaði eftir viðamikilli utanaðkomandi rannsókn. Theodóra Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, harmaði á fundi bæjarráðs Kópavogs í gær að nú þurfi að gera enn eina 10 milljóna króna úttektina á Sorpu og í þetta sinn vegna óábyrgrar fjármálastjórnar. Borgarstjórn Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Seltjarnarnes Sorpa Tengdar fréttir Hitafundur um hallarekstur Sorpu: „Þetta eru mistök á mistök ofan“ Borgarfulltrúum var heitt í hamsi á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi þegar rætt var um hallarekstur Sorpu. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, gagnrýndi meirihlutann harðlega fyrir að ábyrgjast 990 milljóna króna lán til Sorpu án þess að hafa kallað eftir úttekt frá innri endurskoðun. 18. september 2019 13:30 Framkvæmdarstjóri Sorpu segir ábyrgð á vanáætlun liggja hjá stjórnendum Sorpu Framkvæmdarstjóri Sorpu segir að enn sé óljóst hvort eða hvert tjón Sorpu verður af því að fjárhagsáætlun var vanmetin um einn komma fjóra milljarða. 3. september 2019 20:20 Mistök í fjárfestingaráætlun Sorpu óskiljanleg og óheppileg að sögn framkvæmdastjóra Stjórnendur Sorpu láðist að færa 900 milljóna kostnað vegna tækjabúnaðar og verðbóta inn í fjárfestingaráætlun en alls hækkar viðbótarkostnaður til næstu fjögurra ára um tæplega 1,4 milljarða. Framkvæmdarstjórinn segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur. 3. september 2019 12:00 Borgarstjóri leggur blessun sína yfir 1,4 milljarð til Sorpu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavíkr, lagði tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna Sorpu fyrir árið 2019 á fundi borgarráðs í gær. Var ákveðið að vísa tillögunni áfram til borgarstjórnar. 13. september 2019 12:34 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Sjá meira
Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa samþykkt ábyrgð á 990 milljóna króna láni fyrir Sorpu. Er það meðal annars gert í ljósi aukins kostnaðar við framkvæmdir gas- og jarðgerðarstöð Sorpu. Vegna tafa við fjármögnun seinkar opnun hennar um 6 – 8 vikur. Stjórnin tók fyrir framvinduskýrslu framkvæmdastjórans vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvarinnar á síðastliðnum fundi. Búið er að steypa 87 prósent af áætluðu steypumagni og telst um 80 prósentum af verkinu lokið. Er áfallinn kostnaður um 2,9 milljarðar króna. Vegna tafa við fjármögnun tækjabúnaðar í móttökustöð er útlit fyrir að ekki verði hægt að taka stöðina í notkun fyrr en í apríl/maí á næsta ári. Birkir Jón Jónsson, formaður stjórnar Sorpu, segir opnun stöðvarinnar tefjast því gróflega áætlað um 6 - 8 vikur. „Og það skýrist af því að við höfum verið að leita eftir fjármögnun vegna tækjabúnaðarins. Við höfum meðal annars verið að bíða eftir svörum frá sveitarfélögunum hvað það varðar. En nú liggur það fyrir og ég á von á því að verkið haldi áfram. Það er 80 prósent búið af því og hefur verklega gengið vel. Þannig að ég á von á því að hlutirnir fari að ganga hratt og vel fyrir sig í ljósi þess að fjármögnunin er tryggð.“ Á fundinum samþykkti stjórnin að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að gera úttekt á starfsemi félagsins. „Í ljósi þess hvernig verkið hefur þróast, í ljósi vanáætlana og fleiri þátta, og reyndar í ljósi þess að stjórnin hefur verið að skoða innri málefni félagsins, þá var ákveðið að fá þessa aðila til að gera úttekt á starfsemi félagsins.“ Var fundargerð stjórnar Sorpu tekin fyrir í borgarráði í gær en þar bentu Sjálfstæðismenn á að þeir hefðu greitt atkvæði gegn þessari ábyrgð á láni og að vinnubrögðin væru ekki dæmi um góða og vandaða stjórnsýslu. Vigdís Hauksdóttir, aheyrnarfulltrúi Miðflokksins í borgarráði, kallaði eftir viðamikilli utanaðkomandi rannsókn. Theodóra Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, harmaði á fundi bæjarráðs Kópavogs í gær að nú þurfi að gera enn eina 10 milljóna króna úttektina á Sorpu og í þetta sinn vegna óábyrgrar fjármálastjórnar.
Borgarstjórn Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Seltjarnarnes Sorpa Tengdar fréttir Hitafundur um hallarekstur Sorpu: „Þetta eru mistök á mistök ofan“ Borgarfulltrúum var heitt í hamsi á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi þegar rætt var um hallarekstur Sorpu. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, gagnrýndi meirihlutann harðlega fyrir að ábyrgjast 990 milljóna króna lán til Sorpu án þess að hafa kallað eftir úttekt frá innri endurskoðun. 18. september 2019 13:30 Framkvæmdarstjóri Sorpu segir ábyrgð á vanáætlun liggja hjá stjórnendum Sorpu Framkvæmdarstjóri Sorpu segir að enn sé óljóst hvort eða hvert tjón Sorpu verður af því að fjárhagsáætlun var vanmetin um einn komma fjóra milljarða. 3. september 2019 20:20 Mistök í fjárfestingaráætlun Sorpu óskiljanleg og óheppileg að sögn framkvæmdastjóra Stjórnendur Sorpu láðist að færa 900 milljóna kostnað vegna tækjabúnaðar og verðbóta inn í fjárfestingaráætlun en alls hækkar viðbótarkostnaður til næstu fjögurra ára um tæplega 1,4 milljarða. Framkvæmdarstjórinn segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur. 3. september 2019 12:00 Borgarstjóri leggur blessun sína yfir 1,4 milljarð til Sorpu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavíkr, lagði tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna Sorpu fyrir árið 2019 á fundi borgarráðs í gær. Var ákveðið að vísa tillögunni áfram til borgarstjórnar. 13. september 2019 12:34 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Sjá meira
Hitafundur um hallarekstur Sorpu: „Þetta eru mistök á mistök ofan“ Borgarfulltrúum var heitt í hamsi á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi þegar rætt var um hallarekstur Sorpu. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, gagnrýndi meirihlutann harðlega fyrir að ábyrgjast 990 milljóna króna lán til Sorpu án þess að hafa kallað eftir úttekt frá innri endurskoðun. 18. september 2019 13:30
Framkvæmdarstjóri Sorpu segir ábyrgð á vanáætlun liggja hjá stjórnendum Sorpu Framkvæmdarstjóri Sorpu segir að enn sé óljóst hvort eða hvert tjón Sorpu verður af því að fjárhagsáætlun var vanmetin um einn komma fjóra milljarða. 3. september 2019 20:20
Mistök í fjárfestingaráætlun Sorpu óskiljanleg og óheppileg að sögn framkvæmdastjóra Stjórnendur Sorpu láðist að færa 900 milljóna kostnað vegna tækjabúnaðar og verðbóta inn í fjárfestingaráætlun en alls hækkar viðbótarkostnaður til næstu fjögurra ára um tæplega 1,4 milljarða. Framkvæmdarstjórinn segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur. 3. september 2019 12:00
Borgarstjóri leggur blessun sína yfir 1,4 milljarð til Sorpu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavíkr, lagði tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna Sorpu fyrir árið 2019 á fundi borgarráðs í gær. Var ákveðið að vísa tillögunni áfram til borgarstjórnar. 13. september 2019 12:34